Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 2
86 ÓÐINN yfir að gera nppdrátt af henni i alt gærkveld«. »Naa, láttu mig sjá hann«, sagði rektor, og er sagt að Eiríkur hafx faiið upp að stól kennai-ans, og skýi't lýsing Homers orð fyrir orð, þangað til að því var komið, að Pandai'os dró bogann; þá, þegar örvarskoran (o: skoran á örvarskaftinu, sem strengurinn fjell í) færðist nær brjóstinu, di'ógst örvaroddurinn nær bogarifinu. Þessu hafði rekt- or aldrei kornið ijett fyrir sig og vildi láta hreyf- ing örvarinnar fara í gagnstæða átt, en Eii'íkur sýndi honum, að það gæti ekki átt sjer stað. Þá ^ er sagt að rektor hafi sagt: »Naa, þú ei't sá eini af öllum mínum lærisveinum, sem nokkurn tíma liefur leiðrjett mig, og þú skalt hafa þann hæsta karakter, sem jeg lief nokkurntíma geíið í gi'ísku«. Það var ágætlega -j-. En uppdi'átt Eiríks er sagt, „t, að hann tæki með sjer inn í kennarastofu og segði kennurunum frá öllu eins og gerst hafði. Eiríkur útskrifaðist úr skóla 1856 með besta vitnisburði. 1856—57 var Eiríkur kennari á ísafirði hjá Guðmundsen og 1857 kvongaðist bann Sigríði Einarsdóttur úr Reykjavík, og sama ár fór liann á prestaskólann og útskrifaðist þaðan með lofi 1859. Það ár vai'ð hann skrifari lijá land- og bæjarfógeta Vilhjálmi Finsen og hafði hann þá bæjarfógetaembættið, og varð að fara um bæinn og taka fjái’námi gjöld bæjarins eins og gei'ist og gengui', en orð var á því gert, að eymdinni hefði minna blætt í spor lians en títt er á þeim ferðum, þó víða yrði liann við að koma. Vænt þótti Vilhjálmi um Eirík og var honum trúfastur vinur til æfiloka. Hjá Vilhjálmi var hann til 1862 að hann fór til Englands að gefa út endur- skoðaða útgáfu biblíunnai'. 1863—66 var hann á fei'ðalögum um ýms lönd Norðurálfunnar (Frakk- land, Þýskaland, Holland, Belgíu og Danmöik). A þessum ferðum dvaldi hann nokkra mánuði í Leipzig og hlustaði á fyrirlestra í málfræði. Vet- urinn 1865—66 dvaldi hann í París, en um vorið fór hann aftur til Englands og hefur síðan dvalið þar í 41 ár, en vitjað íslands við og við. Hjá föð- ur sínum í Eydölum dvaldi hann mikið úr sumr- inu 1890 og í Reykjavík nokkuð úr sumrinu 1898 og fór þá umhverfis landið. 1869 kyntust þeir fyrst William Morris skáld og Eii'íkur, og sumarið 1871 fór Eiríkur með honum og tvcim öðrum fjelögum til fslands og feiðaðist með þeim víða um landið. Þeir Eirík- ur og Moii'is unnu saman í kærri vináttu meðan Morris lifði. Eiríkur ti'egar mjög missi vinar síns Moi'i'iss og kallar að England liafi þar mist einn sinn besta son. Svo nxikil er sögð að verið hafi vinátta þeirra, að trautt muni beti'i bræður verið hafa og hvorugur muni hafa átt launungarmál fyr- ir öði'um. Þegar Morris andaðist 1896, skrifaði Eiríkur í'itgerð uiu hann, og segja Bretar að hún bei'i af öllu öðru er um hann hafi verið skrifað. 1871 var Eiríkur skipaður annar bókavöiður við háskólabókasafnið í Kambryggju, og mætti hann þó mikilli mótspyrnu, því að yfirbókavörð- uxinn hjelt öðrum fram. Hann hefur nri síðan unnið í því embætti í vináttu við alla og hefur komið fiam mikilsháttar breytingum við bóka- safnið. 1878 var hann gerður Master of Arts (ineistari) við háskólann sakir verðleika og veitt öll háskólarjettindi. Sama ár fjekk hann vísinda- fjestyrk til að ferðast um Norðurlönd og rann- saka riinasteina, og á þeirri feið sinni lærði hann svo vel að tala sænska tungu að vart þektist hann á málinu fiá innbornum Svíum. Þegar hann fór þessa ferð, var komin út eftir hann á ensku þýð- ing hans á ljóðum eftir Runeberg, er vakti mikla eftirtekt á honum. Var honum því tekið báðum höndum af sænskum menta- og listamönnum, og gerðu þeir í mót honum veislu mikla í Uppsölum 18. ágúst það ái', og flutti C. R. Nyblom heiðui's- gestinum kvæði, og set jeg hjer síðustu vísuna xir því: Ty se, — inför mitt öga, Du fogel lángt ifrán, Du stár till sjál och sinne En ákta Islands son — Vál ej sá kall pá ytan, Men Hekla i din barm, Och ur dilt hjái'ta springer En Geysir hög och varm. Eftir þessa fei'ð skrifaði hann meikilega rit- geið, er heitir: On Runic calendar found in Lap- land in 1866. Hún kom út í The Cambridge Anti- quarian Society Comnxunications, Vol. IV Nr. 1. Seinna, 1888, kom xit eftir liann ritgerð í sama tímariti með fyrirsögninni: On four Runic Calend- ars (with eighteen Plates) og ýmislegt fleira hefur hann ski'ifað um rúnir. Eiríkur hefur þýlt mikið úr bókmentum vor- um á ensku og með því útbreytt stórkostlega þekkingu á þeim á hinni volduguslu tungu heims- ins. Þýðingar hans þykja hvervetna hinar bestu. 1864 þýddi hann á ensku úrval íslenskra

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.