19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 4

19. júní - 01.03.1920, Blaðsíða 4
68 19. J Ú N 1 »Astra«, »að hér stóð göfug kona, með hlýtt hjarta að baki orðanna, kona, sem í sínu eigin lífl hafði náð þeim þroska, sem hún í insta eðli sínu er kölluð til, og sem sjálf var ímynd þeirra þriggja fögru mynda er hún leiddi fram fyrir áheyrendur sína: Guðsmóður með barnið, móð- urinnar gráthryggu — mater dolorosa — sem gengur þyrnibrautina með barni sínu, og móður miskunnseminn- ar, sem breiðir úl faðminn móti bág- stöddum börnum annara mæðra«. Þennan dag töluðu auk frú Söder- blom, frk. Axianne Thorstensson, for- maður Friðriku Bremer félagsins, um »konur utan heimilanna«, kennara- skólastjóri Marie Louise Gagner, um hlutverk kenslukvenna, málfærslu- maður Mathilde Staél v. Holstein, um launamál kvenna, og verksmiðjueftir- litsmaður Gerda Meyersson um sjálf- boðastarfsemi kvenna. Lagði áherzlu á að konur tæku meiri þált en áður í fálækrastörfum og barnaeftirliti. Næsta dag var umræðuefnið »kon- an og heimilið«. Hófst með því að að frú Ruth Guslafsson, mjög merk kona innan flokks jafnaðarkvenna, og ritstjóri blaðs þeirra, »Morgonbris«, talaði um »endurreisn heimilanna«. Og í þessu efni féllust hákirkjulegar skoðanir erkibiskupsfiúarinnar og gjörbreytingahugsjónir jafnaðarkon- unnar í faðma. Frú Gustafsson hélt því fram, að öll barálta jafnaðar- kvenna, hvort heldur væri um póli- tískan kosningarrétt eða annan, væri inst inni krafan um að konan fengi að vera kyr á heimili sínu. Endur- bætur á þjóðfélagsskipuninni í þessa átt væri það sem þær, verkakonur í Svíþjóð — með kjörseðilinn í hend- inni — vildu knýja fram. í þess- um umræðum tóku þátt konur af öll- um stéttum, greifafrúin og vinnukon- an komu þar hvor eftir aðra upp á ræðupallinn. Þær voru allar á eitt sáttar um að heimilin yrðu að end- urfæðast, engu síður en þjóðfélagið, heimilislífið verða einfaldara og rík- ara, í andlegri merkingu, og andinn að breytast í þjóðfélaginu þannig, að nautnasýki og peningadýrkun seinni ára hyrfi. Það þyrfti að létta hús- mæðrunum störfin, með hagkvæmari hýbýlum, vinnusparandi vélum og hagnýtingu rafmagns á heimilunum. Þessi dagur endaði svo með fjörugu samsæti, er gaf konum tækifæri til að kynnast. Þriðja daginn var umræðnefnið: »Konan og kirkjan«. Það sem þann dag vakti mesta athygli voru umræð- urnar um »konuna í þjónustu kirkj- unnar«, því þar var komið inn á mál, sem mjög hefir verið rætt í Svi- þjóð — og Danmörku — nú síðast- liðið ár. — Þar töluðu meðal ann- ara tveir guðfræðiskandítar, Magda Wollter og Maja Cronquist. Um kvöld- ið hélt erkibiskupinn Nalhanael Sö- derblom guðsþjónustu í Slorkyrkan og lagði út af frásögninni um Mörtu og Maríu. Það er ekki með öllu öfundarlaust að við lesum frásögnina um fund sem þennan. Vér spyrjum sjálfa oss hvenær sá dagur komi, að íslenzkar konur stefni til fundar með sér til að ráðgast um og fræðast hver af annarar reynslu. Opinber störf vor

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.