19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 8

19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 8
64 19; J Ú N í Fréttir. íslenski fvjódbniiiugrariiiu iieióraðnr. í mörgum stærstu borgum Bandaríkjanna heflr tvö síðastliðin suruur verið sýndur leikur einn, er mikið orð fer af og sem Ameríkumenn hyggja að verða muni jafn- frægur þar í álfu, sem hinn alþekti pín- ingarsöguleikur, er sýndur er 10. hvert ár í bænum Obergammerau í Pýskalandi og fjöldi fólks streymir til úr öllum áttum. Leikur þessi heitir »Vegfarandinn« og sýnir, í stórum dráttum, sögu mannkyns- ins á þessari jörð. Leikendur skiftu þúsundum og allur hvað leikurinn vera mjög áhrifamikiil og og stórfenglegur. Er hann leikinn undir beru lofti. Siðasti þáttur leiksins sýnir það, er allar þjóðir heimsins koma fram, hver með sitt þjóðarmerki og í sinum þjóðbúningi og krjúpa á leiksviðinu frammi fyrir eldlegum krossi, sem brugðið er upp. Þegar leikurinn síðast liðið sumar var leikinn í borginni Seattle, vestur við Kyrrahafsströnd, voru fjórar íslenskar konur þátttakendur i leiknum. t borginni búa allmargir íslendingar og hafa þeir félag með sér, er gekk fyrir því að þetta yrði gert. Þegar komið var til forstöðu- nefndar leiksins til að tala um að ísland yrði með, kvaðst hún þegar vera búin að útvega sér íslenska þjóðbúninga, og sýndi nokkra Eskimóabúninga, er hún hafði fengið frá New-York, og þá upp- lýsingu með að þetta væru íslenskir þjóðbúningar. íslenskar konur í borginni tóku sig þá til og útveguðu fagra og vandaða búninga, skautbúning, kyrtil peysuföt og upphlut. Fanst forstöðu- nefnd þeir vera eitthvað annað en skræl- ingjabúningarnir. Póttu þeim íslensku búningarnir fegurstir allra þjóðbúning- anna er þarna átti að sýna og skipuðu islensku konunum í fremslu röð á leik- sviðinu, þar sem allir gætu sem best séð búningana, er vöktu almenna aðdáun áhorfendanna. Fröken Hólmfríðnr Xrnadóttir er nýkom- in heim hingað eftir 5 ára dvöl í Vestur- heimi. Fröken Hólmfríður dvaldi mest- ann þann tíma í New York og var kennari við skóla þar í borginni um leið og hún notaði tímann til náms. En auk þess starfs varði hún miklum tíma til að fræða Vesturheimsmenn um Island. Og eins og allir vita var hin myndarlega þátttaka fslendinga í sýningu þeirri hinni miklu, er haldin var í fyrra og allar þjóð- ir þær, er Bandarikin byggja tóku þátt í, aðallega verk frk. Hólmfríðar. Hún spar- aði þar hvorki tíma sinn né starfskrafta, og var allan þann tíma, er hún dvaldi vestra, óþreytandi i að gefa Vesturheims- mönnum rétta þekkingu á landi voru og þjóð. Meðal annars ritaði hún bók sem hún nefnir »When I was a girl in Iceland (Þegar eg var lítil stúlka á íslandi) og kom út i ritsafni, sem heflr inni að halda lýningar innborinna manna af ýmsum löndum. Bókin er ljómandi lipurt og skemtilega skrifuð, og fer ekki hjá því að þeir sem lesa haua, fái góðan þokka til lands vors. Frk. Hólmfriður er það áhugamál að Vesturheimsmenn kynnist landi voru og menningu, og betri útvörð menningu vorrar gátum vér eigi kosið þar en hana. Hún ferðaðist mikið um, kom á fund margra kvenfélaga og kynnt- ist störfum þeirra og kann frá mörgu að segja. „19. JÚNÍ“ kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangsins er 3 kr. innan- lands, í Vesturheimi 1 dollar og greið- ist helmingur þess fyrirfram, hitt við ára- mót. Uppsögn(skrifleg)bundin viðárganga- skifti, sé komin til útgefanda fyrir áramót. Bitstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutcnberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.