Óðinn - 01.09.1907, Qupperneq 5

Óðinn - 01.09.1907, Qupperneq 5
Ó Ð I N N. 49 um sjálfum, en hann gerði þá ekkert úr öllu saman, eins og rjett mun hafa verið, og endurtók alt lof sitt um íslensku hestana. En myndir voru komnar út af honum í einu af háðhlöðunum, áð- ur en hann kom lieim, og sjest hann þar fyrst hnakkakertur á harðaspretti, en fellur svo af baki og hesturinn hleypur frá honum með stertinn upp í loftið. Kona ein dönsk fjell líka af baki ná- lægt Geysi og rispaði sig eitthvað í andliti. I’ótli blaðamönnum það einnig mikilla frásagna vert og fann hún þó ekki örin, að því er lnin sjálf ritar, tveimur eða þremur dögum síðar, við nákvæma leit í spegli. Þetta var stór kona og fönguleg, var fregnritari margra jóskra blaða og hefur skrifað mikið um ferðina. Hún heitir frú Rose Bruhn. Einu sinni liafði hesturinn dottið með ráðherra íslands, án þess að nokkurt mein yrði að, og hafði þá Christensen forsætisráðherra sagt í spaugi, að við þessu mættu þeir ráðherrarnir altaf vera búnir, að falla. Annars láta gestirnir mjög vel yfir landferð- inni í dönskum blöðum, þykir hún vel hafa verið undirbúin og að hún liafi yfir höfuð tekist fram yfir allar vonir. í ræðu sem konungur hjelt síð- asta dag landferðarinnar, á Kolviðarhóli, kvaðst hann í fyrstu hafa orðið hræddur við ferðaáætl- unina og hugsað sem svo, að þessi áætlun ju'ði ekki haldin. En þegar til kom, liefði það reynst alt annað en erfitt, svo vel hefði heimboðsnefndin sjeð fyrir öllu. Fjöldi manna tók þátt í ferðinni, auk útlendu gestanna og alþingismanna, bæði fólk hjeðan úr Reykjavík og svo ýmsir úr Austursýslunum, sem slógust í förina. Nokkrir af dönsku gestunum keyptu hjerliesta og höfðu heim með sjer. Meðal þeirra var kom- mandör Bluhme, sem var elstur í hóp ríkisþings- manna, kominn á áttræðisaldur, en þó vel ern. Hann keypti hryssu á Gripasýningunni við Þjórs- árbrú og hlaut hún þar önnur verðlaun, en þau gaf hann seljandanum. Sjötta myndin sýnir lilaðið á Reykjum á Skeið- um og stendur konungur öðrumegin bæjardyra, en bóndinn á Reykjum hinumegin. Konungur hafði beðið, að lofa sjer að skoða torfbæ með gamla laginu, og var honum þá fylgt heirn að Reykjum, en þingmcnn Árnesinga riðu á undan og tilkyntu hónda komu konungs. Bóndinn á Reykjum heitir KONUNGUR OG ÍSLANDSRÁÐHERRA A LAUGARDALSVÖLLUM.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.