Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 3
87 ÓÐINN þjóðsagna (Legends of Iceland) úr þjóðsögnm J. Á., og gaf út með Georg Powel, og annað bindi (second series) 1866. Grettissögu með Morris 1869, Völs- ungasögu 1870 með sama; Lilju sjálfur, n)Tja út- gáfu með þýðingu í ljóðum, 1870. Thomassögu erkibiskups með þýðingu í 2 bindum 1875, 1883 Three Northern Love Stories (Friðþjófssögu, Gunn- laugssögu og Víglundarsögu). Saga Library með Morris: Gunnl.s. Ormstungu, Hænsaþórissögu, Bandam.sögu og Eyrbyggju og 4 bindi Heims- kringlu eftir hann einan með registri yfir altverk- ið 1891—1906. Á ísl. þýddi hann 1876 Pilgrim’s Progress eftir BunjTan. Storminn (Tlie Tempest eftir Shakspere) þýddi hann 1885 og gaf út í frumriti og þýðingu með miklum skýringum. Sama ár gaf hann út varnarritið : Grímur Thom- sen ritdómari og skáld. Odins Horse, Yggdrasill, heitir ritgerð er kom út eftir hann á ensku fyrst á árinu 1895 (og á ísl. sama ár aukin). Hann las fyrst þessa ritgerð upp í málfræðingafjelaginu í Kambryggju og mætti hún þar liinni mestu að- dáun. Ritgerð þessi vakti og mikla eftirtekt mál- fræðinga víðsvegar um Norðurálfu, því að hjer kom hann fram á vígvöll með nýja skoðun á Yggdrasilssögninni, sem hal'ði endaskifti á öllu, er um liana hafði verið skrifað áður, og gerði milda byltingu í norrænni goðafræði, á því er áður hafði verið skrifað um liana. Hann sannar, að nafnið Yggdrasill hafi aldrei verið nafnið á aski Yggdrasils, og orðin í Völuspá: Ask veit ek standa, heitir Yggdrasill, sje villa ein. Fyrir máli sínu færirhann margar og skarpsjeðar röksemdir, sem hjer yrði of langt upp að telja; fjöldi hinna helstu málfræðinga hafa fallist á mál hans. Hann sannar, að liinn sanni Yggdrasill, þ. e. Óðinshest- ur, sje Sleipnir, sem hann segir þýði vindur, og á stormsins hesti ríði Óðinn um sitt víða veldi; því sje það í alla staði eðlilegt, að askurinn, er breiddi limar sínar yfir heim allan, heiti Yggdra- sils-askur, því að vindhestur Óðins komst hvergi fyrir í heiminum, nema í hinni takmarkalausu limavídd asksins, þess vegna sje liann hinn sanni Yggdrasils-askur, eða Sleipnis-askur. Með þessari kenningu sinni kipti hann fótun- um undan meginhluta Bugges Studier, og einar 400 bls. af ógurlegum lærdómi urðu að tómu höggi út í vindinn, vindhöggi sem á sjer engan stað. 1896 kom ritgerð út eítir Eirílc á ensku: Edda, its derivation and meaning. Hann heldur þar fram þeirri skoðun, að Edda þýði bókin frá Odda, Oddabókin þ. e. Edda sje af Oddi og eigi ekkert skylt við Eddu í Rígsmálum. 1894 gaf hann út forndanskt hrot úr píning- arsögu Kristínar helgu fyrir málfræðingafjelagið í Kambryggju. í fyrra kom út eftir hann ritgerð : Notes on Shipbuilding in the North; kemur hann þar fram með nýja kenningu: eggin sje eins og móðir allrar menningar heimsins. Sýnir liann þar í fallegri og skemtilegri frásögn, en stultu máli, alt þroskastig mannsins, frá hinu lægsta stigi lians til þeirrar fullkomnunar, er hann hefur nú náð. Rit- gerðin hefur alment vakið mikla eftirtekt fvrir frumleika sakir og liinnar snildarlegu meðferðar efn- isins. Enginn hefur sjeð þessa hugsjón á undan honum. Enginn hefur heldur enn vakið rnáls á sambandi Venda við Norðurlönd — Hálogaland — öldum fyrir krists burð, nema hann. Önnur ritgerð kom út eftir hann í fyrra um : Review of Landnama and Libellus Islandorum in Origines Icelandicae, þeirra Guðhrandar og Jór- víkur Páls. Ógurlegur fjöldi stærri og smærri á- gætra ritgerða eru til eftir hann á ýmsum málum, og þó einkum ensku, sem hjer eru ekki nefndar. Textahreytingar þær í ljóða Eddu, er Eiríkur liefur stungið upp á í ýmsum ritgerðum, sem hann hefur lesið upp í málfræðingafjelaginu í Kam- bryggju, hefur Hugo Gering fært inn í Lexicon iiber die Lieder der Edda, flestar sem óyggjandi. 1903—04 var hann gerður forseti málfræðingafje- lags háskólans í Kambryggju. Eiríkur er hugsjóna og hugvitsmaður, meiri en samtíðalandar hans flestir. sem sjá má á ýms- um ritverkum hans og fleiru. Fjallkonumyndina alkunnu hefur hann frumhugsað og teiknað, en þýskur málari, Zwecker að nafni, dró hana svo upp eftir hans fyrirsögn, og hagnýttu þeir svo síðan myndina Sigurður málari og Gröndal og breyttu eitthvað. Málmbundna bókaskrá, málm- bindi, og bókhlöðu fyrirmynd fann hann upp, og fjekk 1885 gullmedaliu og heiðursdiplom frá Aca- demie des inventeurs í Paris fyrir það. Eiríkur er hinn mesti ættjarðarvinur, og lief- ur altaf haft vakandi auga á því, er íslandsnertir, því að það her hann mest fyrir brjóstinu, enda hefur hann lagt drjúgum orð í belg um öll okkar stjórn- mál, sem flesta mun minni til reka. Og hafa til- lögur hans orðið þeim megin, er best og farsæl- ast hefði orðið landinu. — Fyrstur manna (1884) skrifaði hann: »Um að setja ísl. umboðsmann í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.