Óðinn - 01.05.1912, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.05.1912, Blaðsíða 5
Hallgrímur Melsteð fyrv. landsbókavörður. ÓÐINN 13 Hann andaðist hjer í Reykjavík 8. sept. 1906, varð bráðkvaddur, og hafði þá verið við landsbókasafnið milli 20 og 30 ár, fyrst aðstoð- armaður hjá Jóni Árnasyni bókaverði frá því skömmu eftir 1880 og til þess, er Jón sagði af sjer 1887, en þá varð Hallgrímur aðalbókavörður og var það síðan til dauðadags. Hann var fæddur í Stykkishólmi 26. jan. 1853, var yngsta barn Páls amtmanns Melsteðs og seinni konu hans, Ingileifar Jónsdóttur prests í Klausturhólum, Hallgrímssonar Bachmanns læknis i Bjarnarhöfn. Var Hallgrímur Melsteð yfir 40 árum yngri en hálfbróðir lians Páll sagn- fræðingur, sem var elsla barn Páls amtmanns melsteðs. H. M. útskrifaðist úr latínuskólanum 1873, fór þá til háskólans í Khöfn, tók þar heimspekispróf og las síðan nokkur ár læknis- fræði, en af embættisprófi varð ekki. Hallgrímur var mikill maður vexti og föngu- legur á velli, gáfumaður og vel að sjer á marga vegu, en naut sín ekki á fullorðinsárum vegna langvarandi heilsuleysis. Nokkur ár var liann tímakennari við latínuskólann og kendi þar dönsku. Hann var vel að sjer i sagnfræði og hefur ritað Fornaldarsögu, sem Bókmentafjelagið hefur gefið út. Fleira hefur hann og ritað sagn- fræðilegs efnis. Hallgrímur Melsteð. Landsbókasafnið var geymt í Alþingishúsinu meðan H. Melsleð var bókavörður og fylgir hjer með mynd af lestrarsal þess. Þar, sem hann var áður, í vesturenda liússins út að Kirkjustræti, en er nú kennarastofa há- skólans. Landsbókasafnið var flutt í Al- þingishúsið 1881, þegar húsið var nýbygl, og fjekk þá fyrst Landsbókasafns-nafnið, því áður hjet það Stiftsbókasafn og var geymt á loftinu í dómkirkjunni. Fyrir löngu var húsrúm safnsins orðið alt of lítið í Alþingishúsinu, og var þá bygt handa því og fleiri söfnum landsins hið nýja hús við Arnarhól, er »Óðinn« hefur áður flutt mynd af. Eins og myndirnar sýna, er mikill munur á lestrarsal safnsins nú, í nýja húsinu, og hinum, sem það hafði í Alþingishúsinu og hjer er mynd af. Leátrarsulur luudsbókasarusitis Irú 18SlDtil l‘J09.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.