Alþýðublaðið - 23.08.1963, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 23.08.1963, Qupperneq 4
SEXTUGUR í DAG: Ásbjörn Ólafsson Dr. Victor Urbancic SEXTUGUR er í dag Ásbjörn Ölafsson stórkaupmaður. Kunnur maður, ekki einasta hér í okkar fámenna þjóðfélagi, heldur vel kunnur víða erlendis, enda mað- urinn enginn meðal maður á neinu því sviði, er hann hefur -siglt lífsfleytu sinni um. Segja má með sanni, að hann sé heimsborgari, sem víða hefur lagt leið sína bæði austan hafs -og vestan. Hann gerir ekkert það, óem hann tekur sér fyrir hend- ur, smátt, heldur vex allt sem hann heldur um. Hann er „spek- úlant” mikill, slyngur forretnings maður, sem sér oft lengra fram í timann en „kollegarnir,” og hagar gerðum sínum samkvæmt því. Sl. ca. 25 ár hefur hann rekið umboðs- og heildverzlun, sem vaxið hefur ár frá ári og mun ef- laust gera undir hans stjórn fram vegis meðan líf og kraftar end- ast; Ásbjörn er einn sá merkilegasti maður, sem ég hefi kynnzt um -dagana, stórhuga, fullur af djörf- um hugmynaum, hjartagóður með afbrigðum, sem ekkert aumt má Æjá, nema þá að leggja því lið. ■ Tt’að sýna meðal annars ýmsar stórgjafir iyrr og síðar til mann- úðarmála hjá þjóðinni og seinast nú fyrir rumum mánuði, þegar hann gaf Va úr milijón til líknar- starfsemi. En mér er ekki grun- íaust um, að margar upphæðir renni í sama farveg, þótt ekki komi þær fregnir í pressunni, — onda er hann ekki gefinn fyrir að haldá slíku á lofti. Persónulega jpekki ég ýmis dæmi þess, sem mér varð kunnugt um af tilvilj- vin einni. Sjálfur liefur Ásbjörn sagt mér að þegar hann lætur slíkar gjaf- ir frá sér fara, komi launin aft- ur til baka í einhverri mynd, m. a. í áframlialdandi velgengni í starfinu. Ásbjörn er stórbrotinn maður, kunnur meðal landa sinna <eins og fyrr segir, en líklega engu síður viða erlendis. Sögð hefur verið mér sú saga, að þegar Eimskipafélag íslands h.f. vildi heiðra einn þekktasta núlifandi íslending með því að bjóða honum far með Gullfössi heim til íslands, og gestinum voru sýndar vistarverur þær á I. íarrými, er hpnum voru ætlaðar, -og í daglegu tali er nefnd forseta- íbúðin, en þegar forsetinn ferðast fcneö Gullfossi, býr hann ávallt Viar, liafi hinum fræga gesti hrotið af munni, að hann hlyti að vera hækkaður í mannfélagsstig- anum fyrst hann ætti að búa í vistarverum hans Ásbjarnar Ól- afssonar um borð í Gullfossi. En hann mun ávallt gista forsetaíbúð- ina milli landa á Gullfossferðum sinum. Gesturinn gleymdi tign hins æðsta manns íslenzku þjóðarinn- ar, en mundi í svipinn eftir öðr- vim íslending, sem einnig er víð- frægur mjög, en þær frægðarsög- aur verða ekki raktar hér. Þessi litla saga, sem getur verið sönn eða ósönn, sýnir, að Ásbjörn hefur nú þegar ofið um sig ævintýraskikkju, sem erfitt verður að sníða af honum. Ásbjörn er vinmargur, enda hafa margir notið gestrisni hans, hjálpsemi og greiðvikni. Hann er vel menntur í öllu því, er að hans starfi lítur, en vel lesinn í ýmsum bókmenntum, hefur yndi af góð- um skáldskap og ann þjóðlegum fræðum og hygg ég þar sé hans kærkomnasta lestrarefni. Ásbjörn er stórvirkur á öllum þeim sviðum, sem hann hefur haslað sér völl á, hvort sem er Asbjörn Olafsson í vina hópi, þar sem glösum er klingt og skál • drukkin, - eða í venjulegum störfum hversdags- lífsins. Þegar hann þarf að leysa erfið verkefni, vaxa honum erfiðleik- amir ekki í augum, þótt æmir séu, áfram heldur hann að settu marki og brýtur allar þær tálm- anir á bak aftur, sem erfitt myndi hverjum meðalmanni að gera. Eftir þeim kynnum, sem ég hefi haft af Ásbirni, hygg ég, að ef hann hefði verið bóndi úti á landsbyggðinni, myndi hann ekki hafa sætt sig við annað en eiga flestar ærnar eða kýmar, beztu gæðingana í sinni sveit, sem skip- stjóri á fiskiskipi, aflakóngur. — Sem sagt, að í hverju því starfi er hann hefði fyrir sig lagt, á- vallt viljað vera í fremstu víg- línu, því Ásbjörn er maður kapp- samur, sem setur markið hátt og þá oft hærra en margir sam- ferðamennimir. Það telur Ásbjörn gæfu sína, að hafa gott starfsfólk og traust í starfi, enda margt sama fólkið unnið við fyrirtæki hans áratug eða meira. Mestu gæfu Ásbjöms tel ég vera, að á annan áratug hefur hann haft að lífsförunaut konu, sem er honum afarsamhent og að mörgu leyti sérstæð hús- móðir, en það er frú Dágbjört Eyjólfsdóttir. Eg vil nota tækifærið og þakka afmælisbarninu margar góðar og yndislegar samverustundir, bæði hér heima og erlendis. Vil ég um leið bera fram þá ósk honum til handa, að hann megi halda áfram að vaxa í starfi sínu og bið heim- ili hans allrar blessunar um ó- komin ár. Óskar Jónsson. I TILEFNI þess, að dr. Victor Urbancic hefði orðið sextugur fyrr í þessum mánuði, hefði hann lifað, hefur Jón Leifs ritað eftir- farandi. grein um hann : Kæru landar! í tilefni af sextugs afmæli Victors Urbancic í dag hefi ég verið beðinn að segja hér nokkur orð honum til heiðurs og til minn- ingar um hann. Mér er það Ijúft. Við áttum ýmislegt sameiginlegt. Að vísu var ég erlendis mikinn hluta þess tíma, sem Victor Urbancic hafði mestum störfum að sinna hér á landi, en ég þekkti allar forsend- ur hans og lærði að meta hann mikils. I Vér íslendingar erum svo ein- kennilega sljóir fyrir þvi sem skeð ur í kringum oss. Vér vitum að vísu að tveir heimsófriðir hafa herjað heiminn, en vér fundum lítið til þeirra. Oss finnst ótrúlegt, að lista- menn hafi vegna venzla orðið fyrir ofsóknum og atvinnubanni. Vér trúum því sumir ekki enn, hve langt slíkar ofsóknir gátu náð. Vér gleymum því líka oft hví líkur sársauki hlýtur að fylgja því, að yfirgefa ættjörð sína og köllun í þágu hennar. ] Dr. Victor von Urbancic hafði þegar áunnið sér nokkurt nafn sem listamaður, þegar atburðir stjórnmálanna neyddu hann til að leita sér nýrra heimkynna með fjölskyldu sinni. Nær allir tón- listarmenn, sem ég hitti í Mið- Evrópu fyrir síðari styrjöldina, þekktu Victor Urbancic og spurðu Fyr sta í sBer !zSkn ffCi\ nemí asc< )pe“- icvil cmyr idin tekin FYRSTA íslenzka kvikmyndin í litum og „Cinemascope“ verður tekiu hér innan skamms. Verður þetta landkynningarmynd, sem ný- stofnað kvikmyndafyrirtæki, Geys ir annast töku á. Myndin verður kostuð af ýmsum íslenzkum aðil- um, og ætluð til sýninga erlendis. Kvikmyndin mun fjalla um land Og þjóð, en taka hennar hefst í næstu viku, líklega á Seyðisfirði. Kingað verður fenginn franskut kvikmyndatökumaður, en mynda- tökunni stjórnar Reynir Oddsson, sem að undanfömu hefur starf- að við frönsk kvikmyndaver. Þá verður og íslenzkur kvikmynda- tökumaður með í hópnum, Gisli Gestsson. Framkvæmdastjórj við tökuna verður Gestur Þorgríms- son. Er áætlað að taka myndarinnar standi yfir í tvo mánuði, en tek- ið verður á allt að 10 þúsund fet af 35 mm. filmu. Eins og fyrr seg- ir, verður líklega byrjað á Seyð- isfirði, og þá auðvitað á síldinni, er. síðar verður farið víðar um landið. Dr. Victor Urbancio mig um líðan hans á íslandi. Hann gerðist þá brautryðjandi í landi, sem var mjög skammt á veg kom- ið í tónlistinni. Hér var þá allt gert af vanefnum í tónlistarmál- um, en hann tók hér að sér hin vanþakklátustu störf oftast án viðurkenningar eða þakklætis. Hann þjónaði listinni af auðmýkt, fómfýsi og samvizkusemi, alltaf 'reiðubúinn að hjálpa og aðstoða i og reiðubúinn til að afsala sér heiðrinum í hendur öðmm. Mér er kunnugt um að hann vann sleitulaust daga og nætur, — gekk með almanakið í vasanum, þar sem skráð var fyrirfram vinna hverrar stundar. Hann var fjöl- menntaður maður, organleikari, píanisti, söngstjóri, hljómsveitar- stjóri, tónskáld og vísindamaður. Hann æfði söngfólk og söng- flokka, stjórnaði fyrstu óperusýn- ingum hér á landi og alls konar söngverkum. Eftirminnilegastur er mér flutningur hans á „Jó- hannesar passíunni” eftir Bach og ,,Davið konungur” eftir Honegg- er, — flutningur, sem var þess vel verður að endurtakast oftar en úr varð. Frágangur Urbancic á „Jóhannesar passíunni” með aðlögun sálma eftir Hallgrím Pétursson og íslenzkra biblíuorða mun verða til fyrirmyndar um langa framtíð. Þegar vér söknum Victor Urb- ancic og minnumst hans í dag, þá hugsum vér til ekkju hans og barna, sem hafa ekki síður en hann orðið hinir ágætustu íslend- ingar, og vér minnumst Victors Urbancic ekki eingöngu hans eig- in vegna, heldur vegna þess for- dæmis, er hann hefur sýnt oss, um að leggja oss alla fram til að styðja þróun og þroska íslenzks tónlistarlífs án tildurs og flokka- dráttar með fullri fómfýsi og auð- mýkt gagnvart liinni heilögu köil- un listarinnar. Reykjavík, 9. ágúst 1963. Jón Leifs. YFIRLÝSING Eftirfarandi yfirlýsing var blað- inu send fimmtudaginn 22. ágúst: Þar sem vissir aðilar hafa á- nægju af því að búa til sögur, vegna bifreiðaslyss, sem mjólkur- eftirlitsmaður ríkisins lenti í, þykir rétt að upplýsa það rétta í málinu: 1. Þann 15. júní sl. var keyrt á bifreið Mjólkureftirlits ríkisins R-6996, Chervolet-station, árgerð 1955, á Rangárvöllum, skammt frá Hellu. 2. Bifreið eftirlitsins eyðilagðist í árekstrinum. 3. Mjólkureftirlitsmaður ríkis- ins keyrði ekki bifreiðina, en sat í framsæti hennar. 4. Mjólkureftirlitsmaður ríkis- ins var um 3 vikur á sjúkrahúsi, vegna áverka scm hann hlaut í bifreiðaslysinu. Reykjavík 22. ágúst 1963 Mjólkureftirlit ríkisins SMURI BRAUÐ Snittur. *>pið frá kl. 9—23.30. SímS16012 Brauðstofan Vcsturgötu 25. VELJID VOLVO 4 23. ágúsf 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.