19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 3

19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 3
i 9 . J Ú N í 59 Melkorka, Húsfreyjunnar hnyklast brúnir, — Höskulds varð um kveðjur fátt — djúpar voru reiðirúnir ritaðar í andlitsdrátt. »Fregið hefi’ eg af ferðum þínum fleira en þig gruna má«, kvað hún, »hér, í húsum mínum, háðungar mér viltu fá«. Gekk í skálann sviphýr svanni, sumarfríð og barnung var. Enginn skýrra, í þeim ranni, aðalsmark í fasi bar. Hárið féll í bylgjum blökkum — bjarmi stóð af vangarós. Blikuðu undir brúnum dökkum björtust morgunstjörnuljós. Illu heilli — ambátt var hún, eins og vara keypt og sýnd. Drotningar þó bragðið bar hún, burt frá frændum rænd og týnd. Höskuldur, sem harðla mátti henni veita grið og ró, vinur sá, er einn hún átt, unnusti og böðull þó. Því varð ráð að þegja og líða, þola hverja æfiraun, þolinmóð að biðja og biða uns bæri’ henni lífið sigurlaun. Ei þótt sinti’ hún orðaræðum, inni í hjarta glóðin brann; undir þagnar köldum klæðum konungsblóð í æðum rann. Seinna öðrum seldi hún trygðir syninum til að afla fjár. Aldrei leit hún írabygðir, útlagi loks hvíldi nár. En — sveinninn, hann varð sómi sáttaboði vígsöld á. [landsins, Göfugmenska glæsimannsins geislar um minning Ólafs pá. Margrél Jónsdóttir. Hvernig’ hægt væri að bygg-ja Landsspítala. Framkvæmdirnar hjá okkur stranda flestar á sama slcerinu, það vantar handbært fé að leggja í þær. Tekj- urnar hrökkva aldrei svo langt að hægt sé að leggja fram stórar upp- hæðir, og hefir því til flestra stærri fyrirtækja verið farin sú leið, að taka lán. Það er því ekki að undra þótt menn reyni að skygnast um eftir handbæru fé, og að menn, ef þeir koma einhverstaðar auga á eitthvað af því tagi, vilji ná í það, hver til sinna sérstöku áhugamála. Nú hafa menn komið auga á eina slíka lind handbærs fjár. Það er arð- urinn af einkasölu rikisins á vínum. Og eru nú komnar fram á þingi ýms- ar uppástungur um hvernig verja skuli. Er svo að sjá í augum þeirra, sem fyrir utan standa, að þingmenn, sumir hverjir, skoði tekjur þessar sem nokkurskonar blóðpeninga, er engin blessun mundi fylgja, ef ruglað væri saman við aðrar tekjur ríkis- sjóðs. Ráðlegra sé að fara að dæmi höfuðprestanna forðum, láta pening-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.