Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.02.1908, Blaðsíða 8
92 Ó Ð I N N matinn; nær lægi, að húsbændurnir þökkuðu gestum sinum fyrir að hafa þegið hann. Pannig fanst mjer frú Sigríður líta á málið. Hitt herbergið er bókaherbergi Eiríks og skrifstofa hans. Þar kennir margra og góðra grasa. Flestar ís- lenskar bækur, gamlar og nýjar, sem nokkuð kveður að, eru þar við hendina. Allar kvæðabækur, allar okk- ar miklu og frægu fornbókmentir — Alt, sem íslend- ingum er kærast af bókmentum sínum, ásamt úrvali af bókaauði heimsins. Sumar bækurnar eru með skrif- uðum athugasemdum eftir Eirík sjálfan — manninn, sem skrifar allra manna fagursta rithönd, og hefur þá einstöku reglu, að skrifa jafnan hvern staf svo, að ekki sje unt að mislesa hann. Þar er einnig alt það á einum stað, sem Eiríkur liefur ritað um bókmentir okkar á útlendum tungum. Það er meira, en tlestum íslendingum er kunnugtum. Pó liggur enn allmikið hjá honum í handritum, sumt ekki fullgert. Eiríkurvill engu frá sjer sleþþa fyr en hann er sann- færður um, að það sje svo úr garði gert, að ekki verði að þvi fundið. Jafn- vel sum af brjef- um sínum ritar hann tvisvar. A efra lofti er viðhafnarstofan. Par bera fyrir augað margir sjald- gæfir munir og sumir merkilegir. A arinhyllunni þar stendur ljósmynd af Viktoriu drotn- ingu með eiginhandar-áritun hennar, send frú Sigríði. Á bókaborðinu eru öll ritverk Manarskáldsins fræga, Hall Cains, með eiginhandar-kveðju, einnig safn af grafals- myndum (Raderinger) af enskum kirkjum eftir frægan listamann enskan, með áritun hans, sem að eins hafa verið þrentuð fá eintök af — og fleiri vingjafir enska ágætismanna. Rar er líka gripur, sem dýrmætur mun þykja þegar stundir líða fram, einkum lijer á landi. Pað er eigin- handarrit Gröndals af »Tólf-álna-kvæðinu«; það er þar með öllum ummerkjum Gröndals og einkennum hans, límt á Ijereft og vaflð upp á kefli. Fyrri partinn af því hefur Gröndal skrifað vel; seinni partinn lakar, því þá hefur hann verið farinn að lýjast. Mig minnir, að síð- ustu erindin sjeu með hönd Eiríks; hann hafði vakað með honum til að útbúa þessa sjaldgæfu afmælisgjöf. Seinasta hluta kvæðisins hefur Gröndal ort upp aftur síð- an; — andinn líka verið farinn að þreytast á sprettin- urn. I Brekkubænum, þar sem frú Sigríður átti þá heima, hafði fólkið sjer það til gamans, að lesa annan enda kvæðisins uppi á loftinu, meðan hinn var lesínn niðri í stofunni. Frú Sigríður á meiri þakkir skyldar af íslendingum, en hún hefur hlotið. Hún hefur gert mikið til þess að vekja eftirtekt enskumælandi þjóða á íslenskri handa- vinnu. Heiðursblöð þau, er hún hefur útvegað landinu á erlendum sýningum, liggja í alþingishúsinu í hálf- gerðri vanhirðu. Eiríkur er hverjum manni skemtilegri í umgengni. Hann er víðsýnn og fjölvitur, öllum almennum fræðum handgenginn, tungumálamaður mikill, jafnvígur á flest hin stærri mentamál, en einkum íær í sænsku; enda les hann upp sænsk ljóð eins og innborinn Svii. Hann er hneigður til skáldskapar og sjálfur vel hagmæltur bæði á ensku og íslensku, hefur gott vit á kveðskap og mikið jmdi af, að hafa ylir kvæði. Fáir íslendingar lesa Ijóð með betri framburði en hann. Regar Eiríkur fer að hciman til þess að gegna stöðu sinni í hinu gamla háskólabókasafni, er hann jafnan klæddur einkennisbúningi enskra háskólamanna: svartri kápu, feldri um herðarnar og »spjaldhúfu« með skúfi í. Rá er hann öldur- mannlegur, jafnvel miðaldalegur, enda er staðan og tískan, sem þar ríkir, með eins konar mið- aldabrag. Vopnað- ir hermenn gæta safnsins; þeir heilsa á hermanna vísu þegar yfirmenn safnsins ganga inn. Lotningin erþjóðar- siður og er ákveðn- um reglum bundin; en þó er auðsjeð, að vel er maður þessi metinn á með- al þcirra, sem um- gangast liann daglega, og sómi er Islandi að honum í þeirri stöðu, sem hann hefur lengi skipað með heiðri hjá erlendri þjóð. í bókasafninu er margt merkilegt að sjá; en meðal þess er bindi það, sem Eirikur hefur sjálfur fundið upp, á bókaskrár, og mjög hefur ruft sjer til rúms við hin stærri bókasöfn í ýmsum löndum. Eiríkur er áhugamikill maður og eldfjörugur. Rrátt fyrir háan aldur getur hann enn leikið við hvern sinn fingur. Vel fvlgdist hann með í þvi, sem fram fer heima á Fróni. Glaðværð hans við gesti sína er fölskvalaus og innileg. Vinátta lians er hlý og haldgóð; en þungt er honum í þeli til óvina sinna. Heimili hans er íslenskur reitur i enskum jarðvegi. Rjóðerni vort og tunga á þar skjól og athvarf, bókment- ir vorar talsmann og verndara. Áhrifin þaðan eru meiri en nokkur sjer. G. M. Prentsmiðjan Gutenbcrg. Lagnrfljótsbrúin hjá Egiísstóðum á Völlum er lengsta brú lijer á landi, 480 álnir, og 4 álna breið, bygð á trjestauruni, sem reknir eru niður í fljóts- botninn. Skátrjen, sem á myndinni sjást, eiga að verja brúna fyrir isreki. Hún var vígð haustið 1905 og kostaði um 140 þús. kr.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.