19. júní - 01.10.1920, Page 4
28
1 9. JÚNÍ
Konur í þjónustu kirkjunnar
Síðan konur fengu leyfi til að
stunda háskólanám, hafa ýmsar
þeirra lagt stund á guðfræði og tekið
í henni embættispróf. En sá hængur
hefir hvarvetna verið á að hinn ungi
kveu-kandidat, hversu vel sem hún
hefir leyst námið af hendi, á hvergi
kost á að starfa í þjónustu kirkj-
unnar. Henni er eigi leyft að taka
prestvígslu né gegna föstu prestem-
bætti. Sama máli var að vísu, í fyrst-
unni, að gegna um önnur embætti,
konur gátu eigi fengið aðgang að
þeim, þótt þær uppfyltu öll skilyrði,
en nú eru þær hömiur úr vegi á öll-
um sviðum nema þessu eina. Þar
er þeim enn þá varnað að starfa. Á
Englandi er nú vöknuð hreyfing í þá
átt að kveða niður þennan úrelta
kynferðis hleypidóm og tá eldri lög-
gjðf breytt þannig, að konur geti
orðið sálusorgarar í ríkiskirkjunni.
Eru það ekki konur einar sem bera
þá hreyfingu uppi, hana styðja og
kröftuglega ýmsir mest metnu menn
kirkjunnar.
í Englandi eru tveir kvennprestar
er getið hafa sér mikið álit. Önnur
er Edith Piston-Turbervill, sem er
af Lundúnabiskupi sett til að gegna
prédikarastarfi þar í borginni. Ung-
frú Turbervill, var á fundinum í
Kristjaníu, en eigi gafst þar kostur
á að heyra til hennar í kirkju, að-
eins á opinberum fundi fyrir æsku-
lýð. í kristilegum unglinga félagsskap
hefir hún inikið starfað, er varafor-
maður ensku deildar K. F. U. K.
Um 6 ára skeið starfaði hún fyrir
kristilegan unglingafélagsskap á Ind-
landi. Ungfrú Turbervill er það mikið
áhugamál að kouur fái að takast á
hendur prestþjónustu, »það er sann-
færing mín«, segir hún »að fagnaðar-
erindi Krist, þá fyrst verði öllum til
fullrar blessunar, er konur fá leyfi
til að boða það. 1 því eru fólgin
ýms sannindi, er konur skilja betur
en karlmenn«.
Auk þess er Turbervill rithöfundur
og hefir samið ýmsar bækur andlegs
efnis. Á fundi kvennréltindasambands-
ins í Gefn prédikaði hún í einni
kirkjunni þar. Og síðast liðinn vetur
var hún að undirlagi erkibiskups íra
kölluð til að flytja guðsþjónustu í
stærstu kirkju Dýflinnarborgar.
Sama sunnudag og Edith Turber-
villa prédikaði í Dyflinni flutti hinn
merki kvenpresturinn enski, ungfrú
Maude Royden kveðjuguðsþjónustu í
kirkju þeirri, er hún hafði þjónað nú
í þrjú síðastliðin ár. Er það ein
stærsta kirkja Lundúna, City-must-
erið, eign Nonconformista (fríkirkju-
manna). í öll þessi ár hefir Maude
Royden prédikað þar á hverjum
sunnudegi og safnað að sér meiri
mannfjölda en nokkur annar prestur
þar, í þetta sinn voru áheyrendurnir
full 3000, en fjöldi varð frá að hverfa.
En hví var hún þá að kveðja?
Ástæðan til þess var sú — og hún
sýnir glögglega vaxandi traust kirkj-
unnar á starfi kvenna í hennar þjón-
ustu — að Maude Royden var nú
kölluð til annars víðtækara verksviðs.
Ymsir af bestu mönnum ensku kirkj-
unnar eru nú að gera tilraun til að