19. júní - 01.05.1921, Blaðsíða 5

19. júní - 01.05.1921, Blaðsíða 5
19. JÚNl 85 kynoka sér við að nefna nöfn. Þetta þvingunarákvæði mun því eigi ná til þeirra, þeim mun aldrei sviða undan þeirri svipu. En hún yrði þeim mun sárari þeim, sem viðkvæmari eru, lil- finninganæmari eða samviskusamari en alment gerist þeim, sem vel vita hver er faðir barns þeirra, en sem hafa sínar gildu ástæður til að vilja halda þvi leyndu, eða finst að þar um varði engan. Varla þarf að óttast að þessar mæður verði margar, en sé þetta ákveðinn vilji þeirra eiga þær sannarlega að mega fara eftir honum. Samviskufrelsi einslaklingsins er þó löngu viðurkent og friðheilagt orðið. Hví þá svipta því burtu í þessu eina falli? Engin kona, sem athugar þetta viðkvæma mál öðruvísi en á yfirborð- inu, getur með góðri samvisku óskað þess, að systrum sínum verði hér sniðinn pyndingastakkur, með köldum og ómannúðlegum lagastaf, sem ó- mögulegt er að framfylgja án þess að beita andlegu ofbeldi. Það væri að færa okkur allar langt aftur í tím- ann og yrði í framkvæmdinni álíka mannúðlegt og opinberu skriftirnar eða rannsóknarrétturinn spanski. Happdrætti Landsspitalasjóðsins veröur haldið um pessa vinninga: Húsgögn úr tágum (borð bekk og 2 stóla.......verð kr. 300,00 Ferðakíki .... — — 225,00 Kafflstell (handa 12). — — 150,00 Peninga............— — 100,00 Blómsúlu .... — — 50,00 Alt eru petta eigulegir munir og verð- mætari en venja er til um happdrættis- vinninga. Tala seðlanna er 10,000. Lög um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. í næslsíðasta tölublaði »19. júnk var getið allrækilega meðferðar als- herjarnefndar efri deildar á lagafrum- varpinu um stofnun og slit hjúskap- ar og er það nú komið gegnum efri deild. Þeirrar einu breytingar, er gerð var á þvi við umræður í efri deild, var getið í siöasta blaði. Neðri deild hefir eigi komið fram með neinar breytingar við frumv. og má því skoða það sem samþykt og afgreitt frá þing- inu. Næst af hinum öðrum frumvörp- um sifjalöggjafarinnar hefir verið tek- ið frumvarpið um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Þessu frumvarpi, með öllum þess mikilsverðu nýmæl- um og breytingum þeim, á eldri lög- gjöf, er það hefir í för með sér, hef- ír verið lýst ýtarlega hér í blaðinu (sjá 3.—4. tölubl. þ. á.). Þarf eigi að endurtaka það hér. Alsherjarnefnd efri deildar hefir haft frumvarpið til íhugunar og hefir hún engar stórvægi- legar breytingar á því gert. Efnis- breytingin er vist aðeins ein. Samkv. frumvarpinu (38. gr.) gat stjórnarráð- ið heimilað móðurforeldri eða móð- ursystkini, er hafði á fóstri, þinglýst, óskilgetið barn, að halda þvi, þótt faðir barnsins gerði tilkall til þess. Nú er sú breyting gerð á greininni að hún veitir öllum fósturforeldrum, jafnt vandalausum sem skyldum, heimild til að halda fósturbarni á- fram, enda kalli þeir eigi eftir með- gjöf með því af hendi barnsföður.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.