Alþýðublaðið - 17.07.1963, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Qupperneq 12
 Þarfnast tónlistar Frh. úr OPNU. Carl Orff: Það eru engar ýkjur, að segja, að ég sé önnum kaíinn. Og mér er ánæg.ia að því að sjá á se fleiri stöðum merki góðrar tón- listarfræðslu. Þetta mundi íil dæmis sérstakiega eiga við hér. Annað vil ég hér leggja óherzlu á. Það er mjög mikilvægt í tón- listarfræðslu að kennarinn njóti virðingar nemendanna. Þessa varð ég mjög var í Japan. Þar var mér fremur fagnað sem skólamanni, en tónskáldi. Kennurum er ekki sýnd nægileg virðing hér á landi. Spurning: Eruð þér ánægður með árangurinn af Carl Orff vik- unni hér í Cologne? Carl Orf: Eftir öll þéssi ferða- lög erlendis, finn ég hvað skiplir mestu máli. Að hljóta virðingu sinnar eigin þjóðar er það dásam- legasta, sem nokkurn mann getur hent. (Neue Ruhr Zeitung.) Hannes á horninu. Framhald af 2. síðu. áfram austur Laugardalsveginn, hafa að líkindum. f arið að Gull- fossi og Geysi, yfir í Hreppa og þar niðunum Selfoss. Margir komu við á Laugarvatni, en mjög margir námu þó ekki staðar. Vegurinn um Laugardalinn var sæmilegur, nema frá ánni sem ný brú hefur verið eett á og ofar. Ofaníburðurinn lief ur verið tekinn úr árfarveginum og þar er því hnullungsgrjót — og að mínu viti næsta ófært til akst- urs nema þá fyrir stóra bíla. I ÞA® ER SKÝRT tekið fram bæði á hliðinu við Laugarvatn inn, á veginn til Þingvalla og eins á, hliðinu við Gjábakka inn á veginn þaðan, að aðeins sé leyfður akst- ur bifreiðum undir eins tonna öx- ulsþungra. Stór hópur ferðafólks kom í tólf gríðarl'ega síórum far- þegabifreiðum til Laugarvatns á sunnudagskvöld. Þessar bifreiðar ruddust gegnum hliðið og inn á veginn og fóru þannig til Þing- valla. SVONA FRAMFERÐI nær ekki nokkurri átt. Vegamáiastióri hefur sett þessar regíur af nauðsyn, og við, sem höfum farið veginn, skifj um þessa varúðarráðstöfun mæta vel. En hrokagikkir láta það ekki aftra sér, heldur rvð.iast um þrátt fyrir reglnr og bönn. Ég fór inn að liellum á fimmtudag. Þá var veg urinn góður. Ég fór alla leiðina á mánudag, þá var eins og jarðpfóg ar hefðu tætt hann í sundur. IÞ f ð gerjr v.igamáfaK*iðrn.in í svona máium? Hvað þýðir að setja nauð- synlegar reglur þegar þær eru þve.rbrot nar? ,E“? Hannes á horninu Tek mér hvers konar [lýðing- ar úr á ensku EIIHJR GIIÞNASON, löggiitHr dómtúlkur og skjala- þýðsndi. f’óatúni 1S. sími 18574. BARNASAGA: SNLAY — Finlay sagði henni alla sólarscguna og hvern- ig hann'hefði unnið tröllið með hjálp hundanna. — Þarna komu hundarnir sér vel, sagði garnla konan. — En þeir eiga þó eftir að koma þér enn betur. Um kvöldið var Finlay sem fyrr einn í húsi sínu, er hann heyrði sams konar hávaða og kvöld- ið áður. Nú var þó eins og drunurnar og dynk- irnir væru heldur meiri. Fyrr en varði var tröllið komið heim að dyrum hjá honum. — Þú drapst hann son minn gærkvöldi, sagði það. Þótt þú gætir það, skal þér ekki takast að kála mér. Tröllið hratt nú upþ hurðinni, alveg eins og sonur þess hafði gert kvöldið áður. Við skímuna frá eldinum sá Finlay að það var með fimm höf- uð. Bardaginn var feiknaharður. Húsið ætlaði um koll að keyra — svo mikið gekk á. Enn voru það hundarnir, sem gátu haldið tröllinu. meðan Finlay dró sverð sitt úr slíðrum og gerði út af við það. Næsta morgun fór Finlay veiðimaður aftur til vitkonunnar. — Hundamir hjálpuðu mér sannar- lega, sagði hann. — Hefði ég ekki notið þeirra við, væri ég nú ekki lengur í lifenda tölu. __ Já, víst komu hundarnir sér vel, sagði kon- '■ an, en sannaðu til, að þeir e:ga þó eftir að koma sér enn betur. Hlustaðu nú á mig, hrausti, ungi maður. í kvöld verður það gamla, grimma skess- án hún Cailleach, sem mun leita hefnda. Hún mun ekki kóma méð hávaða og látum, það verður öðru nær. Hún mun kalla á þig undurfagurri röddu og b'ðja þig um að lileypa sér inn. En mundu að hún er til þín komin til að drepa þig. Farirðu að mínum ráðum mun allt fara vel. Síðan sagði kon- an honum bvað hann skyldi gera, oe hvað hann skyldi forðast að gera. Það leið að kvöldi og ekki bólaði á neinum há- vaða eins og fyrri kvöldin. Finlay beið einsamall og hlustaði. Það var hlýtt í kofanum, því móeldur logaði glatt á gólfinu. —*Áð lokum heyrði hann lága rödd fyrir utan dyrnar. Það var e:ns og vindur þyrlaði léttum Íaufblöðum. -— Eg er gömul og orðin þreytt, ég er sársvöng og mig vantar húsaskjól. Viltu hleypa mér inn? Finlay gekk til dyra og kallaði úi;: — Eg skal hleypa þér inn með einu skilyrði, ef þú lofar að gera mér ekkert mein, eða reyna að sækjast eftir jdifi mínu, meðan þú ert hér inni.” : Hún lofaði því. Rödd hennar var hálfdapurleg. Finlay opnaði því dyrnar og hún kom inn fyrir. IpÞetta! virtist vera lítil og veikbyggð kona, og hún var afskaplega þreytuleg. Þegar hún hafði nmiísað Finlay, settust þau niður sitt hvomm megin við eldinn. — Hvað gera þeir við okkur, Stál ofursti? Það getuin við ekki vitað, Consuelo. — Sennilega vilja þeir fá þig sem gisl, til að geta liaft hemil á honum föður þínum á stjórnmálasviðinu. — Svo Ameríkaninn gefst svona auðveld- lega upp, ég hélt hann mundi berjast til síðustu stundar. — Bindið þau og látið þau snúa bök- um saman. Látum heimsvaldasinnann skríða niður hæðina með konuna á bakinu. 12 17. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.