Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 2
Kitstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fróttastjöri: Árni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — X lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Öryggi smábátanna HÉR Á LANDI eru um 1500 trillur. Sennilega stundar þriðjungur þessa smábátaflota fiskveiðar og fcemst í löndunarskýrslur, en margar þar að auki afla fanga fyrir einstök heimili eða byggða- .Lög. Er þetta einhver hagkvæmasti atvinnuvegur þjóðarinnar, þar sem fjárfesting er tiltölulega lítil miðað við afköst. Öryggi sjómanna á trillum hefur verið áhyggju efni ýmsum þeim, sem fylgjast með lifinu við sjó- inn. Góðviðrisdaga eru hundruð manna á sjó á þessum litlu fleytum, en öryggisútbúnaður þeirra er oft lítill. Sérstaklega er bagalegt, að þessir bát' ar hafa ekki getað haft sendiistöðvar, aðallega vegna íkostnaðar. Sama vandamál hefur blasað við varðandi björgunarbáta og nú síðast gúmbáta. Hefur oft reynzt vandkvæðum bundið að finna menn, sem fojargazt hafa í gúmbáta, er skip fórust. Vandinn hefur verið sá, að ekki hafa verið fram leidd viðunandi senditæki nógu lítil og ódýr. Nú hefur rætzt úr þessu máli, enda var vitað efir öðr- um framförum í radíótækni, að hægt væri að búa til hentug senditæki fyrir minnstu bátana. Skipa- skoðun ríkisins hefur viðurkennt tilteknar gerðir, sem kosta mun minna en þau tæki, sem áður komu til greina. Vonandi verða nýju tækin — og önnur enn fullkomnari, sem vafalaust koma í kjölfar þeirra — til að stórauka öryggi sjómanna. Mannslífin eru' aldrei of dýru verði keypt. Beðið um upplýsingar 1 STJÓRNARANDSTAÐAN herðir nú róður gegn viðreisninni og bendir á verðbólguna sem l ’.sönnun þess, að sú stefna hafi verið röng og sé far- in út um þúfur. Hins er auðvitað ekki getið, að und anfarin fjögur ár hefur þessi stefna haft víðtæk á- hrif, gert þjóðina sjálfstæða út á við og skapað mestu velmegunarár þjóðarinnar. Nú hefur það tvennt gerzt, að framkvæmdir hafa stóraukizt og skapazt þensla, sem hefur kom . ið fram í hækkandi kaupgjaldi og verðlagi. Ekki liefur stjórnarandstaðan séð ástæðu til að benda á, hvernig ríkisstjórnin átti að forðast þessa þróun. Væri til of mikils ætlazt, að Tíminn og Þjóðvilj- inn fræddu þjóðina á því, hvemig þeir hefðu forð azt verðbólgu þessa hausts? Á ekki þjóðin heimt- ingu á þeim upplýsingum? 3 1. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ '16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hae*iu vinningar 1/2-milljón krónur, Lægstu 1000 krónur. foregið 5. hvers mánaðar. ELDHÚSKOLLAR Kr. 150.00. Við Miklators:. Þvottabalar úr galv, járni og plasti vV^ÍB“V'^ jLZ tmœesté omijjiv 6 ...um snyrtiskóla Framh. úr opnu. verkið á fjórum kvöldum. í Snyrtiskólanum hefur ennfrem ur verið tekin upp sú ný- breytni, að þar er veitt kvöld- snyrting fyrir þær, sem vilja vera sérstaklega fallegar eitt- hvert sérstakt kvöld og enn- fremur er veitt sérstök ljós- myndasnyrting fyrir þær, sem vilja líta sérstaklega vel út á ljósmyiuf. SnVrtípkólia-sér- fræðingunum er í lófa lagið að dylja undirhökur og ýmis kon- ar poka með stiftum og smyrsl- um hrukkur liverfa eins og dögg fyrir sólu með töfrabrögð- um andlitsfarðans, og þannig mætti lengi telja. Það er víst næsta ótrúlegt, hve má blekkja bæði ljós- myndavélina og eiginmanninn, — ef kænlega er að farið. Margrét segist nota lireins- unarkrem, undirkrem, púður, augnaskugga, vahalft. augna- brúnarlit, augnaháralit, augn- línubiýant og allt hvað eina. þegar mikið stendur til. Hún segist hafa sannreynt, að súkku laði og annað sælgæti sé ó- hollt fyrir húðina, og hún seg- ir, að andlitsgrímur geti gert hreinustu kraftaverk. Rauðir kinnalitspunktar á kinnbeinin gefa frískari svip, segir Margrét. En eitthvað var hún utan við sig við snyrtlnguna í fyrra- dag. Það kom líka seinna í ljós, að í gær ætlaði hún með Akra- borginni á fund. unnustans. Og kannski er hann sá eini fasti punktur, sem xnáli skiptir?' SENDISVEINN óskast hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í skrifstofu vorri Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Atvinna Viljum ráða nokkra laghenta verkamenn strax. — Löng og mikil vinna. Steinstólpar h.f. Suðarvogi 5. — Sími 17848. VANTAR Ung hjón með eitt barn vantar íbúð strax. Upplýsingar í símum 24466 og 12745. Lærið fundarstörf og mælsku hjá óháðri og ópólitískri fræðslustofnun Eftirtaldir námsflokkar hefjast sunnudaginn 20. október: Nr. 1: Funarstörf og mælska. Kennari: Hannes Jónsson, M.A. Kennslutími: Sunnudagar kl. 4—6 e. h. Kennslugjald kr. 300,00. Nr. 3: Verkalýðsmál (leshringur). Leiðbeinandi: Hannes Jóns- son M.A. Kennslutími sunnudaga kl. 2,15—3. Kennslugjald kr. 200,00. Námsflokkarnir verða einnig reknir fyrir einstök félög eða . starfsmannahópa, ef óskað er. Innritunar- og þátttökuskírteini fást í Bókabúð KRON í Bankao stræti. Önnur bókin í bókasafninu komin út. FJÖLSKYLDAN og HJÓNABANDIÐ fjallar um dýpstu og innilegustu samskipti karls og konu, þ.á.m, um ástina, kynlífið, frjóvgun, getnaffarvarnir, barnauppeldi, hjóná lífið og hamiugjuna. ýSWÍT Þessi bók á erindi til allra kynþroska karla og kvenna, FELAGSMALASTOFNUNÍN Pósthólf 31 — Reykj'avík — Sími 19624. Á Pöntunarseðill: (Póstsent um land allt) Sendi hér með 150 kr. fyrir eintak af Fjölskyldan og hjónabandið, sem óskast póstlagt strax (Sendið greiðsluna í póstávísun eða ábyrgðai’bréfi). Nafn ................................................ Heimili: ............................................. Matreíðsla i, auðoeld Brosðið ri Ijúffengt Royal köldu búðmgantir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.