Alþýðublaðið - 25.07.1963, Side 16
verkfræðin
byriaðir störf
FJORIR verkfræðingar sóttu um
stóður þær, sem Vegamálastjórn-
in auglýsti fyrir skömmu. Er um-
sóknarfrestur nú útrunninn, og
voru mennirnir allir ráðnir. Þetta
eru fjórir af þeim sex verkfræð-
ingum, sem störfuðu hjá Vega-
ínálastjórninni áður en til verk-
fatlsins kom.
Fá þeir laun greidd samkvæmt
Gerðardómi, en almennir verk-
fræðingar eru í 22. launaflokki,
og fá eftir því greiddar 13.690
’ krónur eftir 3ja ára starf. Verk-
fræðingafélagið hefur tekið þá
ákvörðun, að láta Félagsdóm
fjalla um réttmæti þessara ráðn-
ínga, en þeir telja þær verkfalls-
Trésmiðir
hafa samið
Á FUNDI í Trésmiðafélagi
Reykjavíkur á þriðjudags-
kvöldið voru samþykktir
nýir samningar. Gilda þess-
ir samningar frá og með 18.
júlí og falla úr gildi 15. ok-
tóber án uppsagnar.
Helztu atriði samninganna
eru þessi: Tímakaup sveina
var í dagvinnu 30.25 kr. verð
ur 34.18 kr.. Vélamanna-
kaup var á tímann í dag-
vinnu 32.50 kr., en verður
38.43 kr. Greiðsla fyrir hand
verkfæri var 1.45 kr. á tím-
ann, en verður 1.70 kr.
Reikningstala ákvæðis-
vinnutaxta var 27.84 kr. verð
ur í óendurskoðuðum þátt-
um 31.46 kr., en í endur-
skoðuðum þáttum hans tíma
kaup sveina, eða 34.18 kr.
brot og jafnframt brot á vinnu-
löggjöfinni.
Við höfðum í gær tal af Hinrik
Guðmundssyni, formanni Verk-
fræðingafélagsins, og spurðum
hann álits á þessum ráðningum.
Hann kvað þessar ráðningar brot
á vinnulöggjöfinni, þar sem
mennirnir fjórir hefðu sótt um og
ráðið sig í starf, sem þeir væru
raunverulega í verkfalli við.
„Við munum fá Félagsdóm til
að skera úr þessu. Við liöfum ekki
fengið okkur lögmann ennþá, en
þetta mun ugglaust ganga fljótt og
vel fyrir sig”, sagði Hinrik. Hann
gat þess, að tveir af mönnunum
sem áður hefðu unnið hjá þessari
stofnun, h,efðu ekki viljað ráða
sig aftur, en fjórir hefðu látið
ginna sig til þess. Þá taldi hann,
að með kjaradómnum hefði kaup-
ið lækkað hjá þessum mönnurn
frá því að þeir voru „lausamenn”.
Róm, 24. júlí (NTB)
Trotskysinnar á Ítalíu dreyfðu í
dag bæklingi, þar sem stefna Kín-
verja er varin. Þar segir, að deil-
ur foringjanna í Moskva og Pek-
ing muni ekki splundra einingu
verkalýðsins, heldur muni þær
verða til þess, að Krústjov og end-
urskoöunarsinnar hans muni falla
frá völdum og stjórnarbylting
verða í Sovétríkjunum og öðrum
ríkjum verkalýðsins.
MADRID 24.7 (NTB). Fimm þús
und námuverkamenn á Norður-
Spáni eru í verkfall’i. Verkamenn
irnir krefjast hækkunar á l'aun-
um.
í fyrra urðu mikil verkföll í
þessu sama héraði, Asturias, voru
þá um liríð 55.000 námuverka-
menn í verkfalli.
44. árg. — Fimmtudagur 25. júlí 1963 — 160. tbl.
Um 200 skip
á Seyöisf irði
Bremen
Það var kuldalegt um að lit-
asl í gær við höfnina, og
menn höfðu það á tilfinning
unni þegar þeir litu til Esju,
að haustið hfefði þegar geng-
ið í garð. Skemmtiferðaskip
ið Bremen kom á ytri-höfn-
ina í gærmorgun, og var það
fullskipað þýzkum farþeg-
um. Margir treystu sér ekki
í land vegna kuldans, og
kusu heldur að lialda sig í
hlýjunni um borð. Bremen
mun vera stærsta skemmti-
ferðaskip, sem hingað hefur
komið, en það er um 35 þús-
und tonn.
AFLEITT veður var fyrir Norð-
urlandi í gær og skipin í vari.
Veður fór skánandi fyrir Aust-
urlandi og byrjuðu skipin að tín-
ast út í gær. Vitað var um afla
15 skipa með samtals 4740 mál og
tunnur. Síid þessi fékkst á svæð-
inu frá Norðfirði að Digraness-
flaki. Veiðiveður var ekki gott þar
eystra.
Kunnugf var um afla þessara
skipa: Grótta 500, Sigurður Bjarna
son 900, Sæfari AK 500, Stein-
grímur trölli 500 og Helga Björg
600.
Seyðisfirði 24. júlí.
Dálítil síldveiði var hér í nótt
og komu nokkrir bátar hingaö í
morgun með slatta, flestir ineð
200 til 300 tunnur. Hæsti báturinn
var með 600 tunnur. Veðrið er
leiðinlegt og litur út fyrir bræ.u.
Um 200 skip hafa legið hér inr.i
á Seyðisfirði undanfarna daga og
hafa skipin verið íslenzk, norsk,
Framhald á 14. síðu.
FÆREYING
FINNST SA
ÁHUGALAUST
Washingtou, 24. júlí (NTB)
TILKYNNT var í Washington í
dag, að Danmörku hefði verið
veitt 25 milljón dollara lán til
bygginga orkustöðva.
ÞESSI mynd er af ílugstöðv
arbyggingunni nýju í Fær-
eyjum. Lengst til hægri er
sjálfur flugturninn, en þar
mun Flugfélagið fá aðstöðu
fyrst um sinn, eða þar til
aðalbyggingin verður tekin í
notkun, sem mun verða inn-
an skamms.
DANSKA blaðið Politiken
skýrði frá því á sunnudag, að
fyrsta reglulega farþegaflugið til
Færeyja hæfist þann dag er norska
einkaflugfélagið Björum Fly
flaug frá Osló til Sörvág. Félagið
notar tveggja hreyfla Queen Air-
flugvél, 6em tekur 6-7 farþega.
Frá Sörvág er flogiö um Bergen
til Osló, en þaðan eru tíða.r ferð
ir með SAS til Kaupmannjhafn-
ar.
Hið norska félag ætlar að
fljúga einu sinni í viku til og frá
Færeyjum. í þessu sambandi má
geta þess, að Flugfélag íslands
notar Dakotavélar, sem táka 28
Færeyingar vænta góðs af flug
samgöngunum og búizt er við að
bæði flugfélögin, sem nú hafa
byrjað áætlunarflug til eyjanna,
fái nóg að gera.
Færeysk blöð skrifa mikið um
flugsamgöngurnar við eyjarnar og
siimum þyki undarlegt, að SAS
skyldi ekki sýna áhuga á, að hefja
flug þangað. Dimmalætting skrif-
ar á laugardag, að SAS haíi ckki
sýnt neinn áhuga á, að leysa sam-
■gönguvandamái Færeyinga, þótt
þess hefði mátt vænta, að það
væri nærliggjandi verkefni fyrir
hið svokallaða þjóðlega norræria
flugfélag.