19. júní - 01.05.1921, Blaðsíða 8

19. júní - 01.05.1921, Blaðsíða 8
88 19. JÚNÍ um) saman við Vs pott af mjólk og láta á grunna diska eða undirskálar. í miðja skálina er látinn brauðbiti, er stendur upp úr mjólkinni, svo flug- urnar geti sest á haiin og sleikt mjólk- ina. Pær strádrepast á skömmum tíma, Karbólsýra er góð til að útrýma flugum og til að varna ólykt úr sorp- ílátum. En fara verður varlega með hana, því hún er baneitruð. Gott að hella dálitlu við og við í sorpkassann. Svikin eða skemd matvæli. Til að komast fyrir hvort ýms algeng- ustu matvæli séu skemd eða blönduð eru einfaldar rannsóknar aðferðar. Skal hér getið nokkura þeirra: Mjólk. Hvort mjólk er vatnsblönduð má sjá með þvi að dýfa gildri málm-heklu- nál niður í mjólkina. Sé mjólkin eins og hún á að vera, myndast smám saman dropi á krók nálarinnar og hangir fastur þar, en sé mjólkin vatnsblönduð mun dropinn íljótlega drjúpa af oddinum eða als ekki myndast. Egg. Þau skal bera upp við birtu — glugga — í dimmu herbergi og séu þau ný sést greinilega loftbóla milli skurnsins og hvítunnar í breiðari enda eggsins. í alveg nýorpnum eggjum er loftbólan örlítil, en stækkar smátt og smátt. í gömlum eggj- um hverfur hún með öllu og blettir sjást í egginu þegar því haldið upp móti birt- unni. Smjöiiiki eða smjör. Smjörlíki er nú afar mikið notað til neyslu og sé það af góðri tegund er næringargildi þess því nær hið sama og smjörs. Bragðmunur er heldur eigi mikill á smjöri og bestu teg- undum smjörlíkis. En verðmunurinn er talsverður. Til að rannsaka hvort um smjör eða smjörlíki er að gjöra, er einfalt ráð að taka ofurlítinn bita og láta í matskeið, halda síðan skeiðinni yfir hægum hita — t. d. logandi lampa. Pegar það, scm í skeiðinni er, er runnið, á það að sjóða hægt og hljóðlaust með dálítilli froðu, ef smjör er, en sé það smjörlíki snarkar í því. Einnig má láta örlítið i flösku og setja liana ofan í svo heitt vatn að innihaldið bráðni. Par er henni haldið í V* tíma. Smjörið er þá tært á lit, en smjörlíki verður grnggugt og óskírt. liókó er stundum blandað með ein- hverskonar sterkju (stívelsi). Petta kemur í Ijós ef sjóðandi vatni er helt á kókóið. Sé sterkja í því verður það seigt og klessulegt og ilt að hræra það út. Niðarsuða. Ef dósirnar eins og belgjast út á við, er það merki þess að loft hefir komist í þær og orsakað rotnun og ólgu. Allur skemdur dósamatur er hættulegur. Barnadagurinn. Hann gekk að óskum og mun árangurinn vera rúm 4000 kr. Einkum þótti gaman að kvöldskemtun- inni og var hún endurtekin þrisvar sinn- um. Alt voru það börn og unglingar er þar skemtu. Var gaman að horfa á fim- leika litlu stúlknanna, barnadansinn og ekki síst litla sjónleikinn, sem var svo ljómandi fallega útbúinn á leiksviðinu. Sérstaklega var gaman að íslenzku viki- vökunum sem settir voru inn í leikinn. Lögin við þá voru: »Hér er kominn Holl'- inn« og »Leggur reyki beint upp bæji«. Hreinasta unun að sjá hve vel og snyrti- lega íitlu dansendurnir fóru með lilut- verkin. Ritstjóri: Inga L. Lárusdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.