19. júní - 01.05.1921, Blaðsíða 4
84
19. JÚNÍ
en að skipta þessu öllu með þeim
manni, er kann að hafa brugðist
trausti hennar og reynst henni ódreng-
ur, þá er henni máske lá mest á. Sú
móðir, er það kýs, að yfirveguðu ráði
og eftir baráttu, veit án efa hvað hún
gerir; að ætla sér að beita hana valdi
væri sannarlegt glæpaverk. Nei, hér
eiga lögin ekki að eiga neinn íhlut-
unarrétt, til þess er hér um alt of
viðkvæmt mál að ræða.
Mörg atvik önnur geta til þess legið
að sú móðir, er sjálf treystir sér til
að annast barnið kæri sig ekki um
að feðra það. Viti hún t. d. að fað-
irinn sé ráðinn í að þræta fyrir fað-
ernið, er henni sannarleg vorkun þó
hún hiki við að leggja út í málssókn
á hendur honum, einungis til að fá
gjaldskyldu hans til barnsins staðfesta.
Því annað mun barnið eigi vinna við
það. Varla er hægt að gera ráð fyrir
að sá faðir, er t. d. lætur konu sverja
upp á sig barn, er hann veit sig eiga,
muni nokkru sinni sýna því eða
móður þess neina umhyggju eða
ástúð. Og síst væri það spor í sjálf-
stæðisáttina fyrir konur, ef þær í
þessu falli mættu eigi ráða fyrir sjálfa
sig og barnið. Hins væri meiri þörf
að eitthvað yrði gjört til þess að
móðurhlutverkið væri í réttum heiðri
haft, jafnt ógiptu móðurinnar, sem
hinnar giptu.
Og barnið. Mundi því verða nokk-
ur þægð i að bera nafn þess manns,
er eigi sinti neitt um það, og sem
það ef til vill vissi það eitt um að
hefði reynst móður þess ver en skyldi.
Mundi það vilja vinna það fyrir þó
einhver efnalegur hagnaður kynni að
fylgja. Nei, sannarlega mun hvert
slíkt barn er svo kernst til vits og
ára að það geti litið af skynseroi á
allar ástæður, engu síður vera þakk-
látt þeirri móður, er sjálf hefir bar-
ist og strítt til að koma því til manns,
en hinni, er máski hefir varpað mest-
um hluta þess erfiðis upp á herðar
föðurs, sem annars lætur sér barnið
litlu skipta. þær mæður sem þetta
kunna að gera verða aldrei mjög
margar, það verða heldur ekki verstu
mæðurnar og án gildra ástæðna munu
þær sjaldnast gera það. En hitt er
auðvitað mál að hvert barn á heimt-
ing á að vita um faðerni sitt og
munu allar mæður telja sér skyldu
að skýra barninu frá því, þá er það
hefir náð nægum þroska. En það á
líka að mega vera einkamál móður
og barns, um það varðar engan
annan.
Eigi er heldur golt að átta sig á
hver hætta sé fólgin í því að móðir
sem eigi vill eða getur gert faðerni
barns síns lýðum kunnugt ali barnið
upp, og því síður er hægt að sjá að
neinn voði sé á ferðum þótt hún fái
að njóta almennra borgaralegra rétt-
inda. Eina ráðningin á því er sú: að
þær mæður er þannig breyti verði að
teljast svo siðlausar að eigi sé þeim
trúandi fyrir barninu. Að eigi muni
aðrar kveinka sér við að skýra frá
faðerninu en þær, er haft hafi kunn-
ingsskap við fleiri en einn karlmann
og sem þess vegna eigi geti nefnt
neinn ákveðinn barnsföður. Við þessu
er því að svara, að þær stúlkur sem
þannig hafa lifað munu sjaldnast
komast í vandræði með að feðra né