19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 6

19. júní - 01.02.1923, Blaðsíða 6
62 19. JÚ NÍ Og nú seinast í morgun hafði hún sagt við bóndann, að sér findist þau ættu að selja þetta kot, og kaupa sér jörð, sem betur væri í sveit kom- ið, þar mundi þeim áreiðanlega vegna betur. En hann hafði tekið mjög dræmt undir það, og það var nú einkum tómlæti hans í þessu, er gerði henni gramt í geði. Pví sann- arlega hafði hún á réttu að standa. Beitin var rýr, kýrnar smávaxnar og gerðu litið gagn. Túnið var harðbala- legt, mýrarnar fúnar og skógurinn, helsta beitilandið, þéttur og flókinn, svo að hún var altaf hrædd um að villast í honum. Um leið og hún hugsaði þetta, varð henni litið upp, og hún var ekki í vafa um, að þetta, sem hún alla tíð hafði óttast, hefði nú komið fyrir Hún hafði gengið þarna í sínum döpru hugsunum, og gleymt að gefa gætur að vörðum eða götuslóðum, og nú vissi hún ekki hvar hún var stödd. Andspænis henni stóð stórt grenitré; henni fanst hún þekkja það, en það átti að vera mikið lengra inni í skóginum. Það var óhugsandi, ;ð hún væri komin alla leið þangað. Hún fór að hlusta, hvort hún heyrði ekki í bjöllunni, sem ein kýrin hafði á hornunum, eða þá hóað, en ekkert hljóð heyrðist, nema kvak smáfuglanna. Hún settist niður á stein, hélt hönd- unum fyrir augun, en það kom að engu gagni. Hjartað sló ótt og títt, og hugurinn varð tryltur af ótta. Hún hafði heyrt svo margt sagt frá villum í þessum skógi. Menn höfðu ráfað þar dögum og vikum saman, og jafn- vel orðið þar til. Konan hafði eigi eyrð á að sitja kyr nógu lengi, til að verða róleg og geta athugað málið; hún stóð upp og gekk beint inn í skóginn, til þess að reyna að finna rétta leið. Hún hugsaði ekkert um kýrnar. Nú reið henni að eins á að komast heim aftur. Hún gekk nú lengi, svo að hún vissi ekkert hvert hún fór, þar til fór að birta kringum hana. Hún var komin út úr skóginum, og andspænis sér sá hún stóran og fallegan bónda- bæ. Við þá sjón staðnæmdist hún, og varð nú óttaslegnari en áður, því hún vissi vel, að það var enginn bær þarna á þessum slóðum, annar en bærinn hennar sjálfrar. Þetta hlutu því að vera otsjónir, er stöfuðu af villunni, er hún var komin i. Það var skógarvætturinn, er gerði henni þessar missýningar. Hún reyndi að horfa ekki á þenn- an huldufólksbæ, eða hvað það nú var; en augun drógust þangað samt, því aldrei hafði hún séð fallegra býli. Bæjarhúsin voru að vísu fornleg, en sterk og reisuleg, og útihúsin voru svo mörg, að það var auðséð að sá, sem hér bjó, hafði allmikið um sig. Samt átti hún bágt með að átta sig á því, hvernig húsbóndinn mundi geta komið fyrir allri uppskerunni, sem hann fengi í sumar. Túnið var nýslegið og sæti við sæti um það alt. Kornakurinn var ósleginn enn. Vind- blærinn leið yfir öxin, er voru svo þung, að konunni fanst óskiljanlegt að þau gætu haldið sér uppréttum. »Petta er hreint ekki svo ólíkt öllu

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.