Óðinn - 01.09.1907, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.09.1907, Blaðsíða 8
52 Ó Ð I N N Halldóra, dóttir hans með síðari konunni, giftist skömmu eftir að hann flutti að Arnarvatni Jóni frænda sínum Þorsteinssyni. Benedikt dó í bernsku til mikils baga foreldrunum, og varð Metúsalem eigi lleiri i>arna auðið. Þar, á Arnarvatni, þekti sá er þetta ritar Metúsalem glegst, þau 2 árin er sambýli okkar stóð. Var þá eigi mannmargt hjá þeim hjónum, en búið gagnsamt og birgt af öllum nauðsynjum; ríkmannlega veitt og starfað kostgæfdega að sljett- un og túnaukning. Metúsalem var mikill vexti og sterkur, dökk- ur á liár og skegg; skolbrúnn, ekki dáfríður; karl- mannlegur og skörulegur í bragði; bjóst vel og þrifmannlega; hagur bæði á trje og járn; manna reglusamastur og þrifnastur með hús og hluti; framkvæmdamikill, háttprúður og jafnlyndur á heimili, skapstór og þykkjuþungur, ef á hlut hans var gengið, en þó oftast vel stiltur. Gestrisjnn, svo sem áður er sagt. Skap lians, starf og hættir var ramislenskt; þó kunni hann að hagnýta sjer erlendar verkbætur og þá þekking er hann liugði eiga við staðliáttu hjer. Hann vandist snemma verkstjórn og forráð- um fyrir öðrum, og það varð honum vel að skapi alla æíi; þótli nokkuð ráðríkur og stórbrotalegur stundum, en svo sje jeg ílestum fara, sem stjórna mörgum hjónum og ráða rnjög málum í sveit sinni, eins og hann gerði þar norður á Ströndun- um; hann var lireppstjóri í Skeggjastaðahreppi á þeim tímum er atkvæðamann þurfti til, áður en lireppsnefndir voru skipaðar til stjórnar fátækra- málanna. Hjer gekk Metúsalem, meðan heilsan var óbiluð, meðal hinna fremstu og ötulustu for- vígismanna sveita þeirra er hann bjó í, gengdi lireppsnefndarstörfum og þótti góður liðsmaður. Metúsalem var sjónhagur um margt, er að búnaðarbótum og verknaði laut; starfsmaður og afkastamikill, stórlátur í kröfum við aðra verk- menn; slóðum og slæpingum harður í horn að taka; þótti gott að ræða urn búnað og hvers kon- ar þrifnað ; mátti af þeim viðræðum margt nema, er þá var betur en áður. Ekki var hann skjótur til náms nje mælsku- maður; meir gefið kapp og iðni með glöggu minni en hvöss fjölhæfni, meir gefxn atorka og verklund en sljetlinælgi. Metúsalem græddi ekki fje um sína daga; hann lagði mikið í kostnað við bú og umbætur. Likt og Guðrúnu Ósvífursdóttur þótti honum fje til að miklast af. Framkvæmdalaust maurasafn var honum óskapfelt. Honum þótti vjer, yngri mcnn- irnir, helst til áræðislitlir og framkvæmdadaufir; hann eggjaði oss fram: »skylda hvers bónda er það, að bæta tún og engi og híbýli sín, þá er við- reisnin vís, og bóndinn á það nafn með fullum rjetti að vera landsstólpi«, var liann vanur að segja til lykta. Forsjáll var liann með birgðir allar er að búi lutu, enda kröfuharður við aðra í því efni. Reikningsglöggur í viðskiftum, svo mörg- um þótti um of; hitt fór minna á loft, þótt liann rjetti þeim hjálparhönd er í fjárþröng voru. Um hans daga skorti múg manna samvinnu- vitið og það skortir ennþá, því vinst svo smátt. Því kom hann minna áleiðis en til var stofnað. Hann lilaut eins og aðrir að sjá hugsjónir sínar smækka, en trú lians á landinu og framförum þess var ávalt jafn örugg og hvetjandi. Hann liafði skipað sjer framarlega í fylking Jjeirra bænda, sem unnu að viðreisn og endurból búnaðarins; þar stóð hann og hugði ekki á flótta, því bar liann liöggnar lilífar. Um hann, og þá bændur landsins, er um það skeið hófust handa og gengu undir merki endurreisnarinnar, má má nú segja : »Áður tæði ben blæða Brjánn fjell ok hjelt velli«. Þeir sem um miðja 19. öld voru öruggir til karl- inensku og áræðis, gengu hlæjandi fram til lausn- arbaráttunnar, þeir eru nú jiálega allir gengnir til grafar. Hraustir menn, sem unnu þjóð sinni þarft verk og minnilegt. Starfsamif, trúarsterkir og ókvalráðir til þess að ná ætlunarmarki sínu, rjetta við búnaðinn; hefja sjálfstrú og traust búalýðsins, ganga þeir að loknu erfiði til hvíldar, sofa i faðmi þeirrar móð- ur er þeir elskuðu og unnu. Metúsalem andaðist úr lungnabólgu 6. mars 1905. Porgils gjallandi. >1 vn<lii-iiiií* frá konuii(;s]ioimsákiiinui býst »Oðinn« við að mörgum þyki gaman að sjá, af pví að svo mikið hefur verið um hana talað og skrifað. Síðar mun hann ílytja fleiri af þeim. Þessar, sem hjer eru nú í blaðinu, eru allar eftir Árna Thorsteinsson ljósmyndara. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.