Óðinn - 01.05.1912, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.05.1912, Blaðsíða 8
16 ÓÐINN jafn ójrggjandi og hinar rúmfræðilegu röksemdir Euklids. Gat hann þess ennfremur, að hann hefði sjálfur i smíð- um rit eitt guðfræðislegs efnis. Oskaði hann mikilega aðstoðar Magnúsar til að ljúka við það og mæltist til að Magnús gjörði sjer þá ánægju að heimsækja sig. En Magnús átti illa heimangengt svo fjelaus sem hann var. Nokkurii af vinum Magnúsar komust að þessu. Skutu þeir saman fje nokkuru í farareyri handa honum, til þess að hann gæti tekist þessa ferð á hendur, — einu langferðina, sem Magnús mun hafa farið öll árin írá því er hann kom ungur stúdent frá íslandi. Meðal ann- ars var Magnúsi fenginn nýr fatnaður til Stokkliólms- fararinnar, en það ætlaði ekki að ganga greitt að lá Magnús til að klæðast hinum nýja fatnaði. Honum þóttu fötin altof fín lianda sjer. »Hvað ætli menn þó segi, er þeir sjá mig í slíkum skrautklæðum?« mælti hann, en ljet þó undan um síðir. Og þessarar dvalar sinnar í Stokkhólmi mintist Magnús jafnan upþ frá því með hinni mestu ánægju og það því fremur sem trúar- stefna lians hafði átt miklu meiri vinsældum að fagna í Svíþjóð en i Danmörku. Annars var Magnúsi þvert um geð, að vinir hans hefðu mikið við hann. Pannig minnist jeg þess, þótt lítið sje, einhverju sinni er Magnús heimsólti mig í Slagelse (jeg var þá orðinn forstjóri gagnfræðaskólans þar í bænum), hversu hann rak i rogastans, er jeg færði honum sjálfur morgundrykk hans í rúmið. Þetta fanst honum keyra úr hófi fram og mælti: »Friðrik minn góður! þetta nær engri átt, þið gerið úr mjer dekur- drós að lokum! Slíksmáatvik — og þau voru mörg þessu lík — lýsa manninum. Hjer mætti, mutatis m u t- andis, segja með Jóhannesi Húss: »0 sancta s i m p 1 i c i t a s!« (þ. e. O, þú heilaga einfeldni!) Hin rökfræðislega nákvæmni Magnúsar, er liann gerði grein kristindómsskoðunar sinnar, var oft þrungin af eldlegu sannfæringarmagni, bæði þá er hann varði sínar eigin skoðanir og þó einkum þá er hann rjeðist á skoðanir andstæðinga sinna meðal guðfræðinganna. Pví að Magnús var í rauninni geðríkur maður. En hins vegar átti þó jafnframt barnslegt blíðlyndi heima í sálu hans. Kom það einkum í ljós þá er Magnús, sem að eðlisfari var mjög söngelskur maður, annað hvort söng eða Ijek á fiðlu. Minnist jeg þess sjerstaklega hvernig hann söng sænska kvæðið: »1 rosens doit, í blomster- lundens gömma«, sem Gústaf Svíaprins (sonur Óskars I.)á að hafa ort, bæði texta og lag, til norskrar prests- dóttur, sem hann unni hugástum, en fjekk ekki að eiga, slíkir sem hirðsiðir voru þá við sænsku konungshirðina. Hvort innileiki sá, er kom fram hjá Magnúsi, er hann söng sjerstaldega þetta kvæði hafi átt rót sína að rekja til sárra endurminninga um svipuð vonbrigði í lífi sjálfs lians (eins og sumir hjeldu), — um það fjekk jeg aldrei spurt Magnús og skal því ekki heldur staðhæfa neitt um það efni. Einhvern tíma, þá er konan mín elskuleg, Konstance, hafði lesið hið litla rit Magnúsar »U m bæ n i n a«, sagði hún við hann, að hann hlyti að vera búinn hæfileikum til að rita uppbyggilegar hugleiðingar, og livatti hann jafnframt til þess að helga þess háttar ritstörfum krafta sína eftirleiðis, en gera minna að hinu—deiluritunum. Pessu svaraði Magnús hjer um bil á þá leið, að til þess langaði sig lika um fram alt, en lil þess að geta bygt upp, yrði ávalt fyrst að rífa niður, til þess að fá trygga undirstöðu. Pcssu gat nú konan mín ekki samsint, því að liún áleit, að ávalt væri næg undirstaða að byggja á. Þegar Magnús lá banaleguna úti á Friðriksspítali, heimsótti jeg hann tvívegis. Fyrra skiftið sem jeg kom til hans var hann býsna þungt haldinn; bjóst hann þá við því sjálfur, að hann ætti skamt eftir og ljet sjer þá tilhugsun vel líka. Jeg sje hann enn í huga mjer, þarsem hann sat upp við koddann og veifaði hendinni til mín að skilnaði, er jeg gekk út úr sjúkrastoiunni. Pegar jeg kom til hans síðara skiftið lá hann í einhverju móki líkast því sem hann svæfi. Hjúkrunarkonan, sem stund- aði hann, íslensk kona, sagði mjer, að búist væri við dauða hans á hverri stundu, enda dó hann þá um dag- inn [3. júli 1881]. Á borðinu við rúmið hans lá bók eftir stefnubróður hans hinn sænska, skáldið Victor Rydberg, »0m de yttersta tingen«. Ljóðþrá. Pú seiðir mig, hafblámans Hulda, að hjartanu. Lögin þín líða eftir loggyltum bárum mcð ljóðstafi hingað til mín. Pú átt að segja mjer sögur, og sj'ngja mjer fögur Ijóð um háreistar hallir í sænum, með hvelfingar rauðar sem blóð. Um ónumin lönd út í ægi, sem álögin hafa ekki náð, í Ijómandi lýsigulls klæðum, sem lengi’ hafa konunginn þráð. Jeg fer ei með fríðu liði: Flyt nokkur opin sár, minning um æskuástir og ótal saknaðartár. En fyrir fáeinar sögur og fáein hljóðklökk ljóð gef jeg þjer ylinn minn allan og all mitt hjartablóð. Sueinn II. Jónsson. X Mynti af Friðriki konungi VIII. og Lovísu drotn- ingu var í 1. tbl. »Óðins« II. árg., og frá íslandsför kon- ungs eru margar myndir hjer í blaðinu 1907. Prenlsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.