19. júní - 01.10.1919, Qupperneq 8

19. júní - 01.10.1919, Qupperneq 8
32 19. J Ú N í Smjörið er látið linast við hita, og sykurinn hrærður í, uns það verður hvítt. Eggið er hrært saman við ásamt krydd- inu og mjólkinni. Þá er hveitið hrært út í og að síðustu lyftiduftiö sem blandað er dálitlu af hveitinu. Úr deiginu, er bú- in til lengja, lögð saman eins og kringla, borið á hana hálft þeytt egg og sykri og möndlum stráð á. Bökuð i 20 mín. við mikinn hita. Hafrakeks. 500 gr. haframjöl, 210 gr. hveiti, 60 gr. kartöflumjöl, 60 gr. sykur, 125 gr. smjör, 125 gr. flot, líter mjólk, 1 teskeið salt, 1 teskeið natrón. Flatt þykt út, búnar til kringlóttar kökur, stungnar með prjóni og bakaðar í vel heitum ofni. Eplaskífur. P/2 líter áfir, 4 egg, J/a kg. hveiti, 2 teskeiðar natron, lítið eitt af sykri og salti. Áfirnar og eggin eru hrærð saman og út í það er svo hrært hveitinu, sem sykri, salti og natróni hefir verið blendað í. Deigið er látið standa 1 kl,- stund áður en það er bakað. Eftirbreytnisvert. Bæjarstjórn Kristjaníu hefir nýlega sam- þykt lög um almennan mæðrastj'rk, sem ná skal til ekkna og annara einstæðings- kvenna, er börn eiga, hvort heldur eru fráskildar eiginkonur, konur sem eigin- mennirnir hafa yfirgefið, ógiptar mæður, eða konur óvinnufærra manna. Bessi styrkur á að gera móðirinni kleyft að standa straum af börnunum, þó fyrirvinnu föðursins njóti ekki við. Skilyrði til styrksins eru þau að móð- irin hafi fyrir barni á sjá sem sé ekki orðið fullra 15 ára, ef sérstök önnur skilyrði eru fyrir hendi, má lengja styrk- veitingartímann til 17 ára. Til þess að hafa rétt til styrksins má móðirin og börnin ekki hafa hærri tekj- ur en: Móðir með 1 barn kr. 2000,00 — — 2 börn — 2400,00 Móðir með 3 börn kr. 2800,00 — — 4 — — 3000,00 Hæðsti styrkur getur orðið þessi: Móðir með 1 barn kr. 600,00 — — 2 börn — 980,00 — — 3 — — 1440,00 — — 4 — — 1800,00 Gifti konan sig missir hún styrkinn. Auk hans er mæðrum og börnum ætluð ókeypis læknishjálp, meðul og sjúkra- hússvist. Lögin öðlast gildi 1. jan. 1920 Hver getur nú annað en öfundað Krist- janiu, sem orðið hefir fyrst bæjarfélaga á Norðurlöndum að koma á jafn stórkost- legum umbótum og þessum. Hugsum oss hvílík umskifti verða við lög þessi. Ekk- ert barn þarf að alast upp við skort, engin móðir að standa ráðþrota yfir þvi hvar taka skuli brauð handa barni sínu — og ekkert fátækt heimili þarf lengur að borða beiska náðarbrauðið sem fá- tækrastjórnirnar oft og einatt rétta fátæk- um mæðrum með barnahóp, þar sem fyrirvinnuna vantar. Hvenær fáum vér sanngjörn lög um þetta efni? Ólöf á inöðnin. Skakt var sagt til um fæðingarár Olafar í síðasta blaði og er liún fædd ári fyr en þar er sagt. Hina mörgu vini Olafar getum vér glatt með því að á næstu fjárlögum er henni ákveð- in dálitill styrkur — opinber viðurkenn- ing fyrir skáldskap hennar. En vel hefði upphæðin mátt vera hærri. Bingmenn eru ekki vanir að skamta stórt þegar kvenþjóðin á í hlut. Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.