Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 7
Úr sinninu eyddi það sorg og kvíða. Úá sættist jeg aftur við dalinn niinn. ÓÐINN 7 Gígjan. Sorgirnar flýja söngva hljóðin blið. Stund er að knýja strenginn þinn gígja að stytta mjer tíð. Með hljómnum þínum hlýja mjer huggun færðu nú. Svo eyðir leiða aðeins þú með ómnum þinum, gígja. :,: L. Sí Frú Herdís Benediotser,. Myndin, sem lijer fylgir, er af frú Herdísi Bene- dictsen frá Flatey á Breiðafirði. »Par var hún fyrst erfðaprinsessa fram að tvítugu, og síðan drotning vestanlands, við auð og orku föður og eiginmanns«, segir Þórhallur Bjarnarson hiskup nýlega um hana í »N. Kbl.«. Hún var dóttir Guðmundar Skevings i Flatey, en gift Brynjólfi Benedictsen, er þar var síðar lengi, og eru þeir báðir þjóðkunnir menn. Frú Herdís bjó lengi hjer í Reykjavík, eftir að hún varð ekkja, og andaðist hjer fyrir rúmum 14 árum. Eftir sig látna gaf frú Herdís 40 þús. kr. til þess að koma upp kvennaskóla á Vesturlandi. þessi kvennaskólasjóður er nú orðinn yfir 70 þús. kr. Er á það minst i »N. Kbl.« að nú ælli að fara að luigsa til að koma þeim skóla upp, að minsta kosti eigi síðar en á 100 ára afmæli frú H. B., en það er árið 1920. Biskup telur i »N. Kbl.« að hún muni liafa ætlast lil að skólinn yrði í sveit, og bendir á Ólafsdal, vegna þess, hve vel er þar um húið fyrir, en telur annars Flaley næsla til að njóta gjafarinnar. Frú Herdís »var kvenna fríðust og höfðing- legust í sjón, og hjelt þeim yfirhurðum til hárrar elli. Og um leið var lnin svo göfug og góð. Verður að taka þau orð í sinni allra fylstu merk- ingu, til þess að ókunnugir skilji, með hvaða huga vinir frú Herdísar minnast hennar«, segir Þór- hallur biskup um hana í »N. Kbl.«. Börn þeirra Brynjólfs og Herdísar dóu ung, nema ein dóttir, er Ingileif hjet, og varð hún þó Frú Herdis Benedictsen. ekki nema rúmlega tvítug. Gjafasjóðurinn her nafn þeirra frú Herdísar og þessarar dóttur hennar. % Myrkur. Riss eftir Kórmák. IJað var haustkvöld. Hann gekk einsainall. Að baki hans var fjöl- bygðin með ljósum sínum, sem dreifðu glaðlega birtunni út frá sjer. Fyrir framan hann var myrkrið, sem grúfði sig yfir grundina með einræðislegu ein- veldi eins og vaninn yfir Ijöldanum, kolsvart eins og hugsanir hans og ótakmarkað eins og gleymsk- an. Úr loftinu ýrði kraparegni, sem næðingurinn hafði að leikfangi til að hreyta í andlit hans. Það var eins og að með því væri myrkrið að láta hann finna, hve það gæti verið andfúlt. Vegurinn var samlitur myrkrinu og flóði í aur og ófærð, — eftir- mynd lífsferils hans. Hann hafði um nokkurn tíma undanfarinn notið sólskinsstunda tilverunnar, og þá höfðu harm- ar hans og þunglyndi hjaðnað ogliorfið; en í stað

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.