19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 2

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 2
66 i 9. JÚNl um til félagsskapar og skemtunar, eða gefið sig að hverju því, er hug- ur hennar stæði til. Fyrirkomulag þetta kann að virðast ágætt, ekki síst fyrir húsmóðurina. Samt er það ennþá furðu lítið hagnýtt. Strandar þar vist á vanafestu og því, að mörgum þykir sá matur beztur sem eldaður er á eigin hlóðum. Svo eru og mörg heimili sem staðhálla vegna alls ekki geta hagnýlt sér þetta. Til sveita og í smábæjum verður því alls ekki við komið. Þessvegna verða heimilisstörf líklega lengi enn hlut- skifti fjölmargra giptra kvenna. Og endurbætur á tilhögun þeirra, er spari tíma, erfiði og fé þýðingarmeira fyr- ir framtíðina, en að flytja þau með öllu burt af heimilunum. Vinnuvísindi eru ung fræðigrein. þau miða að því að finna upp og hagnýta hagkvæmar vinnuaðferðir og vinnutæki, er spari tíma og orku. Þau hafa nú þegar verið hagnýtt í verksmiðjum, skrifstofum, sölubúð- um og við ýnrsa útivinnu. Er þá ekki einnig hægt að hagnýla þau á heimilunum? Sú spurning er' tekiu til íhugunar og úrlausnar í fróðlegri og ýtarlegri bók eftir ameríkska konu, Mrs. Christine Frederick, sem sjálf liefir gjört tilraunir þær, er hún skýr- ir trá. Bók þessi er ágæt til fróðleiks um margt er verða má til að lélta störfum á húsmóðurinni, og veita henni, er oft ekki veit hvað hvíld- arstund er, reglubundna hvíldartíma. Verður nú í næstu blöðum »19 júní« sagt frá nýjungum þeim sem hér er um að ræða. »Fyrir nokkrum árum«, segir höf- undurinn, »var eg að brjóta heil- ann um sömu spurninguna og marg- ar aðrar ungar mæður. Hvernig á eg að vinna heimilisverkin mín, annast börnin mín, og samt að hafa tíma til að sinna mínum eigin þroska og þeim áhugamálum sem eg hefi ulan heimilisins? Eg hafði oft gengt heim- ilisstörfum, áður en eg giftist, eg hafði gaman af þeim, en nú fanst mér eg hafa alt of mikið að gjöra. Mér fundust störfin svo mörg, spor- in sem eg þurfli að ganga við þau altof mörg, og það voru óteljandi hlutir sem þurftu umsjónar minnar og eftirlits. Og þó eg reyndi að draga úr einhverju verki, t. d. ræstingunni, þá var eldamenskan, þvoltur og fata- viðgerð, sem tóku þann tíma er spar- aðist. Og svo varð lítill tími afgangs til að sinna börnunum. Eg vanrækti sjálfa mig, varð uppgeíin og bafði oft ekki hug á að hafa fataskifti áð- ur en maðurinn minn kom heim frá slarfi sínu. Eg var vanalega svo þreylt að eg gat ekki hlustað á það sem hann hafði frá að segja. Eg fór að óska þess að eg hefði aldrei gifst, en væri ennþá kenslukona; þar hafði eg haft rélt tök á vinnunni«. En nú vildi svo til að maður henn- ar komst í kynni við hina nýju hreifingu, — Scientific Management (vinnuvísindi), — og fór að vinna að útbreiðslu þeirra, og hann kom heim með glæsilegar lýsingar á um- bótunum, sem hann og samverkamenn hans voru að gera á vinnunni í verk- smiðjum, sölubúðum og víðar. Þá datt Mrs. Frederick í hug: Eiga þess- ar umbætur ekki erindi til heimilanna,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.