Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 3
OÐINN 3 Yfir tindum ættarlands álfar kynda ljósafans. Stíga vindar vetrardans. Við skulum binda Ijóð í krans. Ljósbjört höllin logum strá; leiftrar mjöll við tunglsins brá. Silfrar völl og svala lá; svanhvíl fjöllin tindra’ og gljá. Hugann toga hulin völd. Hlær á vegum stjörnu-kvöld. Norðurloga leiftur köld leika’ um bogans gullin-tjöld. Kvika ljós og kasta sjer. — Kvistir frjósa’ á rúðugler. Yndi kjósa mun jeg mjer, meyja rós, um stund hjá þjer. Við segulblóma’ og svella skraut sakna’ eg hljóma’ og yls í þraut. AIl þó Ijómi uppheims skaut er mjer lómleg vetrarbraut. En þó að dvíni þrek um sinn þegar hvín um liúsvegg minn, elst og hlýnar hugurinn, hrund, við þina smáu kinn. Um mig streymir alda þýð; alt mjer gleymist þjark og strið. Vin þinn dreymir vorsins tíð, vísna hreim og söng i hlíð, Lýsir strindi, ljómar sær; ljúfum vindi hvolíið þvær; glóir rindi, glúpnar snær, glaðnar lynd og fossinn hlær. Ómar skor við elfar spil, egnir þor í draumsins hyl. — Hjá þjer vor við hljóm og yl hinstu spor jeg ganga vil. — — Hlusta betur! Horfðu lengur! Hlusta betur! Horfðu lengur! Hljóð in gullna bylgja fer; aðeins vitur, valinn drengur veit hvar hæsta kambinn ber. Undir hönd mjer ef þú gengur eitthvað máske á leið þú sjer. Engum hlíti æðra dómi cðli þitt á slíkri stund; liggi alt í Ijettu tómi líf og orðstír, fje og sprund. Frjáls í söngvum sál þín liljómi svo sem fugl í kyrrum lund. Ljósaskifti leiki’ í geði líkt og skýsins geislatraf. Láttu svella sorg og gleði svo sem elfur falli’ í haf. — Legðu eigið lán að veði ljóðheims móli töfrastat. Auðnar kaldi um þig næðir — ólgar haf með þungum gný; en er svíður sárt og blæðir sjálfku, greiðast drungaský, uns þjer birtast andans hæðir og þitl veð er laust á ný. S5»pr*etlnr*. Ljóðaleikur. — Fljettubandaháltur; Ijóðstöfun sljettu- banda; aldýra, vatnsfeld. Umskiftingur (= til að snúa á marga vegu). Jálknum mana örgum al ofnir barða gálkna; tálknum grana fjörgum fnat fofnir gjarða bálkna. (Bálkna gjarða fofnir fnat fjörgum grana tálknum; gálkna barða ofnir at örgum mana jálknum). Mön = fax; mana jalkur = hestur; argur = óstjórn- legur, ólmur; at = beitti, hleypti; barð = hlif, skjöldur; galkn = gammur; barða galkn = sverð; o. b. g. = mann- kenning; grana talkn = andfæri, nasir; fnat = fnæsti, bljes; gjarða balkn = söðull; f. g. b. = hestkenning. 8 7 G 5 Hesti ólmum hleypti maður; 4 3 2 1 nösum Ijörgum bljes hestur. (Að nokkru eftir Hallfr. vandræðaskáld). B. B. %

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.