Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 6
90 ÓÐINN mönnum, svo að frítíma á hann enga að jafnaði, nema kvöldin og fyrir kl. 8 að morgninum. Þessa tíma hefur hann orðið að nota til lesturs og rit- starfa og þá frítíma, er honum hafa áskotnast endur og sinnum, og er það þó ekkert smáræði, sem liggur nú orðið eftir hann af þýðingum og frumsömdum ritum og ritgerðum á ýmsum tungu- málum. Það væri vel hægt að ímynda sjer, að hann þyrfti aldrei að sofa, og að hann gæti aldrei sint gesti nje gangandi, en svo er ekki. Auðvitað þarf hann allra manna minstan svefn, og sefur naumast nokkurn tíma meira en 5 kl.stundir úr sólarhringnum, og ekki er hægt að heimsækja meiri öðling en hann, þar sem fylgist að höfðing- leg rausn og ástúðlegt viðmót, og alt gert til þess að láta gestinum líða sem hest. Þó hefur enginn heyrt Eirík berja sjer um tímaleysi eða þreytu; hann er altaf sá sami óþreytandi fjörmaður. — Gestrisni hans nær eigi aðeins til landa hans; hún nær til hvers manns, sem að dyrum ber. Landa sína hefur hann oft hýst svo vikum, mánuðum og missirum hefur skift. Stúdentar af Norðurlöndum eru ekkei't sjaldsjenir gestir hjá Eiríki, og komið hefur fyrir, að Jleiri en einn og fleiri en tveirhafa setið hjá honum svo vilcum hefur skift; þýskir og franskir mentamenn hafa og verið lijá honum. Magnús bróðurson sinn ól hann upp og mentaði, og ann hann honum svo mikið, sem fað- ir getur mest unnað syni sinum. Eiríkur er maður eigi hár vexti, en þeim mun þreknari, karlmannlegur og fallegur í vexti og fríður sýnum. Bjartur að yfirlitum og er alt yfir- bragðið hið höfðinglegasta og gáfumannlegasta. Viðmótið djarft en þó prúðmannlegt. Undirhyggju- maður er hann enginn, hatar alt pukur, undir- hyggju og hræsni, segir það sem honum býr í brjósti látlaust og hispurslaust. Eiríkur er framúrskarandi gáfumaður og lær- dóms- og mentamaður mikill og einn hinn ritfær- asti Islendingur. Hann er andríkur og glöggskygn, og lætur aðdáanlega vel að rita um hvert efni sem vera skal og getur flestum betur samrýmt það tvent, að rita lært og fjóst, svo allir geta gert sjer gott af ritum hans, sem annars eru ekki skyn- skropnir af hendi náttúrunnar. Rannsakandi heil- brigð skynsemi og rökstyrkur eru honum með- fædd í miklum mæli og eru þau honum máttkir meginásar, og gott og rjett mál er hans fylgikona, enda er tungumálakunnáttu hans jafnan við brugð- ið, rjett eins og eitt skáldið kvað um hann einu sinni: »TóIf í einu talað hann tungumálin getur«. Hann er talinn að rita og tala ýms nýju mál- in manna best og ensku eins og þeir, er best rita hana meðal Breta. Eiríkur er búinn að vera 45 ár erlendis, og þó skrifar hann manna best móðurtungu sína. Þegar Yggdrasill kom út á íslensku, sagði einn mentamaðurinn: »Það er hreinasta fjallaloft málið hjá honum Eiríki, og það er eins og maður verði alt af belri og íslenskari maður við það að lesa rit hans«. Þýðingar hans á ensku þykja snildar- verk þeim mönnum er vit hafa á. Þegar þýðing- in á sálminum : »AIt eins og blómstrið eina,«kom út, man jeg eftir því, að jeg hitti Ben. Gröndal og barst þýðingin á sálminum i tal, dáðist hann mikið að þýðingunni og sagði um leið og við slit- um talinu: »Jeg væri ánægður, ef jeg kynni einn tíunda í ensku við Eirík Magnússon«. Síra Þor- valdur Bjarnarson á Melstað sagði við mig um Eirík 1883: »Jeg þekki engan íslending, sem er gæddur eins góðum tungumálahæfileikum, þegar á alt er litið, eins og Eirík Magnússon, enda er þekking hans stórkostleg«. Nú í dag, 1. febr. 1908, erEiríkur 75 ára gamall, en vel ern og heldur enn sálarkröftum öllum ó- biluðum og lítt bilaður að líkamskröftum, nema hvað sjónin er döpur á öðru auganu. Jeg óska svo þessum ágæta landa mínum í nafni allra sannra íslendinga góðra og gleðilegra elliára, og að ísland megi enn njóta margs góðs frá hendi þessa ástríka sonar sins. Ben. S. Pórarinsson. Til Cirífis cfflagnússonar á 75. ajmœli hans 1. febrúar 1908. Pig dregmdi’ hinn glœsta draum um arma þá, sem dggðu best við stœrsta grettistakið, og um þann örn, sem liœsta heiðið sá og hvernig skýin eru lit á bakið. En takt’ því vel þó brggðist eill og eill aj öllu því sem dregmt var forðum sœtast, því það er djörfum drengjum einum veitl að dregma fleira’ og stœrra’ en nœr að rœlast.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.