Óðinn - 01.05.1912, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.05.1912, Blaðsíða 2
10 ÓÐINN jafns við og fram fyrir innlenda; bæði sem náms- menn á skólum, sem framtaksmenn í búnaði1) og byggingum (ýmSar meðal stærstu bygginganna hjer í borg eru bygðar af efnum íslendinga), efnamenn (margir íslendinga hjer í borg t. d. eiga nú sem svarar 100—200 þús. króna, nokkrir hálfa til heila miijón, fáeinir þar yfir), þingmenn, embættis- menn, — jafnvel vísindamenn, uppfundningamenn o. s. frv. Á jeg hjer nú yfirleitt við landa alls yfir, bæði norðan og sunnan línu; og eru landar vorir syðra engir eftirbátar íslendinga hjer norð- ur frá. Þrátt fyrir þessa framsókn landa vorra hjer, í víðlendi enskrar menningar, er þó mjög langt frá, að þeir hafi glatað eða gleymt ætterni sínu nje þjóðaruppruna, — nema því síður væri sem þeir hafa sótt frekar fram; sjálfstæðis-þróllurinn og þjóðernis-þroskinn vaxið að sama skapi hjá 1) í íslendingabygðunum er allur fjöldi af stór- auðugum ágætismönnum. hverjum myndarmanni sem efnin uxu og álitið út á við. Hefur þetta bæði sýnt sig í þjóðlegri safnaðastarfsemi í öllum betri bygðunum, og trygð á annan hátt við fósturlands minningar, — svo sem í ötul- um samtökum eða skörulegum samskot- um þegar svo bar undir, sem ei er langt á að minnast, o. s. frv. — En hitt veit jeg og, að mjög mörgum manni hjer hefur stórum gramist það vantraust og skiln- ingsleysi, sem til þessa befur skinið af öllu þjóðarálitinu heima við tilveru landa vorra hjer. Mjer finst timi til kominn, að þessir tveir bróðurpartar íslensku þjóðarinnar, þ. e. austan og vestan Atlantshafs, fari að kynnast hvor öðrum til fulls; svo að þeir geti unnað hvor öðrum sannmælis, og tek- ist í höndur til samúðar og samvinnu. — Lítinn skerf lil þeirrar miklu og nauðsyn- legu kynningar vill »Óðinn« nú leggja með því, að sýna íslendingum heima framan í nokkra lielstu framsóknar- og forustumenn landa sinna hjer, norðan og sunnan línu«. »Óðinn« lætur fylgja þessum inngangi myndir þeirra höfuðprestanna íslensku vestan hafs, síra Jóns Bjarnasonar og síra Friðriks Bergmanns. Báðir hafa þeir lengi verið forkólfar í viðhaldi fjelagsskapar íslendinga vestan liafs og i viðhaldi íslenskrar tungu þar. Síra Jón Bjarnason hefur meira en hálfan þriðja tug ára verið ritstjóii mánaðarblaðsins »Samein- ingin«, sem gelið befur verið út »til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga«, og mun að eng- um manni liafa meir kveðið en honum í starfsemi meðal íslendinga á frumbýlisárunum þar vestra. Kona bans, sem með honum er á myndinni, frú Lára, elsta dótlir Pjeturs heitins Guðjóhnsens organista, er og mesta merkiskona og hefur sambliða manni sínum tekið mikinn þátt í starfsemi hans meðal íslendinga. Síra Friðrik Bergmann er nú ritstjóri tímaritsins »Breiðablik«, sem komið hefur út í Winnipeg síðastl. 3 ár. Mánaðarrit þessi eru nú málgögn hvort sinnar trúmálastefnu meðal Yestur- íslendinga, því síra Friðrik Bergmann fylgir stefnu »nýju guðfræðinnar«, en síra Jón er henni mjög móthverfur, og hefur síðustu árin slaðið um þetta skörp deila þeirra í milli, er eigi skal hjer frekara farið úl í, enda er hún, og yfirleitt öll

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.