Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.08.1910, Blaðsíða 8
40 ÓÐINN Við bryggju á Siglufirði. skólinn og Templarar liafa bygt í sameiningu. — Enginn efi er á því, að Siglufjörður gæti ált góða framtíð fyrir höndum, eins og íleiri hjeruð hjer á landi. Inni í firðinum er mikið land, sem gott er til slægna og grösugt mjög. Jarðeplarækt mætli hafa þar góða og sjávaraíli segja menn að bregð- ist þar eigi árið um kring, þegar hægt sje að stunda hann. En það er oft erfitt, því vetrar eru þar harðir og langir, svo að mikil hyggindi og dugn- að þarf til þess að geta fært sjer vel í nyt það, sem land og sjór hefur fram að bjóða. (Frá sumrinu 190!)). Magtiús Gislason. 0 Gömul brjef frá Pálí Melsteð til Helga Hálfdánarsonar, pá stúdents i DOfn (seinna lektors). IX. Húðum 14. Aug. 1852. Elskulegi vinur! Jeg þakka pjer fyrir tilskrifið í vor, ástúðlegt eins og vant er. Hjeðan frá Búðum fer nú skip eitt, »Haabet« kallast það, og kapteinninn »Præst«, þó hann sje hempu- laus, og með því á miði þessi að fara. Jeg þori nú ekki að liafa hann stærri en þetta, því skipið er svo lilaðið af ullu, tólg, fiski og lýsi. Nú má sannarlega segja að gott sje í ári. Síðan í vetur í mars hafa verið einlæg góðviðri, frostleysur í vor og snemmgróið, engir sjerlegir þurkar eða kuldar framan af sumrinu, svo grasvöxtur varð í betra lagi og nú hagstæðasta tið all- an sláttinn, sem af er. Og víst mundu nú Snæfellingar auðgast og blessast, ef þeir kynnu sjer hóf, þvæu sjer um höndur og andlit, hrcinsuðu varning sinn betur, bygðu snotrari bæi, keyptu minna af kaffi og brennivíni. En þeir eru í þeim fjand- ans álögum, að þegar vel gengur, þá kunna þeir sjer ekki hóf. Kaffidrykkjurnar keyra fram úr hófi og brennivínsbrúkun er mikil. Pó er hún miklu meiri á ísafirði, því að sjálf- um Satan þykir þar nóg að gert. — Alt cr hjer friðsamlegt hjá mjer. Við erum nú að búa okkur undir alþingiskosningar, sem ciga að verða í sept. næstk. Sú kosningarsam- koma verður einhver sú auðvirðilegasta með- al kristinna manna, því bæði eru menn ergi- legir og snej'ptir, og svo komast svo fáir að kosningunni eftir þeim lögum, sem nú verð- ur kosið eftir, nfl. tilsk. 8. mars 1843. Ekk- ert veit jeg hvaða skepna hjer verður valin. Sra Svein (Níelsson) og sra Árna (Böðvars- son) má ei taka, þeir eru 3 mrk. menn. Mig má ei kjósa, því jeg er kjörstjóri, og svo vil jeg eigi láta kjósa mig, þó einhver vildi, því jeg er ónýtur og ræð ekki við neitt, og get orðið mjer nóg til minkunar hjer heima, þó jeg fari ekki að seilast til þess suður á land. — Nú er jeg að byggja mjer timburkofa í Bjarnarhöfn. Pað er falleg jörð skamt frá Stykkishólmi og ætla jcg að kosta kapps um að koinast þangað í haust, því hjer vil jeg ekki vera ýmsra hluta vegna. Er jeg svo oft á ferð yfir fjall- garðinn hjer á Nesinu. Petta kostar mig nú skollans mikið, en tekjur hjer litlar og i skjaldaskritlum og baugabrolum. Við erum öll frísk í sumar. S. mín er nú í Slykkishólmi, hjá afa sínum, og er að læra stillingu og hannyrðir. Pað er nú ein min inesta gleði, að þessir krakkaungar 3, sem jeg á lifandi, sýnast vera heldur elnileg en hitt, hvernig sem þau nú reynast í veröld- inni, ef þau eíga nokkuð hjer að dvelja. Að vori mun nú fara að síga á seinni hluta veru þinnar í Khöfn. Máske þú komir þá hjer inn, eða hjer við, og jeg verði lifandi og hitti þig; það væri mjcr gleðistund. Pví það er svo margt ef að er gáð sem um er þörf að ræða, en þessi brjef þau eru svo ónýt, það er eins og fljúgandi farfugl frá öðru landi, sem ekkert veil og frá engu getur sagt. Tengdamóðir mín biður kærf. að heilsa þjer og ætlar að skrifa þjer seinna. En nú kveðjum við þig öll, og óskum þjer allrar blessunar í bráð og lengd. Pinn einlægur elsk. vin P. Melsteð. .T<>ii Ti'sniísti. Saga hans »Fylgsni« er nú fiill- prenluð og vcrður innan skams fáanleg hjá öllum bók- sölum. Pað cr III. þáttur Heiðarbýlisins. »Um úiengisnautn sem pjóðarmein, og ráð lil að úlrgma hennhc lieilir bæklingur, sem nýkominn cr út, eftir Guðmund Björnsson landlækni, en kostnaðar- maður er Sigurður Eiriksson reglufioði. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.