Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 1
OÐINN Eiríkur Magnússon m.a. i Kambryggju (Cambridge) á Englandi, er borinn 1. febr. 1833 að Berufjarðarprestssetri á Beru- fjarðarströnd í Suður-Múlasýslu; voru foreldrar hans Magnús Bergsson síðast prestur að Eydölum í Breiðdal og Vilborg Eiríksdóttir frá Hoffelli. Eiríkur er kominn af hinu göfugasta blóði í land- inu, í lieinan karl- legg frá Álfi í Ostu, 28 liðir, í nærri beinan óbrotinn karllegg frá Sæ- mundi fróða Sig- fússyni í Odda og í einbrotinn karl- legg frá Ólafi kon- ungi livíta í Dub- lin og Auði Djúp- úðgu. Eiríkur flutt- ist með forcldrum sínum frá Beru- firði og að Stöð í Stöðvarfirði, ogólst þar upp frá 1835 og til þess 1849 að hann fór i skóla. Hann tók þátt í allri heimilisvinnu, smalamensku sem öðru. Og mjög ann liann enn í dag gömlu æsku- stöðvunum. Minn- ist hann á veru sina í Stöð, talar hann jafnan um Stöðvardalinn sem sólskinsblett endurminninga sinna. Snemma var Eiríkur hneigður til tungumála, enda munu íáir skólabræður hans hafa staðið honum á sporði í latínu og grísku. Jeg hefi heyrt eftir honum haft, að langmest hafi hann lært í skóla af þeim Gísla Magnússyni og Bjarna Jóns- syni rektor, einkum þó af Gísla. Hin vísinda- lega nákvæmni hans í þýðingum á grísku og lat- nesku höfundunum, er lesnir voru í skóla, hafi sjer verið unun, og að hann hafi alt af hlakkað til hvers tíma Gísla eins og hátíðar, og eftir því hafi hann sjeð sig mest, að geta ekki haldið áfram fá- tæktar vegna að lesa hjá Gísla Ialínu og grísku að loknu skólanámi. Mjer hefur ver- ið sögð einkenni- leg saga um Eirík frá skólaárumhans, er sýnir hans frá- bæru nákvæmni og skörpu eftirtekt. Hann hafði einu sinni komið upp í Homer lijá Bjarna rektor í lýsingu Homers á boga Pandarosar og hæf- ing, er Pandaros gerði að Steingeit. Rektor skipaði hon- um svo að íslenska, og gerði Eiríkur það svo reiprenn- andi og náttúrlega, að rektor hjelt hann hefði lært þýðingu Sveinbjarn- ar utan bókar og kallaði upp: »Naa, þú kant Egilsen hjer utan að; þið hafið ekkert in- teresse fyrir því, sem þið eruð að lesa. Jeg veit ekki, hvort þú skilur hjer málið, þó þú leggir það út flydende«. Þá er sagt að Eiríkur hafisvarað: »Fyrirgefið mjer herra rektor, jeg held jeg geti, ef þjer leyfið mjer, sýnt yður, að jeg hef gert mjer far um að skilja þessa merkilegu lýsingu, því mjer þyldr hún svo stórkostlega fögur, að jeg sat

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.