Alþýðublaðið - 01.08.1963, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 01.08.1963, Qupperneq 14
2n ts mi MINNISBLflÐ •vr. FLUG Flugféí’ag Islands h.f. Skýfaxi fer til Glasgow og K- liafnar kl. 08.00 í dag. Væntan- leg aftur til Rvíkur kl. 22.40 í kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að íljúga íil Akur- eyrar (3 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Þórshafnar, ísa- fjarðar og Vmeyja (2 ferðir). Á rnorgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), ísa- fjarðar, Fagurhólsmýrar, Horna fjarðar, Húsavíkur, Egilsstaða og Vmeyja <2 ferðir.! Loftleiðir h.f. Þorf'.nnur karlsefni er væntan legur frá New York kl. C8.00. Fer til Luxemborgar kl. 09.30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá Helsingfors og Osló kl. 22.00 Fer til New York kl. 23.30. | SK8P Eimskipafélag íslands h.f. Bakkafoss íór frá .Raufarhöfn 28.7 til Manchester, Brombor ough, Belfast og Hull. Brúar- foss kom til Rvíkur 28.7 írá Hamborg. Dettifoss kom tii R- víkur 28.7 frá New York. Fjall- foss er í Hamborg. Goðafoss fór frá Dublin 24.7 til New York. Gullfoss fór frá LeiVn 30.7 til Khafnar. Lagarfo.ss fer frá Hamborg 2.8 til Kotka, Gautaborgar og Rvíkur. Mána- foss fer frá Akurcyri í kvöld 31. 7 til Húsavíkur og Sigluíjarðar Reykjafoss fer frá Rvík kl. 18. 00 í dag 31.7 til Siglufjarðar og Akureyrar og þaðan til Belfast. Selfoss fer frá Gdynia 31.7 til- Íiafnar og Ryíkur. Tröllafoss fer frá Hull 31.7 til Leith og Rvíkur. Tungufoss fór frá Eski firði 27.7 til London, Hamborg ab, Esbjerg, Nörresundby og Kaupmannahafnar. Skipaútgerð ríkisins. Hekla er i Rvík. Esja er á Aust fjörðum á norðurleið. Herjólf ur fer tvær ferðir milii Þor- lákshafnar og Vmeyja í dag. Þyrill er í Rvík. Skjaldbreið er á Húnaflóahöfnum. Herðu- breið fór frá Rvík í gærkvöldi vestur um land í hringferð. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór 27. þ.m. frá Siglufirði til Aabo, Hangö og Helsingfors. Arnarfell er i Settt um. Dísarfell fer væntanlega in. Jökulell lestar á Austfjörð- á morgun frá Gdynia til íslands Litlafell fór í gær frá Rvík til Siglufjarðar og Akureyrar. Helgafell :"er á morgun frá Tai anto til Trapani. HamrafeU er í Rvík. Stapafell fór í .» er frá Bromborough iil íslands. Her- luf Trolle fór 26. þ.m. frá Vent spils til Breiðafjarðar. Jöklar h.f. Drangajökull er væntanlegur til Haugesund í dag, t’er þaðan til Rvíkur. Langjökull er á le.'ð til Finnlands og Ventsprs. Vatnajökull er á leið til Lond- on og Rotterdam. Eimskipafélag Reykjavíkur li f. Katla er í Rvík. Askja er í Rvík Hafskip h.f. Laxá fór frá Haugesund 30. þ. m. til íslands. Rangá fór f/á Cork 30. þ.m. til Concarneau. Buccaneer fór frá Gdansk 29. þ.m. til Rvíkur. SÚFK Listasafn Einars Jónssonar cr opið daglega frá kl. 1.30-3.30. Landsbókasafnið Lestrarsalur er Dpinn alla virka daga kl. 10-12 13-19 og 20-22 nema laugardaga kl. 10-12 og 13-19. Útlán alla virka daga kl. 13-15. Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8-10 e.h. lausar- dagakL -1-7 e.h. Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugar- daga kl. 13-19. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1.30-4 Listasafn ríkisins er opið kl. 1.30-4 Ásgrímssafn, Bergstaðastræt i74 er opið alla daga í júli og á- gúst nema laugardaga frá kl. 1.30 til 4 Árbæjarsafnið opið á hverjum degi kl. 2-6 nema mánudaga, á sunnudögum frá kl. 2-7. Veiting ar í Dillonshúsi á sama tíma. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Lokað vegna sumarleyfa til 6. ágúst. Ameríska bókasafnið í Bænda- höllinni við Hagatorg. Opið alla virka daga nema laugardga frú kl. 10-12 og 1-6 Minjasafn Reykýavíkur Skúla- túni 2 er opið alla daga nema laugardaga kl. 14-16. Heiðmörk: Gróðursetning á veg um landnema í Heiðmörk er hafin fyrir nokkru og er unnið á hverju kvöldi. Þau féiög sem ekki hafa ennþá tilkynnt um gróðursetningardag sinn eru vinsamlegast beðin að áia Skógræktarfélag Reykjavíkur vita um hann hið fyrsta í síma 13013. Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvíkurkirkju fást á eftir- töldum stöðum: Hjá Vilhelmínu Baldvinsdóttur Njarðvíkurgötu 32 Innri Njarðvík, Guðmundi Finnbogasyni Hvoli Innri Njarð vík og Jóhanni Guðmundssyni Klapparstíg 16 Ytri-Njarðvík. I LÆKNAR Neyðarvaktin sími 11510 hvern virkan dag nema laugardaga. Slysavarðstofan 1 Heilsuvernd- arstöðinni er opin allan sólar- hringinn. — Næturlæknir U. 18.00—03.00. Sími 15030. I Minningarorð SIGURLAUG Hellissandi Þann 5. júní sl. andaðist á Hell issandi Sigurlaug Sýrusdóttir Hún var fædd á Öndverðarnesi, dóttir hjónanna Sýrusar Andrés- sonar og Guðrúnar Björnsdóttur er bjuggu þar. Hún var á heim- ili foreldra sinna til 16 ára ald- urs, en þá missti hún móður sína og mun hún hafa tregað mik- ið móðurmissinn, og að þurfa að skilja við föður sinn og systkini. Hún fiuttist þá inn í Svefneyj- ar og var þar fram um tvítugt, en þá fluttist hún til Hellissands. Hún giftist Elímundi Ögmunds syni 22 ára gömul. Þa,u reistu sér hús, sem þau nefndu Dvergastein og bjuggu þar allan sinn 'búskap. Þeim varð 11 barna auðið og ólu auk þess upp sonarson sinn. Þau urðu fyrir þeim sára harmi sð missa tvo drengi í sömu vikunni úr skarlatssótt, heimilis var haft í sóttkví vegna smitunarhættu og sjálf mátti Sigurlaug leggja Fjórði bver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. SÝRUSDÓITIR börnin til og sjálf las hún yfir þeim bænir og söng sálma. Af þessu má sjá hversu sterk hún var. Sigurlaug var mjög trúuð og raungóð. Það hefur mér verið sagt að hér áður.fyrr, þeg- ar mikil fátækt var hjá flestu fólki, þá safnaði hún lyngi á haustin og bjó til kransa úr lyngi og tilbúnum blómum og gaf fátæku fólki, sem misst hafði ástvini sína, og ekki munu mörg börn hafa komið að dyrum á Dvergasteini, sem ekki var stung ið bita að, þó að oft hafi sjálf- sagt verið af litlu að taka. Sigurlaugu var einkum tamt að líkna sjúkum og marga ferð ina heí'ur hún farið frá sínu stóra heimili til að hjálpa fólki sem bágstatt var á einhvern hátt Og það hefur móðir mín sagt mér að engin hafi hjálpað sér eins vel þegar erfiðleikar eða veik- indi sóttu hennar heimili og mun henni hafa verið ljúft nú á seinni árum að geta litið inn til Sigurlaugar og stytt henni stundir þegar hún sjálf var orð in hjálparþurfi. Sigurlaug var vel hagmælt og orti hún mikið af eftirmælum og öðrum ljóðuin. Einkum eru mér minnisstæð ljóð in sem hún orti um sonarsoninn, sem henni þótti svo vænt um, en hann var veikur og þurfti mikið á hjálp ömmu sinnar að halda, og sárt mun það hafa verið þeim hjónum, er þau urðu að láta drenginn á sjúkráhús en þau voru bæði orðin lasburða og gátu ekki liaft hann lengur hjá sér, hann létzt fyrir nokkrum árum. x Sigurlaug missti mann sinn fyrir 10 árum og einnig missci hún elztu dóttur sína fyrir nokkr um árum. Eftir að hún missti mann sinn, bjó hún áfram í Dvergasteini og bjuggu yngstu börnin hennar henni gott heimili, en í haust sem leið varð hún fyrir því slysi að beinbrotna og var hún þá flutt á Landspitaíann og þar var hún í nokkra manuði, Sigurlaug Sýrusdóttir en hugurinn var alltaf heima og þegar tók að vora kom hún heim og flutti þá á heimili Kr:stjáns- ínu dóttur sinnar hér á Heiiis- sandi og var þar þar til hún lézt. Sigurlaug var vinamörg og mun margur eiga bjartar minn- ingar frá kvöldum sem setin voru í Dvergasteini og hlýtt á sögur og gamlar minningar. En Sigur- laugu var lagið að segja skemmti- lega frá. Jarðarför Sigurlaugar var mjög fjölmenn og ■ sást þá bezt hversu vinsæl hún var, fólkið streymdi alls staðar frá til þess að fylgja þessari látnu heiðurs konu til grafar og sjaldan mun hafa verið fjölmennari jarðarför á Hellissandi en hennar. Ég votta ástvinum hennar mina dýpstu samúð. Blessuð eé minn- ing hennar H.M. FLUGVÉL frá Flugfélagi íslands fór 11.30 í morgun frá Egilsstöðum til Færeyja með 19 skipsbrots- menn af Blikur, sem sökk við Grænland sl. fimmtudag. Vétin átti að fara á mánudag en tafðist vegna óhagstæðs veðurs í Færeyj- um. Bílar og umferð Framh. úr opnu séu beltin ekki rétt notuð, geta þau reynzt verra en ekki neitt. Þögnin um öryggishbeltin af liálfu Bifreiðaeftirlits og hins op- inbera hér á íslandi, hefur enn ekki verið rofin, en vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða. Mógilsá Framh. úr opnu von í Ijós um að þeir ættu eftir að koma aftur til íslands og sjá þá meiri og fegurri skóga, því að það var samliljóða álit þeirra, að ís- lenzka skógræktin ætti bjarta og fagra framtíð fyrir sér. Fressa föfin meðan þér bíðift. Fatapressun A. Kúld Vesturgötu 23. 14 1. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ AUGLÝSING frá Sölumiöstöö hraðfrysti- húsanna til félagsaðila: „Vegna hins al'varlega söluútlits á kola, og þá sérstáklega á smáum kola undir 1 lb., sem er óseljanlegur frosinn, þá samþykkir al- mennur fundur frystihúsaeigenda, sem fram leiða kola, að hætta nú þegar að kaupa og frysta smærri kola en 1 lb. ( Þessi samþykkt gildir frá og með 1. ágúst 1963”. Reykjavík, 31. júlí 1963. Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.