19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 6

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 6
70 19. J Ú N 1 drenglyndi á þessari jörð. Hver veit hve víðtæk áhrif fordsfemi þeirra kann að hafa? Framkoma þeirra hlýtur að vekja aðdáun hjá hverjum rétt- sýnum og óvilhöllum manni. Og vel er þess vert að minnast, að það er kona sem hér heldur um sljórnvölinn. Baráttan um verkafólkið. Öllum sem unna íslandi gæfu og gengis, er það áhyggjuefni, hve illa horfir nú til með sveita-búskapinn. Það sem stendur honum mest fyrir framhaldandi framförum, er skortur á verkafólki. Helstu vinnuveitendur þessa lands eru bændurnir í sveitun- um og útgerðarmennirnir í sjávar- þorpunum. Milli þeirra hefir staðið og stendur harátta um verkafólkið. Útgerðarmennirnir hafa boðið miklu hærra kaup, enda hafa bændur farið mjög halloka í viðureigninni. Fólkið streymir stöðugt úr sveitunum og hópar sig utan um útgerðarmennina. En misskilningur væri að halda það, að það sé einungis hærra kaup, sem liefir lagt fólkið upp í hendurnar á kaupstaðabúum. Það er líka annað sem hefir slutt að því, sem sé það, að fólkinu líkar betur að lifa og vinna í kaupstöðunum, en í sveitun- um. Af mörgum er það talin eigi líl- il landplága hve verkafólkið sækir nú til kaupstaðanna og að sjónum. Karlmenn og konur í síldina á sumr- in, ungar stúlkur til Reykjavíkur og annara kaupslaða á vetrum og karl- mennirnir til verstöðvanna á vertíð- inni. En er það nú alveg að áslæðulausu, að fólkið sækir svo mjög að sjónum? Eg lield ekki. Slörfin við sjóinn eru reglubundnari en í sveitunum. Frí- stundirnar miklu fleiri og hægt að nola þær til ýmiskonar skemtana. Um leið og kaupið er hærra, er fólk- inu auðveldara að veita sér meiri og betri fatnað og ýmislegt sem augað girnist. Húsakynni eru yfirleitt betri í kaupstöðunum og meira gjört til að láta fólkið hafa aukin lífsþægindi. Hreinlæti innanhúss yfirleilt meira, og þó ótrúlegt sé, engu lakara fæði og jafnvel betra að öllu samanlögðu í sumum kaupstöðum, en í sveitun- um yfirleitt. Þetta alt þurfa bændur að hafa hugfast. Um leið og þeir keppa við útgerðarmennina að bjóða hátt kaup, verða þeir líka að keppa að því að láta fólkinu líða vel. Um nálega allan hinn mentaða heim, er það takmark verkafólksins að stytta vinnutímann, fá meira kaup og njóta meiri lífsþæginda. Undir það verða flestir vinnuveitendur meira og minna að beygja sig. Fessi stefna er auðsjáanlega rikjandi meðal verka- fólks hér á landi, og þeir vinnuveit- endur, sem ekki vilja sinna hinum vaxandi kröfum, missa fólkið bráð- lega úr höndum sér. Eg veit það vel að í sveitunum er ekki hægt að veita fólki jafnmargar frístundir til skeinlana og í kaupstöð- unum, og að ýmsu leyti slanda bænd- ur ver að vígi til að gjöra fólkinu

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.