Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 4
88 ÓÐINN Kaupmannahöfn«, er vafalaust hefði þá haft liina mestu þýðingu fyrir ísland og íslensk mál. í þess- ari ritgerð lýsir hann heimastjórn Finna og sýnir þar fram á, að við höfum miklu minna stjórn- frelsi hjá Dönum, en þeir hjá Rússum. Hann lýs- ir þar og nýlendustjórn Breta vel og ítarlega, og gæti jeg trúað þvi, að einmitt þessi ritgerð sje fyrsti frjóanginn að frumvarpinu 1889. Þegar komst hjer á dagskrá, að stofna skyldi banka, skrifaði Eiríkur rækilega um það mál, og hvernig hentast mundi að stofna hjer banka, og lagði til, að hann yrði sem mest sniðinn eft- ir breskum bönkum og hefði auðvitað inn- leysanlega seðla og að bankinn svo strax yrði setlur í við- skiftasamband við Skotlands- banka og danska þjóðbankann. Hann stakk upp á að hyggileg- ast væri að fá bankafróðan útlending til að stjórna honum meðan ekki feng- ist íslenskur maður með sjer- þekkingu íþeirri grein. Hefðu íslendingar haft þetta heilræði, þá væri Landsbankinn öflugri og annað en hann nú er orðinn, og þá hjeldi hann seðlaútgáfurjettin- um, sem útlendir auðmenn eru látnir vasast með fyrst um 30 ár og hver veit hvað. Eiríkur hefur ekki einasta sýnt það í orði, að hann er hinn drenglyndasti maður og ættjarðar- vinur, en hann hefur líka sýnt það í verkinu, svo myndarlega, að enginn íslands sona, enn sem komið er, hefur dugað því betur en hann, þegar hungur og bágindi hafa legið við borð. 1875, þeg- ar askan fjell yfir Austurland, var hann ekki lengi að renna grun í hvað á eftir myndi fara, ef bú- endum á öskusvæðinu kæmi ekki einhver öflug hjálp. Hann skrifaði svo skýrt og rækilega um öskufallið í ensk blöð, að Bretar sáu, hvað var á seiði, og hjet hann á þá um leið til líknar, og sást þá vel sem oftar, hve hann er mikils metinn á Bretlandi inu mikla, að skjótlega var tekið til samskota, og það svo rausnarlega, að þau urðu 2500 £ (= 45,000 kr.). Hann var valinn afsam- skotanefndinni til að skrifast á við þáverandi ís- landsráðgjafa um tilhögunina á gjöfunum ; fjelst ráðgjafinn og samskotanefndin á allar tillögur Ei- ríks og uppástungur óbreyttar. Það var eftir hans ráði, að keyptar voru fyrir samskotin koi’ntegund- ir til fóðurs, svo bændur þyrftu ekki að lóa af bústofni sínum. Samskotanefnd- in fól honum að fara út til ís- lands með gjaf- irnar og skifta þeim. Jeg skal ekki fjölyrða um þetta mál, en leyfa mjer að til- færa ummæli Eiríks Briems: »Þegar askan fjell í Múlasýsl- um 1875, sýndi Eiríkur Magnús- son eigi að eins einstaka mann- úð með því að spara enga fyr- irhöfn til að leita þeim, sem fyrir urðu, hjálpar, heldur og fram- úrskarandi dugnað bæði í að safna stórfje handa þeim og verja því svo, að sem mestu gagni yrði bæði í bráð og lengd, og lionum var það rnanna mest að þakka, að sá voðalegi atburður hafði ekki varanlegri vandræði í för með sjer«. Þegar harðindin dundu lijer yfir landið 1882, brást Eirikur enn við að leita hinum bágstöddu hjálpar á Bretlandi og gekk það vel, og urðu und- irtektir hinar bestu og söfnuðust á stuttum tíma 4,800 £ (eða 80,400 kr.), og hefðu samskotin orð- ið miklum mun meiri, ef sumir landar vorir hefðu eigi spilt fyrir þeim sjálfir með mótmælagrein- um í enskum blöðum, er kváðu harðindin upp spuna og tilbúning í eigingjörnum tilgangi af Ei- Pcssi mynd er tekin af Lækjartorgi í Reykjavík fyrir fjórum árum, e'n par er nú mjög breytt. Þar sem garðurinn er á myndinni, með sumarhúsi í miðju, stendur nú Islandsbanki, en á miðju torginu er sölu- baukurinn sem reistur var par í fyrra. Gatan, sem eftir sjest, er Austur- stræti. Stærsta húsið hægra megin er Landsbankinn.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.