Óðinn - 01.08.1910, Side 6

Óðinn - 01.08.1910, Side 6
38 ÓÐINN tölum birtist í blöðum síðastl. vetur, kom jeg í hús i Rvík, þar sem mjer var sagt um barn, að það hefði verið 12 pd. fætt (— IJ. Á. B. var ekki »ljósa« þess —) og talið afbrigði, miðað við skýrslu Þór- unnar. Jeg sagði Þ. frá þessu, cu hún svaraði: »Jeg efast um að það bafi verið rjett vigt«. Pró- fessor Snæbjörn Staðfeldt (— frá Staðarfelli, ísl. að ætt —) gat þess, að yfirlætissamar, einfaldar og málgar ljósmæður hefðu oft tilhneiging til að »bæta við« vigt barnanna; væri það nefnd »ljós- móður vigt«. Þær álíta, að það gleðji foreldrana, að barnið sje sem »vænst« fælt, og þykjast sjálfar meiri af, að hafa tekið vel á móti þvi. En svo kemur fyrir, að slík börn »ljettast« ótrúlega mikið á eftir). Nú í júlílok ei’u »ljósbörn« Þ. Á. B. orðin 1645. Hún hefur leiðbeint við nám á 2. hundrað Ijósmæðraefnum — haft með þeim aukatima borg- unarlaust, af áhuga fyrir, að þær yrðu sem best undir búnar lil starfsins. Og ljósmæðraefni sækjast mjög eftir, að fá að vera með henni til að æfast, meðan þær stunda nám sitt í Reykjavík. Á 50. afmæli liennar síðastl. vetur hjeldu henni heiðurssamsæli um 200 konur, er aðstoðar hennar höfðu notið, þar af ein eða fleiri »ljósbörn« hennar. Færðu þær henni jafnframt að gjöf vandaða og vel valda menjagripi (skrifborð með tilheyrandi og stól), og ávarp (í umgerð, um 2 álna hátt og rúml. 1 al. br.) undirritað 230 mæðranöfnum og kvæði, er ein konan hafði ort. Ávarpið og kvæðið eru skrautrituð (af Steindóri Björnssyni, bróður- syni hennar og »ljósbarni«) og prýða nú herbergi liennar. Úr ávarpinu má tilfæra þetta: »Þjer hafið um langa hríð haft það starf með höndum, sem eitt er meðal hinna vandasömustu og ábyrgðarmestu, og sem að sama skapi er ónæð- issamt og þreytandi, og þó ekki launað svo, sem verðugt væri. En það er vitnisburður vor, sem verka yðar höfum notið, að þjer hafið rækt starf þetla með virðingarverðri elju og samviskusemi, aldrei hlíft yður á neinni ónæðisstund, og í öllu reynst oss konum, er þjer komuð lil vor, sem góð systir og móðir. Líf og heilsu sjálfra vor og barna vorra, borinna og óborinna, höfum vjer með ör- uggu írausti Iagt í hendur yðar, og þjer hafið í öllu sýnt, að það traust var á rökum bygt. Þegar líf vort var í hættu, þá óx oss kjarkur og máttur við þrek yðar og óttalaust þolgæði. Holl ráð og vinsamlegar bendingar haíið þjer gefið oss í mörg- um greinum, og jafnan reynst oss, liverri fyrir sig, sannur vinur í sjerhverri raun. Öll yðar fram- ganga og hegðun hefur verið oss fegursla dæmi stillingar, hógværðar og slaðfestu. Þjer hafið vei ið orðfá1) og orðvör, varfærin í dómum og aðgætin í ummælum«. B. Siglufjörður. Einn meðal hinna nafnkendustu af smáfjörð- unum í kringum ísland er Siglufjörður; ástæðurnar fyrir því eru hinar miklu siglingar, sem fiskiveiða- skip, bæði útlend og innlend, hafa þangað á sumr- um, einkanlega siðan Norðmenn fóru að stunda þar síldarveiðar. Fjörðurinn cr lítill og fjöllum girtur nema frá bafi, og liggur beint frá norðri inn í skaga þann, sem gengur fram á milli Skagafjarðar að vestan og Eyjafjarðar að austan. Höfn er þar ágæt fyrir skip að liggja á þegar vond eru veður, enda noluð þá mjög. Inni fyrir miðjum firðinum að vestanverðu gengur fram eyri sú, sem kauptúnið stendur á og mest þeirrar bygðar, sem við fjörðinn cr; þar er í kringum 400 manns búselt. En þá mánuði, scm unnið er þar að síldarveiðum á sumrin, frá miðj- um júlí til septemberloka, er þar mjög fjölment, svo að t. d. í ágúst munu skrifa sig þar á annað þúsund manns. Er þá líf og fjör í öllu á firðinum, höfnin al- selt skipum um helgar, svo að nærri er lil liindr- unar fyrir sum þeirra að sigla úl og inn, því skipalegan er lítil, en þar þá stundum um 200 þilskipa, auk smábáta. Sjómenn flokka sig þá í landi og ganga til og frá eins og licrfylkingar um kaupstaðareyrina og upp um fjarðarhlíðarnar, og sjesl þá fólk þinga saman. Kirkjan er troðfull alt kvöldið; þar heldur ræður »klerkur Norðmanna« og ýmsir fieiri; hjálp- ræðisherinn er í öðru lagi í tjaldi sínu. En þótt báðir þessir staðir hafi sitt fólk, vanta menn ekki á kaffihúsin. Þar er drukkið kaffi og öl og dansað langt fram á nælur. Það er síst að undra, |)ótl eigi fari sem best orð af þessu margmenni, því þótt margt sje siðlált og gott lólk, er hagar sjer eftir lögum guðs og manna, er fjöldi þar saman kominn 1) í skírnarveislu: Er Ijósmóðurin ekki lijer? — Jú, hún siiur þarna, — Jeg varaði mig ekki á því; getur það verið Ijósmóðir, sem ekki er sí-skrafandi.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.