19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 4

19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 4
60 19. JÚNÍ ana afplána þá synd, er við þá loði, og vinna eitthvað ákveðið starf, í ein- hverja ákveðna átt. Tillögur hafa komið fram um að verja þeim til styrktar vísinda og lista, til eflingar bindindisstarfsemi, til húsa- bygginga, og eru þetta auðvitað alt góð málefni hvort í sínu lagi. Mætti þó finna fyrstu tillögunni það til foráttu, að hún mundi gera heilar stéttir manna beinlínis háðar vínverslun rik- isins og væri því hætt við að þeir beittu áhrifum sínum í ræðu og riti til þess að hún héldist við, og er það frá bannmanna sjónarmiði stórmikill agnúi. Að verja svo miklu fé, sem hér mun fást, benlínis til eflingar bind- indis starfsemi virðist óþarft og hæp- ið að hefði árangur, er svaraði út- gjöldunum. Heppilegast væri að verja fénu til húsabygginga — eða til hús- byggingar — og taka þá fyrir það húsið, sem mest er þörfin á Lands- spítalann. Það er sjálfsagt ekki gott að áætla hvað miklar tekjur verða af þessum atvinnurekstri ríkisins, það fer eftir þvf hve vel sölunni er hagað og hve sparlega er áhaldið með reksturs- kostnað. Aftur á móti er hægt að áætla tolltekjurnar svona nokkurn- veginn. Og hafi þær numið um V* miljón króna á einu ári á læknavín- um, má eflaust gera ráð fyrir að þær verði ekki minni af þeim spönsku. Það liggur í augum uppi að ekki mundi ríkissjóði veita af þessum skildingum, þó ekki væri til annars en grynna á skuldasúpunni. Væri þá ekki ráðlegt að taka, segjum helm- ing teknanna til þess, en verja svo hinu til Landsspítalans. Með þvi mætti árlega leggja til hliðar 2—300000 þús- und krónur til byggingarinnur og eftir 10—12 ár ættum við spítalann skuld- lausan. Á þessum árum hefðum við svo ef til vill fengið annan markað fyrir fiskinn okkar, eða bannstefnan í heiminum sveigt þrákelkni Spán- verja, og gætum losnað við þennan atvinnurekstur ríkisins, án þess að syrgja hann. En á meðan við urðum að halda honum uppi hefðum við látið hann vinna þetta stórvirki — að byggja landsspítalann. Minningagjafir til Liandsspítalans. Þær gjafir, sem hófust í smáum stíl vorið 1916 hafa aukist ár frá ári og nú er til sjóður, sem nemur rúmum 60 þúsum krónum. Minningagjöfun- um hefir verið haldið sem sérstakri eign, en ekki blandað saman við sjálf- an Landsspítalasjóðinn og er það ætlunin, að fé, sem þannig kemur inn, verði varið til styrktar þeim, sem hjálparþurfa eru og njóta spitalavíst- ar á Landsspítalanum. KPað er drjúgt sem drýpur« segir máltækið, þetta er hverju orði sannara um minninga- gjafasjóð Landsspítalans. Droparnir eru ekki stórir, en þar sem þeir falla stöðugt verða þeir heill lækur. Gjaf- irnar til minningagjafasjóðsins eru ekki háar, en þær eru margar, og safnast þegar saman kemur. Minn- ingagjafirnar mæla með sér sjálfar,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.