Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.10.1963, Blaðsíða 7
Indlandspfstlar frá r Sígvalda Hjálmarssyní — Þetta ætti að vera dýrt, mjög dýrt, sjáðu, hvað þetta er vönduð vinna, allt gert í höndunum. — Prangarinn lætur móðan mása. En ég skal láta þig hafa þetta fyrir lítið. 5000 lírur eru ekki neitt. (1 sterlingspund er 1720 lírur). — Nær ekki nokkurri átt, svara ég hvasst. Þetta er ekki eins punds virði, — og sný frá. En prangarinn, sem er lítill, með svart yfirskegg og snör augu, eltir mig og heldur áfram að hæla spiladósinni. Þegar ég læt mig ekki, snýr hann við blaðinu. Hann landi, eitt ár, og fjögur ár í Ameríku og .... Og svo hefur hann verið eitt ár í landi, sem hann veit ekki al- mennilega hvað heitir. Jú, eftir dálitla íhugun var það Holland. En það er óvíst, að hann haíi nokkurn tíma komizt út fyrir Poit Said. Eftir nokkurt þjark er hann. kominn niður í 2600 lírur, en þá kom Iögreglan. Hann skyldi hypja 1 sig með allt sitt hafurtask. A meðan hann var að pakka niður dóti sínu, sendi hann mér tóninn. iEg fengi hvergi í heiminum jafn- Port Suez, 4. sept. VICTORIA var ekki fyrr kom- fn inn á höfnina í Port Said en allt fylltist í kringum hana af litlum bátum, fullum af varn- ingi. Og áður en við var litið, var þilfarið aftur á þakið af pröngurum. Hér var allt gert fyrir pen- inga. Litlir drengsnáðar svömluðu í skolugu vatninu í von um, að til þeirra yrði varpað aurum — einn þeirra hafði misst handlegginn upp við öxl, og þegar við geng- um út úr skipshliðinni, út á flot- bryggjuna, var þar fyrir maður, sem eggjaði son sinn, á að gizka fimm ára kríli, mjög- til að betla af komumönnum. Snemma skulu þeir læra list- ii'nar. Það er á almanna vitorði, að í Egyptalandi er stétt betl- ara, sem klæðist í larfa til starfa sinna, þótt á öðrum tímum hafi þeir á sér heldri manna snið. Það var 35-36 stiga hiti í skugga, og sólin sveið mitt föla, norræna hörund, þó ekki til skaða, og ekki fannst mér hitinn að öðru leyti neitt óþægilegur. Port Said er allnýtízkuleg borg. Hún er reist við norðurenda Suezskurðar, en vestur undan eru Óshólmar Nílar. Tilveru sína á borgin að þakka umferðinni um skurðinn. Göturnar eru beinar og húsin allreisuleg, einkum í nýj- ustu hverfunum. Þeir eiga mikið af fánum í þessari borg og nota þá óspart, : nokkrar myndir sá ég af Nasser, og hér og þar sáust svipmiklir vopnaðir lögregluþjónar. Allt var þetta þolanlegt, en hitt fannst mér lakara, að prangarar með ómerkilega vöru eru alls staðar á hælunum á manni, og ökumenn með grindhoraðar truntur fyrir vagni buðu upp á ökuferð fyrir lítið gjald. Niðri við höfnina er reisulegt verzlunarhús. Við erum tortrygg- in á prísana, því að víðast þarf að prútta, en hér kemur í ljós, að það er fast verðlag á öllu. Vöruúrvalið er ekki sérlega mik- ið. Eg get þó fengið mér hvítar stuttbuxur fyrir sæmilegt verð, og dóttir mín fær eitthvað af vör- um fyrir sig líka. Það ec feitur Grikki, sem mestu ræður hér. Hann talar fjölda tungumála og hefur komið til Norðurlanda á skipi, en samt ekki til íslands. Hann vill láta mikið bera á þvi, að hann sé Evrópumaður. Mér finnst hann hugsa: Við Evrópu- menn, erum ekki eins og þessir hér, og hann ráðleggur mér að hafa ekki veskið í bakvasanum. — Við erum í Port Said, gáðu að þvi, segir hann vingjarnlega. Um kvöldið héldu prangaram- ir áfram iðju sinni á þilfarinu á Victoriu. Á boðstólum er alls konar leðurvara, trékassar með inngreyptu skrauti, borð og bakk- ar svipaðrar tegundar, skór, skrautmunir og margt fleira. Konuna mína langaði til þess að vita, hvað lítil spiladós kost- aði. Þetta var ljómandi fallegur kassi með inngreyptu skrauti, ætlaður til þess að geyma sígar- ettur, og þegar hann er opnaður, spilar hann lag. brosir út undir eyru og gerist í- smeygilegur. — Eg vil gera þér sérstakan greiða, mér lízt vel á andlitið á þér, þú ert geðþekkur maður. Þú skalt fá hana fyrir 4500 lírur. — Eg þakka, svara ég, en hjá mér færðu ekki eyri fram yfir pund fyrir dósina. — Á ég að segja þér, hvað hún mundi kosta í Englandi, held- ur hann áfram. Hún mundi kosta fjögur pund. Eg hef verið í Eng- góða spiladós fyrir jafnlítið, og í því hvarf hann og varningurinn út fyrir borðstokkinn. í kvöldhúminu tók höfnin i Port Said á sig undarlegan svip. Mánaskinið blandaðist saman viö speglun auglýsingaljósanna á vatnsfletinum. Litlir bátar skut- ust á milli skipsferlíkjanna, sum- ir valdsmannslegir lögreglubátar, sem fóru hratt og beint í krafti embættisins. Aðrir fóru hægar. Framh. á 13. síðu Myndin er frá höfninni í PortSaid. r^i'"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu............................................... llliiiliiiiiillliilllimiillliiitllliiUiiliilllÍiutmiiillÍliliiiiiililiiiiiiiiiltiiMiili iiliiliiilliililiillitiMtlUiiiiiiiiliiliiiiiiiiMiltillílliiíiiiiimiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiliiilliiiimlliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilillUiiiiiiiiiliiáíliliiiiiiiiliiiiliiiliiim)!.' s \ S ........ .......................... ...............................................I-------—--------------------------------------— Srrjöll morðgátumynd í Kópavogshíói Kópavogsbíó: BRÓÐUKMORÐ? Þýzk mynd undir stjórn Helmuth Kautners. ÞÝZK kvikmyndalist á yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá kræsn- um áhorfendum um þessar mund- ir og þykir grunn. Hinu er þó ekki að neita, að við og við koma fram þýzkar myndir, scm standa fylli- iega jafnfætis því bezta, sem gert er annarsstaðar. Enda mun ekki um það að ræða, að Þjóðverja skorti hæfni til listrænna afreka á þessu sviði fremur en öðrum. ;í Kópavogsbíói hefur að undan- förnu mátt sjá kvikmynd, sem á Myndin f jallar auðugs erfingja xun heimkomu til Þýzkalands, þýzkunni nefnist Der rest ist j er gerð grein fyrir rannsókn þessa j| Schweigen, sýnu fegurra nafn en máis, unz yfir lýkur. það, sem myndinni hefur verið val- Myndin er ekki listaverk, eftir ji ið hérlendis. j þeim skilningi, sem ég skil það ÍL orð, en henni er vel stjórnað. mjög ji vel, og ýmis atriði gerð af hag* iL leik og mikilli smekkvísi. —- Önn- ii ur eru líka allt að því fáránlegj, § svo sem ballettatriðið, sem virkar ij þannig á mann, að spennan minnk ij ar, en ekki eykst, ii Illutverk eru í sæmilegum Itönd jL cftir áratuga fjarvcru. Hann er um, og ber Ingrid Andrée þar af. p haldinn þeim grun, að faðir hans í heild er myndin hlaðin óhugnan |j. hafi verið myrtur — að föður-bróð j Iegri spennu, cinnig óhugnanlegri j; irinn, sem nú er kvæntur ntóður. fcgurð i einstökum atriðum. piltsins, hafi unnið ódæðið. Síðan i H. E. jj ^llllilliltiiliiiliiiiiiiiiliiiiiiiiliilliiiiiiliil|iiiiiitiiiriil|l|iiiliiUiniilliliilillliiillilMllilliMlMiiliiliill|l|||llilliliiililiMiiliil^llll|illll|liiii|i,m|mi,,|iiiii>' iiiMiiMiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiMiiiiiMMiiiiMMiiHiiMiiiMiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiit*’’* ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1. okt. 1963 J,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.