Óðinn - 01.08.1910, Side 3

Óðinn - 01.08.1910, Side 3
ÓÐINN 35 um góðum framförum, einkum í reikningi, landa- fræði og dönsku, kver og lestur þurfti eigi að kenna mjer, en í cinu gekk mjer illa, að læra að skrifa; falleg rithönd hefur eigi verið mín sterka hlið; á endanum iærði jeg þó að skrifa læsilega, en ófagra liönd. Fyrsti kennari minn, Jón Bjarna- son, var þess mjög hvetjandi, að jeg yrði látinn ganga skólaveginn, þótlist finna lijá mjer góðar námsgáfur, og liinn síðari mun einnig hafa slult það mál. Varð það svo úr, fyrir forgöngu nokk- urra lielstu manna, sjerstaklega faktors Guðm. Tliorgrímsens, Þórðar sýslumanns og kammeráðs Guðmundsens og síra Páls Ingimundssonar, að mjer var komið lil síra Páls á slætti 1854; fór jeg þá að byrja á latneskri málfræði. Dvaldi jeg í Gaul- verjabæ við nám hjá síra Páli lil vordaga 1855, en eigi tók jeg þeim framföruin sem skyldi, því síra Páll var stirður og sfirðlyndur kennari, og beitti alls eigi rjetlri kensluaðferð, Ijet mig læra danskar bækur — aðrar voru þá ekki lil —, en lagði enga alvarlega stund á að kenna mjer dönsku, svo mjer yrði ljettara um að skilja bækurnar; verkefni hans í latneska stýla voru lieimskulega þung, og öll kenslan klaufaleg; var þó síra Páll vel að sjer, einkum í latínu, en að kenna kunni hann ekki; sjálfur var liann þur og kaldlyndur, jafnvel liarðlyndur. Á bænum var milli 20 og 30 manns, og var sumt af því fólki mjer vont í við- móti og þó verra á bak; það öfundaðist yfir því, að mig, fátækan bóndason, skyldi eiga að sefja lil men-ta; matarveitingar voru af skornum skamti, svo jeg var þar oft í meira lagi svangur, scm jeg ekki liafði verið hjá fátækum forefdrum. Hefur mjer aldrei á æfinni liðið verulega illa, nema i Gaulverjabæ, varð því sannarlega feginn að losast þaðan um vorið. Það sama vor var jeg fermdur. Síra Páll kældi mig á ýmsan liátt, sem þá var glaðvær, óspiltur unglingur- máske helst of gáska- fullur og glannalegur, því skal síst neilað, — kældi mig svo, að nærri lá, að hann setti í mig þá þrjósku, að mjer slæði á sama á hverju markinu riði, og skólalærdómur væri búinn. Hann særði mig með því, að spá illa fyrir mjer og framtíð minni — ofur prestlegt, — en að öðruvísi maður mundi vcrða úr Jakobi syni sinum, sem var 4 ár- um yngri en jeg. Jakob var vel greindur, komst í gegnum latínuskólann, fór á læknaskólann, tók þar ekki próf; liröklaðist til Ameríku, dó þar langt frá fóslurjörðu, frændum og vinum fjarri, og firt- ur lieilsu af drykkjuskap 20/i 1874 — enda liafði uppeldið verið all annað en skynsamlegt. Tvær dæl- ur síra Páls giftust, og komust báðar með fjöl- skyldu sína á hreppinn. Jeg hef verið svo marg- orður um þetta til að sýna, að það er vandfarið með barns- og unglings-hjartað, og varlega gerandi, að sýna unglingum lílt vcrðskuldaða harðneskju og lítilsvirðingu, þar sem ekkert er vissara en að frá unglingsins hálfu verði úr því æfilangur kali, og hefur sá ilt verk unnið, er slíku kemur lil leiðar. Mjer er það enn minnisstætt, hverja ónærgætni og jafnvel ranglæli síra P. hafði í frammi við mig við nokkur tækifæri, enda spöruðu ekki sumir á licimilinu með frjettaburði og rógi að blása að þeim kolum. ... Veitingar voru ljelegar á þeim bæ. Þær voru þannig um sláttinn: kaffi að morgni, enginn biti með, skyr undir hádegi, og mun þá flestum liafa verið orðin þörf á því, þorskhausar eða harður fiskur og hálf eða lieil kaka með, og stundum kaffi á eflir um kl. 4 e. h. og þunnur mjólkurgrautur á kvöldin; þetta var reglulegt sult- arlíf. Jeg minnist með þakklæti eldakonu og bús- konu þar, ekkju Guðríðar Egilsdóllur, sem veik mjer í laumi soltnum mörgum bita og sopa. Hún var gæðakona, og sá hvert viðmót og hverja við- gerð jeg átli; enda gerði jeg citt sinn löngu síðar krók á leið mína, er jeg var á ferð hjeðan til Reykjavíkur, til að hitta þessa sómakonu og gleðja hana með dálítilli gjöf, sem var vottur um, að jeg eigi hefði gleyml lienni og góðseini liennar mjer til lianda, og fann jeg að henni var sönn ánægja að sjá mig, og að lirakspárnar fyrir mjer í Bæ voru að engu orðnar, en jeg orðinn að nýtum manni. Næsta haust (1855) undir jólaföstu kom Thorgrím- sen mjer fyrir til kenslu hjá síra Jóni Björnssyni þá aðstoðarpresti í Arnarbæli í Ölvesi, síðast presti á Eyrarbakka. Síra Jón var valmenni og gæða- maður, sýndi mjer ávalt hið besta og blíðasta við- mót, var að eins ef til vill of mildur við mig. Yfir höfuð leið mjer að öllu samtöldu vel í Arn- arbæli, og jeg minnist síra Jóns sáluga einungis með tilfinningu þakklælis og virðingar, sem eins af hin- um bestu mönnum, er jeg hef kynst. Það eitt get jeg að síra Jóni fundið, að liann slundaði ekki kensluna, einkum er voraði, svo vel sem átt hefði að vera, lieldur vanrækti hana í meira lagi, en aðrar annir hans kunna að hafa átt nokkurn þátt í því; var jeg því ekki urn vorið nærri svo vel undirbúinn undir skóla sem skyldi, en komst þó inn í lalínuskólann (um vorið), og lá nærri að latneski stíllinn, sem þá var lögð svo rnikil áhersla

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.