19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 5

19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 5
19. JÚ N í 61 það er eins og þær hafi alveg sérstakt lag á að útbreiða hugmyndina, þar þarf engar útskýringar, engar fortöl- ur. Sá, sem eitt sinn hefir fengið þann samúðarvott, fer upp frá þvi að sýna hann öðrum. Minningagjafirnar voru árið sem leið rúmar 12 þús. krónur, mest úr Reykjavík, þar er aðstaðan best; en líka hafa nokkrar konur út um land haft á hendi afgreiðslu minningar- spjalda fyrir sjóðinn og leggja þau hér- öð sinn skerf í sjóðinn. En þetta þarf að verða almennara. Minningagjafir þurfa að komast á i hverjum hrepp, hverju kauptúni. Stjórn Landsspítalasjóðsins vill því vinsamlega biðja þær konur, sem taka viija á sig það ómak fyrir sjóðinn að veita minningagjöfum til hans móttóku að gefa sig fram. Væntir hún þess að sú málaleitun fái svo góða áheyrn, að þess verði ekki langt að bíða, að minningargjafir til Landsspit- alans verði þektar og almennar i hverjum hreppi og hverju kauptúni landsins. Sá siður er svo fagur og tilgangur hans er svo góður að þar ætti ekki þurfa að fara um fleiri orðum. Konur þær, sem takast vilja þetta á hendur, eru vinsamlega beðnar að að gera formanni sjóðstjórnar fröken Ingibjörgu H. Bjarnason aðvart hið fyrsta. Segðu ekki alt sem þú veizt, en reyndu að vita það sem þú segir. Claudius. Sögn frá Vermalandi. Eftir Selmu Lagerlöf. í hvert sinn, sem eg ætla að segja eitthvað frá Vermalandi, eða þeim sem þar búa, dettur mér í hug sögnin um konu, sem einn morgun fór út í hagann að leita að kúnum sín- um, til að mjólka þær. Hún gat ekki fundið kýrnar, þar sem þær voru vanar að vera, vanar að standa og bíða eftir henni, hún varð því að fara lengra inn í skóginn, að leita þeirra, en þar viltist hún. Hún hafði verið í vondu skapi, áður en hún fór að heiman, og ekki batnaði það við leitina. Og á meðan hún var að brjótast áfram, gegnum kjarr og mýrarsund til að leita kúnna, hugsaði hún um það, hve líf hennar hefði alla tíð verið fult erfiöleika og amsturs, og þannig mundi það verða til þess síðasta. Að vísu þótti henni vænt um manninn sinn, en samt gat hún ekki dulið sig þess, að hann var farinn að eldast og lýjast, alveg eins og hún. Henni þótti líka vænt um býlið þeirra, auðvitað, þar var hún fædd og uppalin, en hún gat ekki lokað augunum fyrir því, að húsa- kynnin voru lá og lítil, svo að ekki var hægt að bera þau saman við stórhýsin niðri í sveitinni. og upp til heiða lá býlið, og svo aískekt, að oft liðu vikur svo, að hún sá engan mann, nema heimilisfólkið. Og hjúin. Það var kanske ekki rétt af henni að bera þeim ótrúmensku á brýn — en löt og birðulaus voru þau, það vissi heilög hamingjan.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.