Óðinn - 01.12.1910, Page 5

Óðinn - 01.12.1910, Page 5
ÓÐINN 69 Mannskaðinn á Mosfellsheiði veturinn 1857. Nú eru að eins tveir eftir á lífi þeirra 14 manna, sem úti lágu á Mosfellsheiði hina voðalegu hríðarnótt milli þess 7. og 8. mars veturinn 1857. Eru það þeir Guðmundur Pálsson á Hjálmsstöðum og Pjetur Einarsson frá Felli. Flytur nú »Óðinn« hjer myndir þessara manna, ásamt skýrri og greinilegri frásögn atburðarins eftir Guðmundi á Hjálmsstöðum. Mun sú frásögn vera rjett og hlut- drægnislaust sögð, því Guðmundur er maður stál- minnugur og óljúgfróður. Frásögn hans er á þessa leið: »Að morgni hins 6. mars veturinn 1857 lögð- um við af stað til sjóróðra átta menn saman úr Laugardalnum. Var þá snjódrífa og lausamjöll mikil, en þó frostlítið. Við lijeldum sem leið liggur út Lingdalsheiði. þegar við komuni út í svo nefnt Barnaskarð, komu til samfylgdar við okkur sex menn úr Bisk- upstungum, sem einnig voru á leið til sjávar. Tal- aðist þá svo til milli okkar, að við yrðum allir samferða, úr því við á annað borð áttum allir samleið. Þess skal getið, að í öllum þessum hóp voru að eins menn á besta aldri, flestir á þrítugsaldr- inum, að eins einn fyrir innan tvítugt, og flestir voru mennirnir duglegir og vel frískir. Þenuan dag höfðurn við upphaflega ætlað okk- ur að komast að Kárastöðum og Heiðarbæ (ystu bæjum í Þingvallasveit). En vegna ófærðar og dimmveðurs komumst við ekki nema að Vatns- koti og Þingvöllum, og náðum við ekki þangað fyr en um háttatíma. Skiftum við okkur svo nið- ur á þessa tvo bæi til gistingar. Á báðum þessum bæjum var okkur tekið eftir föngum, þurkuð af okkur vosklæði eins og hægt var og eftir föngum einnig veittur beini. Út af gistingu okkar á þessum bæjum spunn- ust ýmsar sögur, ýktar og ósannar, t. d. það, að ekkert hefði verið liirt um sokka okkar og við hefðum farið í þá jafnblauta að morgni eins og við hefðum skilið þá við okkur kvöldið áður. En þrátt fyrir góðan vilja fólksins, sem við gistum hjá, voru föt okkar stamdeig, og við alt annað en vel við því búnir, að taka móti þeim ósköpum, er við áttum fyrir höndum. Morguninn 7. mars1 lögðum við snemma upp frá Þingvöllum. Var veður þá allgott, ljettur á vestur- og útsuður-loftið, en þykkur og dimmur í austrið. Frost var ekki mikið þá um morguninn.en snjór var mikill á jörðu, svo að ófærð var fyllilega í linje; sótt- ist ferðin þar af leiðandi afarseint. Þegar við komurn út í svonefnda Vil- borgarkeldu, fór að byrja að hvessa, og herti þá jafnframt mjög frostið, svo fötin stokkgödduðu á okkur Og áttum Guðmundur Pálsson. við því enn erfið- ara með að komast áfram. Á svonefndum Moldhrekkum, næstum því á miðri Mosfellsheiði, var sæluhúskofanefna, og töl- uðum við þegar um, er veðrið versnaði, að reyna að finna kofann og láta þar fyrir berast. Þegar við hugðum okkur komna svo langt, dreifðum við okkur til að leita kofans, en gátum með engu móti fundið hann, enda var þá komin blind- hríð með feikna frosti og fannburði af hánorðri. Var þá eina lífsvonin úr því sem komið var, að reyna að ná til bæjar í Bring- unum, en þangað var enn löng leið . fyrir höndum. . Hjeldum vdð svo áfram skáhalt við veðrið og liöfðum nóg með að halda hópinn og tvístr- ast ekki hver frá öðrum. í kring um sólarlagið fórum við að halda Pessi mánaðardagur er víst rjett til greindur. l’vi í »Pjóðólfi« sem út hefur komið mánudaginn 9. mars 1857, er þessa atburðar get- ið á þcssa leið: »7. þ, m. lögðu 14 sjóróðramenn vestur j'fir Mosfells- lieiði, náðu 8 þeirra bygð morguninn eftir. flesfir að fram komnir, en 6 urðu úti. — M. G. Pjetur Einarsson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.