Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 2
—»«j«r*r: G^li J. Asxpórssor (éb? o« Benedlkt Gröndai.—A0sto0»rrltrtJ6n
SS«-.‘ífvln GuCmuiiússon - Fréttastjóri: Slgvaldl Hjálmarsson. - Símar
<«W09 i« <K)J - 14 903. Auglýslngasíml: 14 908 - Aösetur. AlþýOuhúslO
eran smif ja A!>íöublaös: ns, Hverflsgötu 8-10 - Asfcrlftargjald kr. 65.CV
aaanuO. 1 'avaafiöiii kr. 4 00 eint. Utgefandj* Aipýöufiokkuilnfi
Feitar kýr og magrar
UM LANGT ÁRABIL, áður en núverandi rík-
isstjórn kom til valda, lifði þjóðarbúið frá degi til
dags í fjár'hagslegu tilliti. Öllum tekjum var að
heita má eytt jafnóðum. Þjóðin fleytti sér yfir tíma
bil aflaleysis og erfiðleika með lántökum — eða
höftum og skömmtun.
Nú hefur ríkisstjórnin reynt að fara hyggilegri
leiðir. Viðreisnin hefur byggt upp gjaldeyrisvara-
sjóð, sem á að tryggja jöfn lífskjör, þótt sveiflur
verði á gjaldeyrisöflun. Velmegun síðastliðins árs
leiddi til mikils greiðsluafgangs hjá ríkissjóði, og
hefur stjórnin ákveðið að leggja 100 milljónir fyr-
ir samkvæmt 30 ára gömlum lögum.
Alþýðuflokksmenn fluttu frumvörp um Jöfn-
unarsjóð ríkisins á Alþingi 1930—32. Þeír Har-
aldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson, Sigur
jón Á. Ólafsson og Jón Baldvinsson voru forsvars
menn þess máls, og tilgangur þeirra var að verja
verkalýðinn fyrir atvinnuleysi. Þeir bentu á, að
í góðæri væri umframtekjum venjulega eytt strax,
enda þótt skortur á vinnuafli væri í landinu, eins
og var 1928—29. Töldu þeir hyggilegra að leggja
þá fyrir, til að framkvæmdir ríkisins þurfi ekki að
dragast saman, þótt tekjur minnki í verri árum.
Ef þetta hefði verið gert 1928, hefði iverið til gild-
ur sjóður í byrjun kreppunnar, eins og Haraldur
benti þá á. ,
„Tilgangur frumvarpsins er að koma því lagi
á“, sagði Haraldur Guðmundsson, ,,að það fé, sem
varið er til verklegra framkvæmda . . . verði mei'r
notað, þegar atvinnubrestur er, en aftur á móti
dregið úr opinberum framkvæmdum, þegar at-
vinnulíf er fjörugt og nægileg atvinna". Frum-
varp jafnaðarmanna um atvinnuleysistryggingar
fékk slæmar móttökur á þingi 1928, en þær komust
á aldarfjórðung síðar fyrir forgöngu Emils Jóns-
sonar. Frumvarpið um jöfnunarsjóð fékk betri við
tökur, og töldu menn úr öllum flokkum það sýna
„rétta hugsun‘‘. Var málið afgreitt sem lög 1932,
að vísu í nokkuð öðru formi en jafnaðarmenn
höfðu óskað.
Ásgeir Ásgeirsson sagði um þetta mál: „Þeg-
ar vel árar, er yfirleitt góður hugur í þingmönn-
um, og þá er ekkert sparað, en allt á að gera. Svo
þegar harðærin koma, þá hangir sultardropinn úr
hverju nefi, og þá þykist hver mestur, sem mest-
an naglaskap sýnir. Jöfnunarsjóðurinn ætti að geta
komið í veg fyrir þetta“.
Skynsamir einstaklingar leggja fyrir, þegar
f járhagur þeirra rýmkar. Það hlýtur einnig að vera
skynsamlegt fyrir þjóðarheildina.
ViS töiciiin upp ^NQRPÍBeITOe) sjénvarpstæki
tvisvar í viku.
1. Eru fyrir bæði kerfin það AME ÍIÍSKA og EVRÓPSKA.
2. Eru fyrir okkar straum 220 volt, 50 rið.
3. Eru mjög hljómgóð.
4. Myndalampinn er með sérstökum lit, sem hvílir augun.
5. Eru öll í vönduðum trékassa.
6. Afborgunarskilmálar.
7. Varahlutir fyrir hendi.
8. Gott sjónvarpsverkstæði.
9. Ábyrgð á endingu.
MUNIÐ, AÐ NORDMENDE ER FYRIR ÞÁ VANDLÁTU.
KLAPPARSTÍG 26
SÍMI: 19-800.
REYKJAVÍK.
HANNES A HORNINU
: |
■ýf Rykið veldur ofnæmissjúkdómum.
Bréf frá lækni um máliff.
+ Ummæli þýzks læknis.
+ Ofnæmissjúkdómar útbreiddari hér en annars staðar. I
LÆKNIR SENDIR MÉR eftirfar
andi bréf: „í dag skrifar þú um
rykbindingu veganna og er ég
sammála þér um það sem þú segir
um málið. Rykbindingin er mikið
nauðsynjamál og líkast tii auðveld
asta vegabótin hér á landi slæms
ofaníburðar og breytilegrar veðr
áttu. Þegar rykið minnkar verð-
ur akstur auðveidari og slysahætt
(an miklu minni. Það er ég alveg
sannfærður um, enda hefur ryk
ið á vegunum torveldað umferð-
ina.
EINU SINNI þegar skemmti-
ferðaskip kom hingað var ráðgert,
að hópur færi til Þingvalla. Þá
var þurrviðri og rok. Þegar komið
var upp í Mosfellssveit kröfðust
farþegarnir að snúið væri við til
Reykjavíkur. Þeir höfðu aldrei séð
annað eins, enda sást ekki á milli
bíla.
>
EN ÞETTA ÁTTI ekki að verða
aðalefni bréfs míns. Við læknarn
ir þekkjum það af eigin raun og
starfi okkar að hér eru alls konar
ofnæmisjúkdómar ákaflega út-
breiddir, og að líkindum mildu út
breiddari en í nokkru öðru landi.
Ég hef oft hugsað um þetta og
rætt um fyrirbrigðið við stéttar-
bræður mína, og mér hefur oft
dottið í hug hvort þessir sjúkdóm
a>- stöfuðu ekki af rykkafinu, sem
hér er þegar blástur er og þurrt
í veðri. Það er að minnsta kosti
alveg víst, að rykið skemmir slím
húð, og þegar svo er komið, er
voði vís.
EN SVO SKEÐI ÞAÐ nýlega
að ég hitti þýzkan doktor, sem hér
dvaldi í sumar og hann fór að
ræða við mig um ofnæmissjúk-
dóma hér á landi, sem hann taldi
að væru margfalt útbreiddari en
í hans heimalandi. Hann sagði með
al annars: „Um daginn fór ég vest
ur á Snæfellsrtess með vinum mín
um. Þegar við ókum þessa leið
þóttist ég allt í einu skilja undir-
rót hinn mjög útbreiddu ofnæm
issjúkdóma hér á landi.
lausan rykmökk mikinn hluta leið
arinnar, enda var umferð mikil og
ég fann á sjálfum mér hvernig
rykið smaug inn í vit mín og mér
varð þungt. Mér skildist, að það
væri undirrót sjúkdómanna, enda
hlaut skýringin að liggja Ijós fyr-
ir og stafa af einhverju alveg sér
slöku á íslandi svo er munurinn
mikill á útbreiðslu sjúkdómanna á
Islandi og annars staðar í Evrópu“.
ÉG SENDI ÞÉR þessi ummæli
doktorsins til þess að koma á fram
færi skýringu læknisins, sem við
íslenzkir læknar höfum í raun og
veru haft grun um þó að það hafi
að vísu ekki komið fram opinber-
lega fyrr en nú. Sjáum við því
hversu mikils virði það væri fyr-
ir þjóðina ef hægt yrði að stemma
stigu við rykmekkinum á þjóðveg.
um landsins".
Framhald á 12. síðu.
J2 25. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ
VEÐ ÓKUM gegnum viðstöðu-