Óðinn - 01.08.1910, Side 1

Óðinn - 01.08.1910, Side 1
OÐINN Stutt æíiágrip Þorsteins Jónssonar hjeraðsl. samið af lionum sjálfum í desember árið 1901 og bœtt við síðar. Jeg Porsteinn Jónsson hjeraðslæknir í Vest- mannaeyjum er fæddur á jörðinni Miðkekki í Stokkseyrarhreppi í Ár- nessýslu þriðjudaginn 17. nóvbr. 1840. For- eldrar mínir voru Jón . bóndi Þorsteinsson . bónda á Brú Pálsson- ar bónda í Árhrauni Borgeirssonar bónda á Vaðnesi og I’órdís I’or- steinsdóttir bónda í . Hæringsstaðahjáleigu . Erlendssonar bónda á Hæringsstöðum Helga- sonar. Móðir móður minnar var Katrín Hró- bjartsdóttir bónda Hæringsstaðahjáleigu. Móðir föður míns var Margrjet Gísladóttir (f. 1776 d. 1865) bónda í Kampholti Vigfússonar . stúdents á Reykjum . Gíslasonar prests á 01- afsvöllum (f 1744) Er- lingssonar (sjá ættar- tölu mina eftir Hannes Þorsteinsson ritstjóra). Vigfús stúdent á Reykjum og kona hans Guðlaug Bjarnadótlir áltu fjölda Itarna, og er mikill ættleggur af þeim kotninn. Eirikur, yngsti sonur þeirra (Gisli var elstur, Mar- grjet elsta barn hans, Jón elsta barn hennar, jeg yngsla barn Jóns), bjó á Reykjum eftir foreldra sína; barnabarnabörn hans, meðal fjölda annara, eru prestarnir Guðmundur í Reykholti, Magnús á Torfastöðum, Kjartan í Hvammi, Helgasynir, síra Magnús Andrjesson á Gilsbakka, síra Árni Þórar- insson í Miklholti og bróðir hans síra Bjarni fyrr- um prestur á Preslsbakka. Faðir minn var tví- giftur. Fyrri kona hans hjet Kristín í’orsteinsdótlir bónda á Kilhrauni; misti hann hana eftir 4 ára sambúð, átli með henni 3 börn, náði hið elsta fullorðinsárum: Magnús, nú í desbr. 1901 (dáinn vorið 1905 82 ára) til veru hjá Ásgeiri tengdasyni sínum og Kristínu dótt- ur sinni í Litlabæ i Vestmannaeyjum á 79. aldursári (fæddur á þorraþrælinn); er hann vel ern enn. Hann hjó fyrst á Skíðbakka í Austur-Landeyjum, því næst lengi í Berja- nesi í Vestur-Landeyj- um. Með móður minni átti faðir minn 5 börn, dóu 2 ung, en 3 náðu Krist- ín dó um þrítugt, Jó- liannes, sem bjó allan sinn búskap á Mið- kekki, lifir enn á 71. Faðir minn var fæddur í júní 1799, dó í júlí 1888. Móðir mín dó 1866 úr infiuensu nálægt 71 árs. Fám . dögum eftir að jeg . . var fæddur, var jeg . fluttur til skirnar aust- ur að preslsetrinu Gaulverjabæ (því þá var Stokks- eyrarkirkja annexia frá Gaulverjabæ), sem er all- löng leið; má það því harla óvarlegt heita, að fara með heilbrigt kornungt barn svo langan veg á vetrardag, en svona var fáviska manna, og er enn í dag; það er fyrir sumum svo sem lífið liggi við að fá börnin skírð sem allra fyrst, þótt alheilbrigð sjeu. Síra Jakob Árnason prófastur skírði mig; var jeg heitinn eftir föðurföður mínum, sem dó á

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.