Óðinn - 01.09.1907, Side 4

Óðinn - 01.09.1907, Side 4
48 ÓÐINN TJALDBÚÐIR Á PlNGVÖLLUM. ríkisþingsmönnura og öðrum gestum landsins ætl- aður bústaður, en Sam. gufuskipafjelagið leigði Valhöll handa sínum gestum. Ekki sjest lijer á myndinni nema lítill hluti allra tjaldanna, sem á Þingvöllum voru þennan dag. Þjettast stóðu þau inn frá þingmannaskálanum og svo úti á sljett- unni, nær Þingvöllum. Annars voru tjöld til og frá um brekkurnar og uppi í Almannagjá. Bæði konungshúsið og þingmannaskálinn voru bygð í vor sem leið. Konungshúsið var bygt með þeirri fyrirætlun, að það stæði framvegis, en þingmanna- skálinn ekki. Hann er afarstór ummáls, með svefnherbergjum til beggja hliða, en allur mið- hlutinn er einn salur með gluggum á þaki. Það var borðsalur alþingismanna og gesta landsins, og þar var veisla lialdin um kvöldið 2. ágúst. Uppi yfir dyrum skálans var valsmynd með . kórónu yfir, en hurðir með útskurði eftir Stefán Eiríks- son og vindskeiðar með drekahöfðum og sporðum. Veggirnir inni voru bláir og skildir hengdir á þá, en þakhvolfið hvítt. Inngangur er á miðjum suð- urhliðvegg, eins og sjest á myndinni, en móti inn- gangi var konungi gert hásæti með miklum út- skurði, eftir Stefán Eiríksson, og síðan gefið það. Konungshúsið er að öllu líkt og hús alment ger- ast. Lik hús þessum tveimur voru einnig reist við Geysi, en nokkru minni. Sagt hefur vcrið að Ásgeir Ásgeirsson etasráð frá ísafirði ætlaði að kaupa þingmannaskálann fyrir það verð, sem hann liefði kostað Iandið, og mun það hafa kom- ið til orða, en kaupin þó ekki vera útgerð enn. En ilt væi'i það, ef skálinn yrði í'ifinn niður og honum sundrað, því hann er fallegur og oft þörf á stærra gistiliúsi á Þingvöllum en Valhöll. Þó kvað hann standa á óhentugum stað í vatnavöxt- um á vorin. Fimta myndin sýnir konung og ráðherra ís- lands ríðandi á Laugardalsvöllum. Konungur reið altaf til skiftis tveimur hestum, báðum gráum, og á Magnús Einarsson dýralæknir annan, en D. Thomsen konsúll liinn. Báðir eru hestarnir vakr- ir og þýðir. Hafði konungur reynt fleiri licsta á leiðinni, en ekki fallið eins vel við neina og þessa tvo. Hann hafði riðið út daglega um tíma áður en hann lagði á stað hingað, til þess að æfa sig, enda þokli hann ferðalagið vel og vildi aldrei nota vagn, sem þó var ekið með alla leiðina. Skrykkjóttara var reiðlagið hjá sumum af ríkisþingsmönnunum og fleiri af gestunum, og gekk þó alt stórslysalaust. Einn ríkisþingsmanna, Sveistrup, hjelt fjöruga ræðu í miðdegisveislunni á Þingvöllum fyrir islensku hestunum, en varð síðan verst úti af öllum á ferðalaginu, því hann datt tvisvar af baki og meiddist eitthvað dálítið í fyrra skiftið. Gerðu frjettaritararnir milcið úr því í ferðaskeytum sínum hjeðan, svo að hann var frægur rnaður þegar heim kom fyrir svaðil- farirnar, og vildu allir heyra frá þeim sagt af hon- á

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.