Alþýðublaðið - 01.08.1963, Page 9
BILAR OG UMFERÐ
ryggisbeltin þola
margra lesta þunga
frá vinstri: Pró.fessor Elías Mork, Thoralf Austin skrifstofustjóri skóg
►fessor J. Lág. Lengst til hægri á myndinni er Hákon Guðmundsson
íaöur Skógræktarféiags Reykjavíkur.
iframkvæmdir að
hefjast að ári
rækt á íslandi og athugað bæði
bezta og versta árangurinn og í'llt
þar á milli.
Skógræktarstjóri Hákon Bjarra-
son boðaði blaðamerin á sinn fund
á laugardaginn og gaf þeim þar
kost á að ræða við Norðmennina,
áður en þeir færu heim aftur, en
þeir fóru á sunnudaginn.
Þessir norsku skógræktarsér-
fræðingar voru allir á einu máli
um það, að mjög miklir skógra-kt-
armöguleikar væru hér á lahdi.
Þeir lögðu á það mikla áherzlu, a'5
skógræktin væri öflugasta vopn-
ið gegn uppblæstrinum og þess
vegna bæri að leggja alúð við
hana. Það væri ánægjulegt að sjá
hversu langt íslendingar væru
komnir í skógræktinni.
Þeir sögðu að skógrækt liefði
ekki eiginlega hafizt í Noregi fyrr
en um 1880 og fyrstu 50 áriri hefðu
| að verulegu leyti farið í tilrauna-
I starfsemi, þar sem mena hefðu ver
ið að þreifa sig áfram hvað bezt
hentaði. Hefði þá verið piantað
i milljónum trjáa, sem aldrei hefðu
1 orðið að skógi. Nú væri skógrækt-
in í Noregi á miklu öruggari grund
velli, byggð á fenginni reynslu.
Þá töluðu Norðmennirnir um
næringarskort í jarðvegi, sem oft
‘ ylli skógræktinni erfiðleikum.
! Hér á landi vantaði til dæmis viða
köfnunarefni í jarðveginn.
| Undirstöðuna fyrir góðum á-
rangri í skógræktinni, sögðu þeir
vera það, að finna út hvaða af-
brigði hverrar trjátegundar æt.ti
bezt við jarðveginn og loftslag'ð á
hverjum stað.
Að lokum létu Norðmennirnir
Framh. á 14. síðu
HÉR í þessum þætti hefur áður
verið nokkuð fjallað um öryggis-
belti í bíla, kosti þeirra, og nauð
syn þess, að notkun þeirra væri
sem víð'ast lögleidd og beltin not
uð að staðaldri.
Við höfum sagt frá því, að Volvo
væri einn af þeim bOum þar sem
þessi belti eru „standard“, kaup-
andi fær þau með bilnum, hvort
sem honum líkar betur eða verr.
Frændur vorir Norðmenn
hyggja nú á aukna notkun þessara
belta eins og eftirfarandi grein
ber með sér. Greinin er lauslega
endursögð úr norska Arbeider-
bladet:
Næstu daga munu sýslumenn og
lögreglustjórar um allt land fá
lista frá Vegamálastjórninni yfir
þær tegundir öryggisbelta, sem
viðurkenningu hafa hlotið. Hér er
nm að ræða bæði norsk og erlend
belti, sum tveggja punkta (aðeins
um mittið), önnur þriggja punkta.
Fjölmargar gerðir af beltum
voru prófaðar á vegum Vegamála-
stjórnarinnar í Noregi, en ekki
stóðust nærri öll prófið. Beltin eru
prófuð undir alsömu kringum-
stæðum og þegar slys verða og á
þau reynir. Meðal annars voru á-
rekstrar" settir á svið og brúður
notaðar í stað ökumanna.
Blaðamenn frá Arbeiderbladet
fengu að kynna sér árangurinn af
þessum prófunum. í ljos kom að
í sumum tilfellum reyndust lás-
arnir á beltunum ekki nógu sterk
byggðir, málmurinn lét undan, þeg
ar á reyndi. í öðrum tilvikum
brugðust saumar, og sumstaðar
slitnuðu sjálf beltin í sundur.
Dæmi voru þess að ný nálarstill-
ing á saumavélinni, sem beltin
voru saumuð í,. gerði það að verk
um, að saumspretta varð, þegar á
tak kom á beltið.
Beltin eru þannig úr garði gerð
að þau eiga að þola fleiri smálesta
þunga.
Vegamálastjórnin norska mun
halda áfram rannsóknum sínum á
þessum beltum og ekki viður
kenna neina gerð, sem ekki full-
komnlega stenzt allar þolraunir.
Gagni'ð af beltunum er mjög
undir því komið hvernig gengið
er frá þeim í bílnum. Þess hefur
þess vegna verið krafizt að fram
leiðendur láti fylgja með beltun-
um Ieiðbeiningar um uppsetningu
þeirra.
Það skiptir í þessu tilfelli höfuð
máli, að festingarnar við gólfið
og hliðarnar séu haldgóðar og gefi
ekki eftir. Það verður <að athuga
vel, að ekki sé ryð fyrir hendi,
sem veikt geti festinguna og yfir
leitt er bezt að nota gegnumgang
andi bolta. Sé ekki rétt gengið frá
beltunum koma þau ekki að gagni
ef slys verður, og geta þá verið
fremur til tjóns en hitt.
Norðmenn benda á að beltin
verði þannig, að neðra beltið :::::
komi fyrir neðan mjaðmagrind-
ina og efra beltið yfir brjótkass- :::::
ann. Gólffestingin má ekki vera of :{::{;
langt fyrir aftan sætið, því þá :::::
er hætta á a'ð beltið færist upp og :::::
geti, ef til áreksturs kemur, skað
að magann. Sömuleiðis er þá
að hætta á að maður geti
runnið fram og undir beltið. Belt-
ið sem kemur á ská yfir brjótið
má ekki vera of ofarlega, því þá
er hálsinn í hættu.
Það er sem sagt ýmislegt, sem
gæta verður í þessu sambandi, því
Framhald á 14. síðu.
ÞESSI mynd er úr Volkswag
en verksmiðjunum í Wolfsburg
í Vestur-Þýzkalandi. Ilúsin
koma hér tilbúin á færibandi
uppi undir lofti verksmiðjunn-
ar. Grindurnar koma síðan eft-
ir öðru bandi, og eru húsin svo
lækkuð niður og fest á grind-
urnar. Volkswagen hefur nú
verið framleiddur því sem næst
óbreyttur í 25 ár. Sala fyrirtæk
isins hefur sjaldan eða aldrei
verið meiri en nú. í maí mán-
uði einum voru til dæmis seld
ir tæplega 27 þúsund bílar í
Bandaríkjunum einum. í verk
smiðjum Volkswagen eru nú
STANGAVEIÐIKLÚBBUR
UNGLINGA STOFNAÐUR
í dag, fimmtudag, 1. ágúst
kl. 8 e. h. verður Stangveiðiklúbb-
ur unglinga stofnaður að Lindar-
götu 50.
Sýnd verður stangveiðikvik-
mynd, en tilgangur Æskulýðsráðs
Reykjavíkur með stofnu.i kiúbbs-
ins er að veita unglinguui fræðslu
um meðferö veiðistanga, hirðingu
þeirra og viðhald, en þá fræ'ðslu
og kastæfingar annast þaulvanur
veiðimaður.
Ennfremur að gefa unglingum
,kost á ódýrum veiðiferöum í ár og
vötn í nágrenninu.
Æskulýðsráð hefur heimiid til að
gefa út leyfi til veiða í Elliðavatn,
þeim sem eru meðlimir í veiði-
klúbb æskulýðsróðs.
Allir unglingar, 12 án og eldri,
eru velkomnir í klúbbin i og hvatt
ir til að mæta á stofnfundinum á
fimmtudaginn, en nánari upplýs-
ingar eru veittar daglega kl. 2-4 í
síma 15937.
(Frétt frá Æskuiýðsráði Rvíkur)
ALÞYÐUBLAÐIÐ — 1. ágúst 1963 $