19. júní - 01.05.1921, Qupperneq 3

19. júní - 01.05.1921, Qupperneq 3
19. JÚNÍ 83 barnið kunni að missa i, ef það færi á mis við meðlag það, er föðurnum er gert að greiða með því. Hingað til hefir það meðlag eigi verið neinn stórkostlegur styrkur til uppeldis barninu. Úrskurðað meðlag með ó- skilgetnum börnum hefir alt til þessa verið afskaplega lágt, meðlagsskyld- um eigi gert að greiða það fyr en eftir á og þá oft kostað móðurina mikil umsvif að fá það útborgað, þvi fáar skuldir munu það vera, er sumir barnsfeður telja sér minna liggja á að greiða, en þær fáu krónur er þeim er gert að borga sem með- lag með óskilgetnu barni sínu. Nú breytist hagur óskilgelinna barna mjög mikið til batnaðar með hinum nýju lögum, og við þá breyt- ingu verður freistingin minni fyrir móðurina, að fara að fortölum barns- föðurs, eða laka við mútum af hon- um. Því líklega verður móðureðlið sjálfu sér samkvæmt þrátt fyrir þessi lög eða önnur, og móðirin ógifta, engu síður en hin gifta, lítur á hag barnsins fyrst. Lögin virðast því fara réttu leiðina, að gera óskilgetna barnið jafnborið til fylstu umsjónar föður sem móður, í þvi ákvæði felst hvöt fyrir móðurina til að lála rétt barnsins koma í fylsta mæli fram, og sú trygging sem fólgin er í frjálsri ábyrgðartilfinningu móðurinnar gagn- vart framtíð barnsins ætti sannarlega að vera barninu næg vernd. Þvi má gera ráð fyrir, að það þvingunar- ákvæði, er reynst hefir óþarft, meðan barnið átti lítinn styrk til föðursins að sækja, muni eigi reynast nauð- synlegra nú, þá er öllum óskilgetn- um börnum eru með lögum sköpuð jafn góð kjör til uppeldis sem skil- getnum. Og þess ber auk þess að gæta, að feðrunarskyldunni verður beitt í hverju því falli, er móðurin eigi getur staðið straum af barninu, eða ef vandamenn hennar geta það eigi eða vilja, eða barninu býðst eigi fóstur. Ávalt, þá er móðir óskilgetins barns verður að leita sveitarstyrks til framfærslu barninu, er það skylda sveitarstjórnar að komast fyrir um faðernið, svo hún geti átt aðgang að meðlagshluta föðursins hjá honum. Einnig geta ættingjar móðurinnar höfðað barnsfaðernismál. En yfir þeirri móður er sjálf vill og getur séð fyrir barni sínu, og sem óskar að láta faðerni þess liggja í þagnargildi, eiga engin lög að geta haft neitt þvingunarvald. Hér er það svið, sem algerlega hlýtur að vera lögum óviðkomandi, og ef hér ætti að beita hörðu refsiákvæði, væri það til þess eins að misþyrma á ómann- úðlegan og nútímamenningu allsendis ósæmilegan hátt tilfmningum móður- innar. Því atvikin sem til þess liggja að óskilgetið barn fær lífið geta verið margvísleg. Það sem farið hefir milli föður þess og móður, þannig vaxið að þau þoli ekki að neinn fjalli um það, nema þau ein. Hugir þeirra eru ef til vill alt aðrir, hvort til annars, um það leyti er barnið fæðist, en þá er það var getið. Og einkum getur reynsla móðurinnar verið orðin sú, að hún kjósi ekki að láta barnið bera nafn föðursins — kjósi heldur að eiga barnið ein, alla ábyrgðina á þvi og skyldurnar, en þá líka réttindin,

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.