19. júní - 01.10.1920, Page 5
1 9. JÚNÍ
29
ná til alls þess raikla fjölda, er eigi
sækir kirkju og hafa í því skyni
stofnað svo nefndar »Fellowship Ser-
vices« (bræðraguðsþjónustur), sem
fluttar eru í ráðhúsinu í Kensington.
Við þær á Maude Royden framvegis
að starfa. Með því að tryggja sér
starf hennar við þetta trúboð, þessa
tilraun til að varpa ljósi niður til
þeirra, er í svartasta myrkrinu búa,
hafa forgöngumennirnir sýnt hve þýð-
ingarmikið þeir álíta að kona sé í
verki með þeim. Ensk blöð eru vel
ánægð með þetta og eitt þeirra kemst
svo að orði að það sé eigi einungis
óhyggilegt, heldur og »rangt í aug-
um Guðs« að forsiná þá hjálp, er
konur geta veitt, nú, þegar svo mikil
þörf sé á aðstoð þeirra.
Ný hjúskapar- og barnalög.
þetta eru helztu nýmælin er lúta
að því að auka rétt barnanna, en að
vísu má einnig segja að þau nýmæli
er snerta rétt móðurinnar auki líka
rétt barnanna. Hagsmunir móður og
og barna fara oftast saman.
Samkv. 13. gr. fátækralaganna 10.
nóv. 1905, getur móðir óskilgetins
barns nú krafist þess að föðui- barns-
ins verði gert að skyldu að greiða að
minnsta kosti helming þess kostnað-
ar, er af barnsförunuin leiðir fyrir
hana. Að núgildandi lögum getur hún
aðeins krafist þess að barnsfaðir-
inn taki þátt i greiðslu sjálfs barns-
fararkostnaðarins. Þó hún verði ó-
vinnufær vegna meðgöngunnar getur
hún ekki krafist framfærslu af barns-
föður og ef hún sýkist fyrir fæðing-
una eða eftir, út af meðgöngunni eða
barnsförunum, þá á hún ekki rétt á
að barnsfaðirinn taki þátt í legu-
kostnaði hennar. Og barnsfararkostn-
aðinn fær hún ekki greiddan fyr en
eftir á. í þessu efni eru nýmæli í
frumvarpinu mjög hagstæð fyrir
barnsmóðurina. Skv. 29. gr. frum-
varpsins er barnsfaðirinn ekki aðeins
skyldur til að greiða að minsta kosti
helming barnsfararkostnaðar, heldur
og styrk tii framfærslu móðurinnar,
næstu 6 vikur fyrir og eftir barns-
burðinn. Ennfremur heitnilar 30. gr.
að skylda barnsföður tii enn frekari
styrkgreiðslu, ef konan sýkist út af
meðgöngunni eða barnsburðinum, til
framfærslu hennar og hjúkrunar, jafn-
vel alt að 6 mánaðartíma eftir barns-
burðinn. Og þessar styrkgreiðslur get-
ur konan krafið um fyrirfram. í sam-
bandi við það heimilar 6. gr. að barns-
faðernismál sé höfðuð áður enn barn-
ið er fætt, þegar 6 mánuðir eru liðn-
ir af meðgöngutímanum. Um styrk-
framlög þessi fer annars að mestu
sem um greiðslu barnsmeðlags. Barns-
móðirin getur látið valdsmann þar sem
hún dvelur ákveða þau. Þau eru
gjaldkræf, þegar er úrskurður heör
gengið um þau, og greiði barnsfaðir
þau ekki getur konan krafist greiðslu
á þeim frá dvalarsveit sinni hvoit
sem barnsfaðir er lífs eða liðinn. Um
meðlagsskyldur barnsföður með barn-
inu eru ítarleg ákvæði í frumvarpinu.
Eru þau frábrugðin núgildandi lög-