Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.04.1912, Blaðsíða 8
8 ÓÐINN þess að þverra og eyðast að fulln, hafði það safn- ast fyrir í kyrþey eins og vatn í jökuldæld, og nú kom atvikið, sem olli því að jökulhlaupið braust út. Hann æddi áfram út í myrkrið, eins og hann vildi kæfa sjálfan sig í helmekki þeim, er yfir jörð- unni hvíldi; en það var óáþreifanlegt eins og trúin og tálfult eins og hræsnin. »Að baki mjer er Ijós, úti og inni« — svo hugsaði hann — »það lýsir mönnunum, sem eru bjartir og geta notið þess. En væri jeg þar með, mundi slá fölskva á ljósið; jeg spilti að eins birt- unni fyrir hinum. Þvi ber mjer að vera í myrkrinu. Jeg gleymdi því, hver jeg var; jeg fór að lifa með hinum lifandi; jeg misti hið fyrra jafnvægi mitt; jeg gætti þess ekki að rífa upp með rótum þá vísa, sem máttu ekki vaxa; jeg bygði mjer hallir úr björtum vonum, — hallir, sem glitruðu af un- aði eins og skrúðvangur gleðinnar. Þær hrundu, þvi þær vantaði grundvöllinn. Nú á jeg aftur von, að eins eina von, þá ein- ustu, sem jeg má eiga—: jeg sje tortímingu mína. Að baki mjer, þar sem Ijósin eru, þar fer líf mannanna að eðli sínu, því þar er lífsgleðin, sem skapar lífslöngunina og bjartsýnið. Þar eru mennirnir að setja móðu á augu barna sinna, með mikilli umhyggju og nærgætni, og mest þeir, sem verst eru sýnir, til þess að þau sjái ekki myrkur tilverunnar. Og svo segja þeir þeim að myrkrið sje ljós og vitið sje óvit og dauðinn sje líf. Og börnin trúa þessu af því þau sjá ekki, og eru sæl, þangað tíl móðan fellur af augum þeirra og þau verða að sjá. Æ, hví þurfti jeg að sjá? Eða hví þurfti jeg að verða blindaður, til þess að jeg skapaðist að óeðlilegum hætti, — þeim hætti, er blindnin felur í skauti sínu, hinu hyljandi, Iofandi, ósýnilega lýs- andi? Og svo þoldi jeg ekki sjónina, er jeg hlaut að fá hana, af því jeg hafði ekki skapast að hennar hælti. Að baki mjer, þar sem ljósin eru, þar situr hún á einum stað, — hún, sem hafði gert myrkrið bjart, gert dauðann að lífi, gert hret lífsins að sól- skini, — hún, sem hafði gert kraftaverk án þess að vita af því sjálf, gert þau af því henni var það meðskapað, — hún, sem þekkir ekki myrkrið af því hún er sjálf Ijós. Er ekki sýnilegt að náttúran bægi burtu skynseminni þegar minst varir? Og jeg, brjóstmylkingur myrkursins, lifði þá til þess að slá fölva á roðann og fölskva á Ijósið, og ef til vill ala afkvæmi, sem ættu sama lif og jeg fyrir höndum —: lifðu að eins sjálfum sjer til þrautar og engum til ánægju.— — — — —' ■— — Hann var korninn fram að sjó; þar gengu klettar fram á aðra hönd honum. Fyrir framan þá ljeku öldurnar sjer með villiæði og rendu sjer svo löðrandi inn í víkina. Hann staðnæmdist og hlustaði.— — — — — — — — — — »Sá er mannkyninu þarfastur, sem heggur rotnandi Iim af stofni þess, áður en það sýkir frá sjer. Afbrot náttúrunnar verða aðeins jöfnuð með því að uppræta«.— — — — — — — — Hann titraði lítið eitt og greip um hjartað.— »— Heigull! Hikarðu við að gera einu sinni rjett? — — Hikarðu?! — — — Myrkrið grúfði sig eins og helmökkur yfir grundina, eins og áður. Og langt út í drungann barst ómurinn af briminu í víkinni, — griinmi- legur eins og urr rándýrsins yfir nýhremdri hráð. * Blás, blás — Stælt eftir T li o r Lange. Blás, blás þú, stonnur-—napri kuldi, níst og sker. Á næturboga hátt skín stjarna, — önnur nær, Lágt, lágt við hafsbrún. Ljós tvö halda föngnum mjer Og langt er annað burt — of langt! . . . og liilt of nær. Blás, blás þú, stormur — napri kuldi, níst og sker. Það nær mjer var, var ekki ljós — var missýning. Hitt skín nú einnig birtu þess, sem bliknað er. Blás, blás þú, stormur — þrumulögin köldu syng. Gunnar Gunnarsson. .íóniis HallKrímsson. Kvæði lians og rit ætlar Jóh. Jóhannesson bóksali að gefa út í sumar í vandaðri útgáfu. Hefur hann auglýst, að liann hafikom- ist yíir nokkuð af kvæðum eftir Jónas, sem ekki hafi áður verið prentuð, og bæti þeim við. En mjög varlega ætti hann að fara í það. Þetta rnunu helst vera kvæði frá yngri árum Jónasar, sem ekki er líklegt að bæti safnið. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.