Alþýðublaðið - 21.09.1963, Page 2

Alþýðublaðið - 21.09.1963, Page 2
% fcitstjórar; Gísli J. Astþðrsson (áb) og Benedikt Gröndal,— ASstoOarrltstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaidi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími; 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhusið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kr. 80.00 ú mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. LÍTIL TRÚ Á • EIGIN ÞJÓÐ! LÍTIÐ ATVIK á síldarplani á Seyðisfirði hef- ur á skýran hátt varpað ljósi á hið takmarkalausa Rússadekur Þjóðviljans. Þar eystra var rússnesk" <U,r embættismaður að meta saltsíld, og kom upp dfeila milli hans og íslenzka matsins. Alþýðublað- ið'sagði frá þessu, enda voru mikil verðmæti í ihúfi, ef Rússar neituðu að taka síldina, og slíkt mál alvarlegt fyrir íslendinga. Út af þessu rauk Þjóðviljinn upp og réðist á Alþýðublaðið. Tók kommúnisíablaðið þegar mál- stað Rússa gegn íslendingum, og hélt síðan áfram •með eftirfarandi klausu: „Það þykir engin nýlunda, samkvæmt reynslu undanfarinna sumra í síldarstöðunum fyrir norðan og austan, að russneskir matsmenn þykja dóm- strangir um gæði síldarinnar og þykja heldur ó- •vinsælir hjá sfldarsaltendum, SEM ÞYKJA RÚSS ARNÍR SVIFASEINIR TIL ÞESS AÐ DANSA Á LÍNU VESTRÆNNA BRASKARA. ER ÞAR ÁTT VIÐ MÚTUÞÆGNI OG HVERS KONAR ÓHEIÐARLEIKA í MILLILIÐASTARFSEMI.” (Leturhr. Alþbl.). Þannig eru Rússar í augum Þjóðviljamanna ,ydómstrangir“ menn, en íslendingar eru „vestræn ir braskarar“, sem stunda mútur og hverskonar „óheiðarleika í milliliðastarfsemi“. Þessi ummæli Þjóðviljans sýna, hvernig kommúnisminn hefur brotið niður hjá ritstjórum blaðsins alla virðingu fyrir srnni eigin þjóð og tal- | ið þeirn trú um, að hún sé gerspillt og óheiðarleg. Hins vegar eru Rússar í huga þessara manna hreinir og göfugir og hljóta ávallt að hafa rétt fyrir sér. Heilbrigð dómgreind kemst ekki að hjá komm únistum. Þeir hafa í hennar stað rígbundnar kenn- ingar og dæma allt eftir því, rétt eins og þeir dæmdu Rússann sáklausan og íslendinga seka á Seyðisfirði. Má af þessu marka, hvert viðhorf þjóð íviljamanna er til landsmála og heimsmála og hvort þjóðin getur treyst þeim til nokkurs. i Siðferði er varla fullkomið á íslandi, þótt það sé víða verra en hér. Sama má segja um Rússa, og hafa vonir kommúnista um nýtt siðferði þar í landi brostið gersamlega, þrátt fyrir 45 ára komm tí^þitískt uppeldi. Kommúnistar, sem hugsa eins og skriffinnur Þjóðviljans í síldarmálinu, eru í álögum. Þeir eru eRki sjálfstæðir menn, hafa glatað sjálfstæðri hugs nn. HANNESA HORN BORGARYFIRVÖLDIN munu hafa ákveðið að hætt skuli búskap á fjórum jörðum milli Suðurlands brautar og Laugarásvegar. í sam bandi við þetta vií ég skjóta því inn í, að menn staðsetja þessi býli í Laugardal, en samkvæmt því, sem mér er bezt kunnugt og fróðir menn hafa sagt mér, er ör nefnið Laugardalur alls ekki til í Reykjavík nema nafnið sem Ei ríkur Hjartþ\»;on rrafvirkjame:st ari gaf húsi sínu i þessum fallega dal. ÞAÐ ER MIKIL breyting í borg inni samfara því er búskapurinn á þessum býlum verður lagður niður. Þau eru Reykjaborg, Múli Laugabrekka og Laugaból. Þessi býli voru eins • og óasar í órækt inni fyrr á tíð og settu svip á um hverfi borgarinnar í austri. Hins vegar er hér um eðlilega þróun að ræða, og þó að maður sakni þessa svipdráttar í ásjónu borgar innar, þá er ekkj neinn um að saka. Borgin breiðist út af mikl- um hraða. Steinhallir rísa hver af annarri — og fólkið fær skjól — þó að varla sjái högg á vatni. •EINN AF BÆNDUNUM kvartar undan því í blaði í fyrradag, að hann liafi engar fregnir haft af ákvörðun borgaryfirvaidanna um það, að hann skyldi hætta atvinnu rekstri sínum, sem hann hefur stundað áratugum saman, en faðir hans byggði bæinn aðrar en þær, sem hann las í blöðum. Ég vil segja það, að þetta er ófyrirgefan- leg framkoma af borgaryfirvöld- unum. Slík fyrirlitning á einstakl ingnum má ekki eiga sér stað, enda mun hér fyrst og fremst vera um að kenna hirðuleysi og trassa skap eins eða tveggja embættis- manna. • ÖLLUM HLÝTUR að vera ljóst, að það er ekki sársáukalaust fyrir menn sém hafa fæðst og alizt upp lifað siriu lífi og haft1 sitt lifi- brauð á einumi og sama staðnum, að verða að hverfa á brott skyndi- lega. 'Og þó að það sé óhjákvæmi legt og að nauðsyn brjóti lög, þá er það siðléysi hið mesta af hendi þeirra sem tekið hafa ákvörðun- -fc Fjórir bændur verða að hætta búskap í Reykjavík. ir Nærgætninni og kurteisinni ekki fyrir að fara hjá yfír-1 ] völdunum. Hvenær fer fram hreinsun lóða í Reykjavík? + Enn minnzt á ruslakistu Reykjavíkur. 3 ** S riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniiiiii>ii*>"i»i*i»>i*i*»*i>iiM»*>i»*iiHiiiiHiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifuiii«iiimniiiiiimiiiiiií ina, að ræða málin ekki fyrst við hlutaðeigendur. — En þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem maður verður var við þetta. í SAMBANDI VIÐ þetta er rétt að birta bréf sem mér barst fyrir nokkru, en á þetta mál hef ég minnzt oft áður. Bréfið er frá K.J.: „Hvenær ætla borgaryfir- völdin að gera gangskör að því að menn hverfi á brott með aflóga skúraræskni, sem eru víða í borg- standið sé verst í hjarta borgar- innar, þá er það víðar slæmt. ALLS STAÐAR REKST maður á eldgamla skúra, fuila af bann- settu rusli sem varla hanga uppi, en valda sóðaskap og jafnvel plág um, því að í þessum skúrum og við þá er hrein gróðrarstía fyrir rotturnar. Ég skora á borgaryfir völdin að fela nú heilbrigðiseftir- ! litinu að skoða borgina, ekki að eins framhlið hennar heldur einn inni? Alræmdast er Grjótaþorpið \ ig bakhliðina, og gefa síðan út sem þú kallaðir einu sinni „Rusla | úrskurð um það, að skúrarnir kistu Reykjavíkur“. En þó að á- verði rifnir og draslið fjarlægt.1 Kjötið skoðab í öllum frystihúsum í ár verður kjöt skoðað af mönnum frá heilbrigðiseftirlit inu í hverju cinasta sláturhúsi i'andsins og i frystihúsum þeirra er leyfi hafa til slátrunar. Meðal anuars munu át'tó læknatiemar verða sendir til þessara starfa út um land, en þeir hafa verið ú námskeiði hjá Páii Agnari Páls syni, yfirdýralækni, sem er yfir maður heiibrigðiseftirlitsins. Læknanemarnir fara til Stykk- ishólms, Patreksfjarðar, Norð fjarðar, Óspakseyrar Við Bitru- fjörð, Borgarfjarðar eystra, Breið dalsvíkur og Fagurhólsmýrar Þeir dvelja á þéssum stöðum í tvær til þrjár vikur. í Stykkishólmi og á Patreksfirði verða þeir héraðs- læknunum til aðstoðar. Á hinum stöðunum munu þeir vinna’ sjálf stætt. Undanf;\rin 20-3Ú ár hafa læknanemar aðstoðað við að stimpla kjöt, sem hefur verið skoð að af heilbrigðiseftirlitinu. Þeir hafa þó aldrei verið eins margir og í sumar, og aldrei fyrr hefur þörfinni verið fullnægt á hverj um stað. Kjöt það, sem sent hefur verið til Reykjavíkur. og ekki verið skoðað í sláturhúsum, hefur alltaf verið rannsakað hér. Hefur höfuð borgin því að undanförnu ávallt háft stimplað kjöt á boðstólum þó á því hafi verið skortur víða um svéitir landsins. ryðvöm; 2 21. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.