19. júní - 01.05.1921, Side 7

19. júní - 01.05.1921, Side 7
19. JÚNÍ S7 Landsspítalasjóðsdagurinn. Nú fer að styttast til 19. júní. — Landsspítalasjóðsnefndin hér hefir þegar mikinn undirbúning undir dag- inn, svo að hann geti orðið að veru- legum tyllidegi. Enginn vafi er á að það muni takast, því landsspítala- sjóðsdagurinn er orðinn fastur í með- vitund bæjarbúa. Af skemtiatriðum þeim, er nefndin hefir hugsað sér, má nefna: skemtun á íþróttavelli og Austurvelli, kvöldskemtanir í ein- hverjum af samkomuhúsum bæjarins, hlutaveltu, bazar og lotterí, veitingar og ýmislegt fleira. Það verður því nóg að gera þann daginn, bæði fyrir þær er að þessu starfa og þá er það sækja. En það er vonandi að Reykja- víkurkonurnar verði ekki þær einu er annríkt eiga þann dag. Konur úti um land munu og víða minnast 19. júní og landsspítalasjóðsins. í ár ber daginn upp á sunnudag. þá er hæg- ast um alla mannfundi. Takmarkið í ár er að sjóðurinn verði 200 þúsund eftir daginn. Vinnum allar að því. Munið: sunnudag til sigurs. Útrýmið flugunumí Flugurnar eru einhver hin skað- legustu skorkvikindi. Þeim er ungað út í sorpi og rotnuðum úrgangi úr jurta- eða dýraríkinu. Flugur bera með sér sóttkveikjur, t. d. taugaveiki, berkla o. fl. Þær róta i og eta allskonar óþverra og haldast við í öskukössum, mykju- haugum og alstaðar þar sem óþrifn- aður er, er þær síðan bera á hendur manna og andlit, á varir sofandi barna, í mat og drykk. Sýklar geta haldist lifandi í melt- ingarfæri flugunnar svo dögum skifti. Flugurnar tímgvast mjög ótt, verpa oft á sumri. Látið ekki rusl safnast fyrir í krókum og kimum, látið engan úr- gang liggja og rotna nálægt húsum eða bæjum. Öskukassar og sorpílát ættu að vera með loki og hreinsuð vel innan í hvert sinn, sem þau eru tæmd. Fegar saíerni eru hreinsuð, ætti að hylja saurindin með mold eða mómylsnu. Mykjuhaugar eða opnar forir ættu ekki að vera of nærri íbúðarhúsum. Allan mat, einkum þó mjólk, ætti að geyma í lokuðum skápum, eða hafa lok yfir ílátunum eða breiða yfir þau gisna rýju. Á hverju herbergi þarf að vera hægt að opna að minsta kosti einn glugga; í búri og eldhúsi er gott að taka eina rúðuna úr, en setja vírnet f staðinn, það heldur flugunum úti. Smábörn og sjúklinga þarf að vernda fyrir ílugunum, þegar þau sofa, með því að breiða þunnan dúk yfir andlit þeirra. Drepið flugurnar alstaðar þar sem þið náið til þeirra og byrjið á því strax og þær koma, áður en þeim fjölgar um of. Til útrýmingar má nota flugna- pappír, fæst í lyfjabúðum. Annað gott ráð er að blanda tveimur mat- skeiðum af formalin (fæst í lyfjabúð-

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.