19. júní - 01.05.1921, Síða 6
8ö
1 9. JÚNÍ
Þess eru mörg dæmi að vandalausir
taki engu minna ástfóstri við fóstur-
barn en vandabundnir og barnið við
þá, getur það því oft orðið fóstur-
eldrum mikil eftirsjón að þurfa að
sleppa barninu og barninu mesta ó-
lán að vera rifið burt frá góðum fóst-
urforeldrum, Er því talsverð bót að
þessari breytingu.
Hér hefir áður verið minst á mis-
muninn, sem er á frumvarpi hr. hæsta-
réttardómara Lárusar H. Bjarnason-
ar og þeirri breytingu, er stjórnin
kom fram með viðvíkjandi erfðarétti
óskilgelinna barna. Breyting sú, er
stjórnin gerði á hinu upprunalega
frumvarpi, er til stórlýta; hún dregur
mjög úr þeim jöfnuði, er virðist vera
hinn rauði þráður frumvarpsins og
setur mikinn fjölda óskilgetinna barna
skör lægra en vera ber.
En samt er það ljóst að þessi ó-
heppilega breyting stjórnarinnar ætl-
ar að verða ofaná hjá þinginu.
Hér er verið að fremja augljóst
ranglæti. Lögin mæla svo fyrir að
þeim aðilja skuli dæmt að vinna eið-
inn, er ætla megi að hafi réttari mál-
stað og trúverðugri. Konan fær þess-
vegna því aðeins að sverja fyllingar-
eiðinn að allar líkur séu til þess að
hún fari með rétt mál. Og varla þarf
að ætla að karlmanni verði eiðfall
viti hann sig lausan allra saka. Svo
að jafnvel þó að eigi kunni að vera
með öllu óvéfengjanlegt að hann sé
faðirinn, eru þó, þegar þannig er á-
statt, svo sterkar líkur fyrir hendi að
sjálfsagt virðist að skoða þann, sem
lýstur er, barnsföður, í hverju því til-
felli, er hann eigi treystist til að synja
fyrir faðernið með eiði. Það er því
mjög illa farið að þingið skuli eigi
geta aðhylst þær tillögur, er fram komu
i hinu upprunalega frumvarpi.
En vonandi stendur þetta til bóta.
Og þegar konur fara að taka beinan
þátt í löggjöí vorri, ættu þær að láta
sér ant um að koma hér á algjöru
réttlæti.
Um fleiri breytingar er eiginlega ekki
að ræða. Þær taka aðeins til orða-
lags frumv. en hafa engin áhrif á efni
þess. Fyrsta grein, sem í frumv. er
svohljóðandi: »Þau börn eru óskilget-
in, er eigi teljast skilgetin«, inniheldur
nú ýtarlegri skilgreiningu á því, hver
börn skuli teljast óskilgetin, og er
það gert vegna þess að likindi eru til
að lögin um afstöðu foreldra lil skil-
getinna barna verði eigi afgreidd á
þessu þingi. Er skilgreiningin í sam-
ræmi við skilgreininguna á því. hver
börn séu skilgetin í hinu frumv.
Af orðabreytingum reka menn eink-
um augun í það að burt er kipt því
nýyrði frumvarpsins að kalla móður
óskilgetins barns óskilfengna móður.
Þetta orð var hvorki viðkunnanlegt
né vel viðeigandi og er því vel farið
að það nær eigi að komast inn í lög-
in og þaðan á almennings varir.
J’jársöfnim bamlalag'sius til berklahælis
á Norðurlandi mun nú vera orðin nálægt
2000 kr. Peir sem enn eiga eftir að styrkja
liana eru beðnir að koma með pann skerf,
er þeir vilja leggja, í brauðbúöina í Vall-
arstræti 4. Par er tekið á móti sam-
skotum.