Óðinn - 01.09.1907, Qupperneq 2

Óðinn - 01.09.1907, Qupperneq 2
46 Ó Ð I N N . Þriðja myndin sýnir það, er kon- ungur gengur frá mentaskólanum til móttökuhátíðarinn- ar í alþingishúsinu, komudaginn, 30. júlí, kl. 2. Mót- tökuhátiðin fór fram í þingsal neðri deildar og var kon- ungi gert þar önd- vegi gengt dyrum, en öðrumegin í salnum sátu ríkis- þingsmenn og út- lendir gestir, en liinumegin alþing- ismenn og innlend- ir gestir. Konur fengu rúm í efri- deildarsalnum, RÍKISÞINGSMENN KOMA FRÁ SKIPI. handar á myndinni sjest Árni Jónsson prófastur, en yfir öxlina á honum Jón Jakobsson forngripa- vörður, þá Skúli Thoroddsen, Jón frá Múla, N. P. Jensen, C. Hansen, St. Stefánsson í Fagraskógi, og bak við hann kommandör Bluhme og Hannes Þorsteinsson, en lengst til hægri handar Þórhallur Bjarnarson prófessor. Frá bryggjunni fylgdu al- þingismenn rikisþingsmönnum til l)iistaða þeirra í »Hótel Reykjavík« og »Hótel íslandcc. Ríkisþings- mennirnir, sem hingað komu, voru þessir: A.Thom- sen, forseti fólksþingsins, Andersen-Nygart, R. Andersen, J. Berthelsen, Bluhme, C. Hansen (Præsto), J. L. Hansen, N. P. Jensen, Jensen-Sunderup, J. Hansen, Kierkegaard, Th. Larsen, Lindö, P. Mad- sen, Moestrup, H. J. Nielsen, Nörhave, Sveistrup, C. Sörensen, allir úr stjórnarflokknum. Bramsen, Goos, Hammerich, Madsen-IJalsted, Nordhy, Pagli, Parkov, La Cour, Rambusch, N. Rasmussen, Schultz, Slilling og Tolderlund úr liægri flokknum. K. Pedersen, Rördam og Zahle úr »radikaIa«flokkn- um. Ejsing, N. Jensen og E. Petersen úr miðl- unarflokknum. Steffensen, varaformaður lands- þingsins, úr »fríkonservativa« flokknum og L. Re- ventlov, flokksleysingi. Jafnaðarmenn tóku ekki þátt í förinni, af því að þeim líkaði ekki, að her- skip fylgdu. blaðamenn í for- setaherberginu, en bæjarstjórn og aðrir geslir í lestrarsalnum og var allstaðar fullskipað. Söngflokkur var uppi á á- heyrendapöllunum. Þar voru sungin móttökuljóð eftir ritstjóra þessa blaðs, með lögum eftir Svein- björn Sveinbjörnsson tónskáld í Edinborg, og stýrði Brynjólfur' Þorláksson söngnum, en síra Geir Sæ- mundsson á Akureyri og frk. Elín Matthíasdóttir sungu sólórnar. Ráðherra hjelt læðu fyrir kon- ungi og ríkisþingsmönnum, en konungur svaraði með ræðu f'yrir íslandi. Á brautinni niður frá mentaskólanum sjest konungur til vinstri handar á myndinni, en til hægri handar Haraldur prins. Á eftir þeim geng- ur fylgdarlið konungs, sem með honum hafði bú- stað í mentaskólanum. Bogi var reistur yfir hlið- ið, sem um er gengið upp til skólans, vafin lyng- fljettum og skreyttur blómum, en með lcórónu efst. Sjest að eins lítið af honum til vinstri handar á myndinni. Konungur bjó sjálfur uppi í skólanum, hafði svefnherbergi og stofur í rektorsbústaðnum í suður- endanum, en móttökusal og veislusal í norðurend- anum. En fylgdarlið konungs hafði bústaði niðri í kenslustofunum, kennarastofunni og íbúðarher- bergjum umsjónarmanns skólans. Fjórða myndin er af búðunum á Þingvöllum. í

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.