Óðinn - 01.09.1907, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.09.1907, Blaðsíða 6
50 ÓÐINN KONUNGUR OG BÓNDI VIÐ BÆJARDYR Á REYKJUM. , . .A^vJ^Wý^N'ið Þorsteinn Þorsteinsson og er nú gamall maður. Konungur skoðaði allan bæinn og var ráðlierra íslands með honum og nokkrir menn úr fylgdar- liði konungs; sjást þeir einnig á myndinni og er ráðherra íslands þar lengst til hægri handai'. Mjög þóttiþeim, sem um ferðina rita, íslensku torfbæirnir vesæl íbúðarhús, eins og við er að bú- ast. Margir þeirra hafa komið inn í bæi hjer og þar á leiðinni og lýsa byggingu og húsaskipun þar. Einkum hafa baðstofurnar og eldhúsin vak- ið athygli þeirra. í baðstofunum þykir þeim það merkilegast, hve greiður sje þar gangur milli í’úma kai’la og kvenna, en eldstæðin í eldhúsunum segja þeir í minsta lagi þúsund ár á eftir tímanum. Einn segir frá því, að á löngu og köldu vetrar- kvöldunum sitji alt heimilisfólkið kringum glæð- urnar í eldhúsinu og að þar sjeu sögurnar lesn- ar og sagðar. En smávegis misskilningur, eins og þetta, getur hæglega slæðst inn í meðvitund manna í ókunnu landi. Matargeymslustaðina, eða búrin, leyst þeim ekki vel á. í einum stað fjekk frú Rose Bruhn að skoða ofan í sá, sem matur var súrsaður í, og fanst henni ekkert til um það. Annars segja þeir að gömlu bæii’nir sjeu nú smátt og smátt að hverfa úr sögunni og nýtt byggingarlag að ryðja sjer til rúms. Yflrhöfuð þykj- ast þeir sjá hjer ýms framfaramei’ki. Einn af blaðamönnunum líkir íslensku bænd- unum við smákon- unga og þótti þeir einkennilega fattir í söðli í konungslýlgd- inni. Allir, sem um landferðina skrifa, eru hrifnir af því að bafa sjeð Geysi gjósa, cn sumir dásama þó Gullfoss enn meir. Hann segja þeir einn af fegurstu fossum í heimi og efalaust fegursta foss í Norð- urálfu. Sagt er að 500—600 manna hafi verið saman komnir Gullfoss. Var þar tekin mynd af konungi og þingmönnunum öllum með fossinn að baki. V I) R. Vorið viðmólsþýða Velur hrekur braul; Breiðir faðminn fríða Fuglum móti hlíða Heiðblátl himinskaut. Brosa áagar blíðir, Brott er velrar þraut; Glegmast grimmar hríðir, Grös og blóm og viðir Pekja þúfu’ og laut. Andar von á vanga Veslanblœrinn hlgr. Blómin ungu anga, Út af fjalladranga Pokan ftjótslíg ftgr. Gunnar Gunnarsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.