19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 2

19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 2
58 19. JÚNÍ Liandsspítalasjóðurinn 1922 Reikningur sjóðsins, sem birtur var í síðasta blaði, sýnir að nú nemur hann kr. 207,907,30. — Hefir sjóðurinn á liðnu ári vaxið um kr. 25,878,04. Er þetta langt um minni aukning en hvert binna næstliðnu þriggja ára 1919—21 og gerir þetta nýliðna ár lítið betur en að vera hálf- drættingur á við 1920, það ár óx sjóðurinn um rúm 50 þúsund. Fé það, er sjóðnum hefir áskotnast á árinu sem leið, er nálega alt úr einum stað — Reykjavík — eftirtekja landsspítalasjóðsdagsins. Aðrar gjafir eða samskot eru hverfandi lítil — og líti menn yfir þennan siðasta árs- reikning hlýtur sú spurning að vakna: Er áhuginn fyrir landsspítalanum og landsspítalasjóðnum að deyja út og hverfa. Pað liggur nærri að ætla að svo sé. Þau virðast liðin, þau árin, er vér, sem hérna í Reykjavík vorum að vinna fyrir daginn, vissum að víðsvegar annarsstaðar í sveitum og kaupstöðum höfðu konur samtök til þess að gera daginn hátíðlegan al- menningi og arðvænlegan sjóðnum. Eigum vér þá ekki framar eftir að finna þá örfun, sem í því felst, að vita að sama starfið er unnið í öll- um héruðum landsins — að stefnt er að sama markinu. Það hafa svo margir sagt að það hafi verið á heppilegri stundu, er konurnar íslensku tóku Landsspítala- málið að sér. Með því hafa þær á- unnið sér lof margra og traust. Menn hafa sagt og segja enn; mÞví máli er borgið, konurnar eru því fylgjandi«. Eiga nú þessar góðu vonir, sem á oss eru settar að verða tálvonir. Á þrautseigjuleysi vort við landsspítala- málið að verða öllum lýðum ljóst og sanna þann dóm, sem lagður er svo margsinnis á þjóð vora, að hana bresti stöðuglyndi og þolinmæði til þess að geta kept að seinunnu marki, og gefist upp, ef á móti blæs. Var þetta einungis framfarauppþot, sem ekki átti sér neinar rætur. Bóla, sem reis og hjaðnaði fljótlega. Sýnum nú að svo hafi ekki verið. Nú gengur 19. júní enn á ný í garð — hinn árlegi afmælisdagur lands- spítalasjóðsins. Gleymum nú ekki af- mælisbarninu, en förum sem fyrst að gera ráðstafanir til þess að taka myndarlega á móti deginum þeim, sem færði oss borgaraleg rjettindi og lyfti okkur þá um stund upp úr deyfðinni og dáðleysinu, svo að vér völdum oss þetta stóra verkefni. Látum ekki minningardaginn, 19. júní, falla niður. Vinnum þann dag kappsamlega að vexti þessa óska- barns vors. Gleymum ekki hvert tak- markið er. Höldum starfinu áfram uns því er lokið. Hjálpumst að, allar eftir megni að auka og efla landsspí- talasjóðinn. Maður, sem á sanna guðrækni i hjarta sínu, lýsir og vermir eins og sólin, jafn vel þótt hann þegi. Claudius.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.