Óðinn - 01.12.1910, Side 8

Óðinn - 01.12.1910, Side 8
72 ÓÐINN öll upp komin, en dóttir hans ein, Guðrún að nafni, á heima hjer í Reykjavík og rekur hún þar verslun. Nú er Pjetur bráðum 79 ára gamall, en þrátt l'yrir þann aldur og alt það, sem liann hefur orðið að reyna um dagana, ber hann sig vel. Er sjald- gæft að sjá jafn-gamla menn ekki meira fyrir- gengna en Pjetur er. Hann hefur enn allgóða sjón og minni gott; dökkur er hann enn á hár og furðu lítið hærður eftir aldri. Pjetur er meðalmaður á hæð og hefur hann svarað sjer vel, fjörmaður kvað hann hafa verið mikill og greindur vel og drengur góður eftir allra dómi, sem hann þekkja. Svo hafa kunnugir sagt frá, að enga þeirra manna, sem lífs komust af á Mosfellsheiði í fyr- nefndu mannskaðaverðri, muni lrafa kalið jafn- rnikið eins og einmitt þá Pjetur og Guðmund. Mun Pjetur þó liafa kalið öllu meira, því nærri var komið, að af honum yrðu teknir báðir fætur og önnur heDdin. En það kveðst hann með öllu hafa fyrirboðið að gert væri, og var það einungis það, sem bjargaði honum frá að missa þessa limi með öllu. En allar tær misti hann af báð- um fótum og eitthvað af beinum úr annari hendinni. 15/n 1910. M. G. r Ur krosskvæði Brynjólfs biskups. (Carmen votivum de cruce). Hann fær enga ráðning, er feðurna níðir, því fólk vill það heyra ; kumpan þeim lieldur er hátt hossað í jafningjasoll. Vjer sáum til haturs, og ónýtum alt það afburðalausa, hitt, sem til verðleika veit, er vjelað með heiftum til sín. A feðranna moldir er migið, og moldirnar hafðar að spotti, svívirt er flest, sem er fornt, — fremd þykir jafnvel í því. Lögskyldan heiður þú ílæmir og flærð af foreldrum manna, sómanun. sviftirðu þá. Svona er athæfi þitt! En af livaða foreldrum ertu þá sjálfur? Einmitt þeim sömu, er selurðu skrílnum í skimp, skopan og spjeskap og dár. Svona virðingu velurðu þeim, sem þjer veittu íyrst lííið, að móti þeim ofríki með magnarðu andskotaflokk. Nú eiga þeir, sem fyrir þig fyrr heltu’ út falslausum tárum af einlægum ásthugagrát, athlægi að verða hjá þjer. Þeim framliðnu skiftirðu’ og flettir í þrent, svo sem forvitri mikill rjettvís og ráðvendnin sjálf, rjettandi hverjum sinn part. Möðkunum limuna sendirðu sjálfur, en sálina í Víti, kvalarinn þriðji ert þú, og þú, sem á mannorðið legst. Maðkarnir hætta, — og það skilur þó, — en þið haldið áfram töglandi Marðar með tönn tugguna sína hver einn. Og víst er ei sálunum vægari dómur veittur nje mýkri, er þú skapar ómerkur þeim, og það kallar ráðstöfun guðs. Hvers vegna gefurðu guði’ ekki neitt ? Hví gefurðu alt Djöfli ? Þú ert víst að sanna það þá, að þú vildir hafa það svo. Hví í hásætið Faeton ræðstu og ryðstu og í rökstólinn drottins sálnanna dómari, sem ert sessrækur þegar f stað ? Annar á dómari dóm hjer á sök, og dragstu burt óðar, hröklastu’ af þinginu heim og halt þjer í skefjunum þar. Hvað mundu óvinir harðara leika hernumdar borgir en reynst hefur raunin af þjer, ræktarlaus ættfeðra skömm ? Gefum drotlni þau mál, sem drottinn á sjálfr. En ef Djöflinum viltu gefa eitthvað, gefðu honurn þitt. Guðs láttu hreint vera kyrt. Gamall í’ithöíundur. Páll Rjörnsson próf. í Selárdal, sem hjer fylgir mynd af, dóttur- sonur Arn- gríms lærða . og sonar- . sonurMagn- úsar prúða, var lærðast- ur maður í . Austur- . landamálum á sinni tíð hjer á landi. . Hann var . . aldavinur . Brynj. bisk- ups Sveins- sonar og rituðust þeir á um mörg lærdómsefni og ræddust við um þau, pegar þeir fundust. Pað var í samræðu við sira Pál, að Pórður varabiskup Porláksson gaf orð í, en Brynjólfur biskup sagði þetta, sem minnisstætt er orðið: »Pegiðu barn, þegar lærðir menn tala«. — Síra l’áll ritaði margt í guðfræði og öðr- um lærdómsefnum, en einna nafn- kunnastar eru ritgerðir hans móti göldrum og galdramönnum og of- sóknir hans við þá. Brjef hans til þingheims 1671 móti Jóni Úlfssyni, sem borinn var göldrum, er prent- að hjá Espólin, fult af ofsa og á- kefð, en var vel tekið upp af lög- mönnum og öðrum sökum álits þess, scm síra Páll var í. Eftir lát Pórðar biskups Porláks- sonar vildu flestir að síra Páll yrði biskup í Skálholti, en liann afsakaði sig sökum elli, og varð þá Jón frændi hans Vídalin Skálholtsbiskup. Brynjólfur biskup sendi síra Páli latínukvæði sitt »De Cruse« (Kross- kvæði) til yfirlits og umsagnar. Síra Páll var fæddur 1620, stund- aði nám við háskólann í Khöfn 1641 —44, vígðist til Selárdals 1645 og andaðist þar 1706. Páll Björnsson. * * * Prentsmiðjan Gntenherg.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.